Búast má við sleggjum úr íslensku tónlistarlífi í Söngvakeppninni í ár Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2017 13:31 Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins. Vísir/Daníel Á meðal keppenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár verða nokkrir sem áhorfendur hafa ekki áður séð, og jafnvel einhverjir sem spekingar hefðu seint giskað á að myndu taka þátt. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, í samtali við Vísi.Í hádeginu birtist á Facebook-síðu keppninnar samsett mynd af öllum keppendum í ár og gætu glöggir náð að sjá út hverjir það verða.Það verður svo formlega tilkynnt í sérstökum þætti í Sjónvarpinu næstkomandi föstudagskvöld hvaða flytjendur og höfundar verða í ár. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina í ár en einungis tólf þeirra voru valin til keppni og verður þeim skipt niður á tvö undankvöld sem haldin verða í Háskólabíói 25. febrúar og 4. mars. Þrjú lög komast áfram úr hverju undankvöldi í úrslitakvöld sem fer fram í Laugardalshöll 11. mars næstkomandi. Spurður hvort einhverjar breytingar verða á keppninni í ár svarar Rúnar því játandi og segir þær snerta dómnefndina, en vildi ekki gefa upp of mikið og sagði að það yrði tilkynnt síðar. Í fyrra skipuðu átján dómnefnd Söngvakeppninnar og komu þeir úr öllum kjördæmum landsins. Rúnar Freyr segir áhorfendur geta átt von á því að sjá nokkrar sleggjur úr íslensku tónlistarlífi í keppninni í ár. „Og fólk sem við höfum ekki séð í þessari keppni áður og kannski einhverjir sem sumir hefðu ekki búist við að yrðu í keppninni.“ Í fyrra komu Eurovision-stjörnurnar Sandra Kim og Loreen til Íslands og sungu á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll en Rúnar Freyr segir keppnina hafa náð ákveðnum standard á 30 ára afmæli sínu í fyrra sem skipuleggjendur vilja halda. „Það var troðfullt á generalprufuna og úrslitakvöldið í Laugardalshöll. Það eru samningaviðræður í gangi við erlenda stórstjörnu um að koma fram einnig í ár.“ Eurovision Tengdar fréttir Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Á meðal keppenda í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár verða nokkrir sem áhorfendur hafa ekki áður séð, og jafnvel einhverjir sem spekingar hefðu seint giskað á að myndu taka þátt. Þetta segir Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, í samtali við Vísi.Í hádeginu birtist á Facebook-síðu keppninnar samsett mynd af öllum keppendum í ár og gætu glöggir náð að sjá út hverjir það verða.Það verður svo formlega tilkynnt í sérstökum þætti í Sjónvarpinu næstkomandi föstudagskvöld hvaða flytjendur og höfundar verða í ár. Rúmlega 200 lög bárust í keppnina í ár en einungis tólf þeirra voru valin til keppni og verður þeim skipt niður á tvö undankvöld sem haldin verða í Háskólabíói 25. febrúar og 4. mars. Þrjú lög komast áfram úr hverju undankvöldi í úrslitakvöld sem fer fram í Laugardalshöll 11. mars næstkomandi. Spurður hvort einhverjar breytingar verða á keppninni í ár svarar Rúnar því játandi og segir þær snerta dómnefndina, en vildi ekki gefa upp of mikið og sagði að það yrði tilkynnt síðar. Í fyrra skipuðu átján dómnefnd Söngvakeppninnar og komu þeir úr öllum kjördæmum landsins. Rúnar Freyr segir áhorfendur geta átt von á því að sjá nokkrar sleggjur úr íslensku tónlistarlífi í keppninni í ár. „Og fólk sem við höfum ekki séð í þessari keppni áður og kannski einhverjir sem sumir hefðu ekki búist við að yrðu í keppninni.“ Í fyrra komu Eurovision-stjörnurnar Sandra Kim og Loreen til Íslands og sungu á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll en Rúnar Freyr segir keppnina hafa náð ákveðnum standard á 30 ára afmæli sínu í fyrra sem skipuleggjendur vilja halda. „Það var troðfullt á generalprufuna og úrslitakvöldið í Laugardalshöll. Það eru samningaviðræður í gangi við erlenda stórstjörnu um að koma fram einnig í ár.“
Eurovision Tengdar fréttir Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57 Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Söngvakeppnin hitar aðdáendur upp með dularfullri mynd Keppendur verða kynntir til leiks eftir viku. 13. janúar 2017 12:57