Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Ritstjórn skrifar 13. janúar 2017 19:30 Hver væri ekki til í að næla sér í þessa boli? Mynd/Weekday Það virðist sem að annar hver Íslendingur sé að horfa eða er búinn að horfa á norsku unglingaþættina SKAM. Þættirnir eru svo vinsælir að nú er stefnan að endurgera þættina fyrir amerískan markað. Sænska tískuverslunin Weekday sem flestir Íslendingar ættu að kannast við hefur ákveðið að nýta sér þessar vinsældir og sett á sölu tvo boli sem eru innblásnir af þáttunum. Bolirnir eru þó aðeins til sölu í völdum Weekday búðum og verða aðeins í boði út næstu viku. Afar leiðinlegar fréttir fyrir Íslendinga sem mundu líklegast gefa annan handlegginn fyrir sitt eigið eintak. Einn bolurinn er áletraður „Halla boys!!!“ og á hinum stendur „You fuck'n drittsekk“. Nú er bara að vona að salan á bolunum gangi svo vel að þeir lendi aftur í búðum í stærra upplagi og þá vonandi hægt að panta hingað til landsins. Mest lesið Veldu réttan lit af naglalakki fyrir hátíðarnar Glamour Veikt pund styrkir stöðu Asos Glamour Fleiri lygar á leiðinni? Glamour Rihanna afgreiddi skó í sinni eigin verslun Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Heimildarmynd um ævi Heath Ledger í bígerð Glamour
Það virðist sem að annar hver Íslendingur sé að horfa eða er búinn að horfa á norsku unglingaþættina SKAM. Þættirnir eru svo vinsælir að nú er stefnan að endurgera þættina fyrir amerískan markað. Sænska tískuverslunin Weekday sem flestir Íslendingar ættu að kannast við hefur ákveðið að nýta sér þessar vinsældir og sett á sölu tvo boli sem eru innblásnir af þáttunum. Bolirnir eru þó aðeins til sölu í völdum Weekday búðum og verða aðeins í boði út næstu viku. Afar leiðinlegar fréttir fyrir Íslendinga sem mundu líklegast gefa annan handlegginn fyrir sitt eigið eintak. Einn bolurinn er áletraður „Halla boys!!!“ og á hinum stendur „You fuck'n drittsekk“. Nú er bara að vona að salan á bolunum gangi svo vel að þeir lendi aftur í búðum í stærra upplagi og þá vonandi hægt að panta hingað til landsins.
Mest lesið Veldu réttan lit af naglalakki fyrir hátíðarnar Glamour Veikt pund styrkir stöðu Asos Glamour Fleiri lygar á leiðinni? Glamour Rihanna afgreiddi skó í sinni eigin verslun Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Vegan snyrtivörur njóta aukinna vinsælda Glamour Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour Rómantískt sumar í vændum hjá Burberry Glamour Heimildarmynd um ævi Heath Ledger í bígerð Glamour