Skotsilfur Markaðarins: Slagur um bankastjórastól og stefna Landsbankans Ritstjórn Markaðarins skrifar 16. janúar 2017 09:54 Landsbankinn tilkynnti fyrir skemmstu að hann hefði höfðað mál vegna umdeildrar sölu bankans á hlut sínum í Borgun. Það er Ólafur Eiríksson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, sem sér um málareksturinn. Landsbankinn stefndi meðal annars Hauki Oddssyni, forstjóra Borgunar, en það er mat bankans að hann hafi leynt upplýsingum sem hann og aðrir hinna stefndu bjuggu yfir um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe. Stefna bankans telur meira en þrjátíu blað- síður og ljóst að málarekstur fyrir dómstólum mun að óbreyttu taka langan tíma. Borgun gæti metið það sem svo að hagsmunum félagsins sé betur borgið með því að ná samkomulagi við Landsbankann.Í fótspor föður síns Viðskiptaráð Íslands réð á dögunum Leif Hreggviðsson í starf sérfræðings á hagfræðisviði ráðsins. Leifur fór þangað frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði á markaðssviði eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Segja má að Leifur hafi nú á vissan hátt fetað í fótspor föður síns, Hreggviðs Jónssonar, sem var formaður Viðskiptaráðs 2012 til 2016.Lilja Einarsdóttir stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans 2010-2106.Slást um starf bankastjóra Greint var frá því á dögunum að 43 umsóknir hefðu borist um starf bankastjóra Landsbankans. Þótt ekki sé opinberað hverjir sóttu um hafa ýmsir verið nefndir sem líklegir umsækjendur. Þannig herma heimildir að Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu slitabús Landsbankans í Bretlandi 2010-2016, sækist eftir stólnum. Hún er stjórnarmaður í Icepharma og sat um tíma í stjórnum bresku félaganna Aurum Holdings og Hamleys. Þá hefur heyrst að Hermann Jónsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sé á meðal umsækjenda auk þess sem um það er skrafað að Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sækist sömuleiðis eftir starfinu. Það væri þá ekki í fyrsta sinn en hann var á meðal umsækjenda þegar Steinþór Pálsson var ráðinn bankastjóri 2010.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Landsbankinn tilkynnti fyrir skemmstu að hann hefði höfðað mál vegna umdeildrar sölu bankans á hlut sínum í Borgun. Það er Ólafur Eiríksson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LOGOS, sem sér um málareksturinn. Landsbankinn stefndi meðal annars Hauki Oddssyni, forstjóra Borgunar, en það er mat bankans að hann hafi leynt upplýsingum sem hann og aðrir hinna stefndu bjuggu yfir um að Borgun ætti rétt á hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe. Stefna bankans telur meira en þrjátíu blað- síður og ljóst að málarekstur fyrir dómstólum mun að óbreyttu taka langan tíma. Borgun gæti metið það sem svo að hagsmunum félagsins sé betur borgið með því að ná samkomulagi við Landsbankann.Í fótspor föður síns Viðskiptaráð Íslands réð á dögunum Leif Hreggviðsson í starf sérfræðings á hagfræðisviði ráðsins. Leifur fór þangað frá Íslandsbanka þar sem hann starfaði á markaðssviði eftir að hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Segja má að Leifur hafi nú á vissan hátt fetað í fótspor föður síns, Hreggviðs Jónssonar, sem var formaður Viðskiptaráðs 2012 til 2016.Lilja Einarsdóttir stýrði eignaumsýslu gamla Landsbankans 2010-2106.Slást um starf bankastjóra Greint var frá því á dögunum að 43 umsóknir hefðu borist um starf bankastjóra Landsbankans. Þótt ekki sé opinberað hverjir sóttu um hafa ýmsir verið nefndir sem líklegir umsækjendur. Þannig herma heimildir að Lilja Björk Einarsdóttir, sem stýrði eignaumsýslu slitabús Landsbankans í Bretlandi 2010-2016, sækist eftir stólnum. Hún er stjórnarmaður í Icepharma og sat um tíma í stjórnum bresku félaganna Aurum Holdings og Hamleys. Þá hefur heyrst að Hermann Jónsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sé á meðal umsækjenda auk þess sem um það er skrafað að Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, sækist sömuleiðis eftir starfinu. Það væri þá ekki í fyrsta sinn en hann var á meðal umsækjenda þegar Steinþór Pálsson var ráðinn bankastjóri 2010.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira