Brexit – hvert skal haldið? Árni Páll Árnason skrifar 13. janúar 2017 07:00 Í hinni frægu barnabók Lísu í Undralandi spyr Lísa köttinn hvert hún eigi að fara. Kötturinn svarar að það fari nú eftir því hvert hana langi að komast. Það má segja að staða bresku ríkisstjórnarinnar nú, við undirbúning Brexit-viðræðna við Evrópusambandið (ESB), vekji í huga áhorfandans ákveðnar hliðstæður við samræður Lísu og kattarins. Enn hefur nefnilega ekki verið skýrt til fulls hvert það endatakmark er, sem bresk stjórnvöld vilja stefna að.Ólík sjónarmið útgöngusinna Í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní síðastliðnum samþykktu 52% kjósenda úrsögn úr ESB. En þar með var ekki nema hálf sagan sögð. Það er í sjálfu sér enginn vandi að segja sig úr ESB ef menn eru sáttir við að standa alfarið utan þess og alls þess samstarfs sem ESB hefur stofnað til á meira en hálfri öld. Flækjustigið skapast þegar skilgreina á hvað af þessu samstarfi Bretar vilja halda í og hvaða þætti þeir vilja alls ekki. Um það var ekki einhugur meðal þeirra sem töluðu fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Í grófum dráttum má segja að meðal talsmanna útgöngu hafi mátt greina ferns konar viðhorf til þess sem ætti að taka við, eftir Brexit:1. Aðild að innri markaðnum, en án fullrar aðildar að ESB Sumir talsmenn úrsagnar mæltu fyrir þessari leið og þar með fullum aðgangi Breta áfram að fjórfrelsinu og öllum þeim þáttum sem tryggja viðskiptafrelsi innan ESB. Bretar myndu – með svipuðum hætti og EES-ríkin – samt ekki vera formlega skuldbundnir til upptöku nýrra gerða, en myndu í reynd hafa um það lítið val. Nokkuð hefur borið á því að talsmenn fullrar aðildar að ESB tali nú fyrir einhvers konar lausn af þessum toga, ýmist með sérsamningi Breta við ESB eða með þátttöku Breta í EES-samstarfinu.2. Aðild að einstökum þáttum innri markaðarins, með hömlum á frjálsa för fólks Þessi leið felur í sér að fyrst og fremst verði lögð áhersla á að tryggja hömlur á frjálsa för fólks. Sá þáttur innri markaðarins er einn grunnþáttur hans og ólíklegt að fullur og hindrunarlaus aðgangur að innri markaðnum að öðru leyti geti samrýmst þessari áherslu. Talsmenn þessarar leiðar setja hömlur á frjálsa för í öndvegi og eru tilbúnir að fallast á móti á þær takmarkanir á fullum aðgangi að innri markaðnum sem slík krafa myndi kalla á. Talsmenn hennar tala þó fyrir mjög ólíkum hömlum á frjálsa för, allt frá afmörkuðum kvótum, öryggisfyrirvörum og yfir í beina undanþágu frá frjálsri för.3. Aðild að tollabandalagi, samhliða sérstökum samningi um markaðsaðgang við ESB Sumir hafa talað fyrir þessari lausn, sem er svipuð stöðu Tyrklands í dag. Tyrkir eru í tollabandalagi við ESB og hafa þannig enga ytri tolla í viðskiptum við ESB með iðnaðarvörur og unnar landbúnaðarvörur, en þjónusta, opinber innkaup og landbúnaðarvörur almennt falla utan tollabandalagssamningsins. Kosturinn við þessa leið væri að hægt væri að halda tollfrjálsum viðskiptum með það sem samningur myndi taka til, en sá ókostur er við þessa leið í augum útgöngusinna að aðild að tollabandalaginu kemur í veg fyrir að Bretar gætu samið sérstaklega um tollamál við önnur ríki og væru bundnir af ytri tolli ESB gagnvart ríkjum utan ESB.4. Algerlega sjálfstæð staða Bretlands utan ESB, með viðskiptasamningi við ESB með sama hætti og við önnur ríki og án aðgangs að fjórfrelsinu Margir talsmenn útgöngu hafa mælt fyrir þessari leið og haldið því fram að ávinningur Bretlands af sjálfstæðum viðskiptasamningum við aðrar viðskiptablokkir – Bandaríkin, Kína og samveldisríkin – gæti verið svo mikill að tjón Breta af útgöngu úr ESB yrði ekkert.Hvaða hagsmunir eru í húfi? Samningsniðurstaða mun hafa mikil áhrif á hagsmuni einstakra atvinnugreina innan Bretlands. Jafnt hefðbundnar framleiðslugreinar, þjónustugreinar og fjármálaþjónusta eru mjög háðar hindrunarlausum aðgangi að innri markaðnum. Þá getur niðurstaðan haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg, ferðaþjónustu og fjármálaþjónustu.Hvaða leið verður valin? Nú virðist ljóst af orðum Teresu May forsætisráðherra og fleiri lykilmanna Íhaldsflokksins að líkur séu á að leitað verði samninga af þeim toga sem lýst var í lið nr. 2 hér á undan, þegar hún sendir formlega útgöngutilkynningu í lok mars nk. Það vekur einnig athygli að Verkamannaflokkurinn, sem hefur hingað til stutt aðild að ESB nær einróma, ljær nú máls á því að höfuðmarkmið hljóti að vera að stemma stigu við frjálsri för launafólks. Það eru því allar líkur á að einhver lausn á þeim nótum gæti náð miklum stuðningi í breska þinginu. En þá er ósvarað þeirri spurningu hversu langt bresk stjórnvöld munu vilja ganga í kröfum um hömlur á frjálsa för launafólks. Mun það duga þeim að setja öryggisfyrirvara eða mun verða krafa um fjöldatakmarkanir eða jafnvel algera undanþágu frá reglum um frjálsa för? Og þá er líka ósvarað þeirri spurningu hvort sú leið sem Bretar vilja fara verði í boði af hálfu viðsemjendanna og ef svo er, hvaða verðmiða þeir vilja setja á sérlausnir fyrir Breta, bæði er varðar aðgang að mörkuðum og um greiðslur í sameiginlega sjóði ESB. Um það mun ég fjalla í næstu grein. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Brexit Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í hinni frægu barnabók Lísu í Undralandi spyr Lísa köttinn hvert hún eigi að fara. Kötturinn svarar að það fari nú eftir því hvert hana langi að komast. Það má segja að staða bresku ríkisstjórnarinnar nú, við undirbúning Brexit-viðræðna við Evrópusambandið (ESB), vekji í huga áhorfandans ákveðnar hliðstæður við samræður Lísu og kattarins. Enn hefur nefnilega ekki verið skýrt til fulls hvert það endatakmark er, sem bresk stjórnvöld vilja stefna að.Ólík sjónarmið útgöngusinna Í þjóðaratkvæðagreiðslu í júní síðastliðnum samþykktu 52% kjósenda úrsögn úr ESB. En þar með var ekki nema hálf sagan sögð. Það er í sjálfu sér enginn vandi að segja sig úr ESB ef menn eru sáttir við að standa alfarið utan þess og alls þess samstarfs sem ESB hefur stofnað til á meira en hálfri öld. Flækjustigið skapast þegar skilgreina á hvað af þessu samstarfi Bretar vilja halda í og hvaða þætti þeir vilja alls ekki. Um það var ekki einhugur meðal þeirra sem töluðu fyrir útgöngu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Í grófum dráttum má segja að meðal talsmanna útgöngu hafi mátt greina ferns konar viðhorf til þess sem ætti að taka við, eftir Brexit:1. Aðild að innri markaðnum, en án fullrar aðildar að ESB Sumir talsmenn úrsagnar mæltu fyrir þessari leið og þar með fullum aðgangi Breta áfram að fjórfrelsinu og öllum þeim þáttum sem tryggja viðskiptafrelsi innan ESB. Bretar myndu – með svipuðum hætti og EES-ríkin – samt ekki vera formlega skuldbundnir til upptöku nýrra gerða, en myndu í reynd hafa um það lítið val. Nokkuð hefur borið á því að talsmenn fullrar aðildar að ESB tali nú fyrir einhvers konar lausn af þessum toga, ýmist með sérsamningi Breta við ESB eða með þátttöku Breta í EES-samstarfinu.2. Aðild að einstökum þáttum innri markaðarins, með hömlum á frjálsa för fólks Þessi leið felur í sér að fyrst og fremst verði lögð áhersla á að tryggja hömlur á frjálsa för fólks. Sá þáttur innri markaðarins er einn grunnþáttur hans og ólíklegt að fullur og hindrunarlaus aðgangur að innri markaðnum að öðru leyti geti samrýmst þessari áherslu. Talsmenn þessarar leiðar setja hömlur á frjálsa för í öndvegi og eru tilbúnir að fallast á móti á þær takmarkanir á fullum aðgangi að innri markaðnum sem slík krafa myndi kalla á. Talsmenn hennar tala þó fyrir mjög ólíkum hömlum á frjálsa för, allt frá afmörkuðum kvótum, öryggisfyrirvörum og yfir í beina undanþágu frá frjálsri för.3. Aðild að tollabandalagi, samhliða sérstökum samningi um markaðsaðgang við ESB Sumir hafa talað fyrir þessari lausn, sem er svipuð stöðu Tyrklands í dag. Tyrkir eru í tollabandalagi við ESB og hafa þannig enga ytri tolla í viðskiptum við ESB með iðnaðarvörur og unnar landbúnaðarvörur, en þjónusta, opinber innkaup og landbúnaðarvörur almennt falla utan tollabandalagssamningsins. Kosturinn við þessa leið væri að hægt væri að halda tollfrjálsum viðskiptum með það sem samningur myndi taka til, en sá ókostur er við þessa leið í augum útgöngusinna að aðild að tollabandalaginu kemur í veg fyrir að Bretar gætu samið sérstaklega um tollamál við önnur ríki og væru bundnir af ytri tolli ESB gagnvart ríkjum utan ESB.4. Algerlega sjálfstæð staða Bretlands utan ESB, með viðskiptasamningi við ESB með sama hætti og við önnur ríki og án aðgangs að fjórfrelsinu Margir talsmenn útgöngu hafa mælt fyrir þessari leið og haldið því fram að ávinningur Bretlands af sjálfstæðum viðskiptasamningum við aðrar viðskiptablokkir – Bandaríkin, Kína og samveldisríkin – gæti verið svo mikill að tjón Breta af útgöngu úr ESB yrði ekkert.Hvaða hagsmunir eru í húfi? Samningsniðurstaða mun hafa mikil áhrif á hagsmuni einstakra atvinnugreina innan Bretlands. Jafnt hefðbundnar framleiðslugreinar, þjónustugreinar og fjármálaþjónusta eru mjög háðar hindrunarlausum aðgangi að innri markaðnum. Þá getur niðurstaðan haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg, ferðaþjónustu og fjármálaþjónustu.Hvaða leið verður valin? Nú virðist ljóst af orðum Teresu May forsætisráðherra og fleiri lykilmanna Íhaldsflokksins að líkur séu á að leitað verði samninga af þeim toga sem lýst var í lið nr. 2 hér á undan, þegar hún sendir formlega útgöngutilkynningu í lok mars nk. Það vekur einnig athygli að Verkamannaflokkurinn, sem hefur hingað til stutt aðild að ESB nær einróma, ljær nú máls á því að höfuðmarkmið hljóti að vera að stemma stigu við frjálsri för launafólks. Það eru því allar líkur á að einhver lausn á þeim nótum gæti náð miklum stuðningi í breska þinginu. En þá er ósvarað þeirri spurningu hversu langt bresk stjórnvöld munu vilja ganga í kröfum um hömlur á frjálsa för launafólks. Mun það duga þeim að setja öryggisfyrirvara eða mun verða krafa um fjöldatakmarkanir eða jafnvel algera undanþágu frá reglum um frjálsa för? Og þá er líka ósvarað þeirri spurningu hvort sú leið sem Bretar vilja fara verði í boði af hálfu viðsemjendanna og ef svo er, hvaða verðmiða þeir vilja setja á sérlausnir fyrir Breta, bæði er varðar aðgang að mörkuðum og um greiðslur í sameiginlega sjóði ESB. Um það mun ég fjalla í næstu grein. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun