Fiat Chrysler ásakað um dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2017 16:45 Fiat Chrysler er ekki í góðum málum nú. Nú stendur yfir rannsókn í Bandaríkjunum á ætluðu dísilvélasvindli Jeep og RAM vegna bílanna Jeep Grand Cherokee og RAM 1500 með dísilvélum. Á þetta við um 104.000 bíla sem smíðaðir hafa verið frá árinu 2014. Bílarnir menga miklu meira af NOx sóti en reglugerðir segja til um og EPA (United States Environmental Protection Agency) segir að fundist hafi hugbúnaður sem villi um fyrir mengun bílanna við mælingar. Þegar Fiat Chrysler, eigandi Jeep og RAM, skráði upplýsingar til EPA um dísilvélarnar sem í umræddum bílum er var ekki greint frá búnaði sem síðan fannst í stjórnbúnaði vélanna. Ef Fiat Chrysler verður fundið sekt um að hafa ólöglega komið fyrir þessum búnaði býður fyrirtækisins hár sektir sem numið gæti 44.539 dollurum á hvern þann bíl sem settur var á markað. Ef sú upphæð er margfölduð með 104.000 gæti sektin hljóðað uppá 4,63 milljarða dollara, eða 528 milljarða króna. Slík upphæð gæti riðið Fiat Chrysler að fullu. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Nú stendur yfir rannsókn í Bandaríkjunum á ætluðu dísilvélasvindli Jeep og RAM vegna bílanna Jeep Grand Cherokee og RAM 1500 með dísilvélum. Á þetta við um 104.000 bíla sem smíðaðir hafa verið frá árinu 2014. Bílarnir menga miklu meira af NOx sóti en reglugerðir segja til um og EPA (United States Environmental Protection Agency) segir að fundist hafi hugbúnaður sem villi um fyrir mengun bílanna við mælingar. Þegar Fiat Chrysler, eigandi Jeep og RAM, skráði upplýsingar til EPA um dísilvélarnar sem í umræddum bílum er var ekki greint frá búnaði sem síðan fannst í stjórnbúnaði vélanna. Ef Fiat Chrysler verður fundið sekt um að hafa ólöglega komið fyrir þessum búnaði býður fyrirtækisins hár sektir sem numið gæti 44.539 dollurum á hvern þann bíl sem settur var á markað. Ef sú upphæð er margfölduð með 104.000 gæti sektin hljóðað uppá 4,63 milljarða dollara, eða 528 milljarða króna. Slík upphæð gæti riðið Fiat Chrysler að fullu.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent