Guðjón: Ekki slæmt að gera mistök ef menn læra af þeim Arnar Björnsson skrifar 12. janúar 2017 11:00 Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson tekur nú þátt í sínu 20. stórmóti í handbolta. Guðjón Valur lék með Barcelona og hann segir þetta um mótherja kvöldsins. „Ég met þá sem fjórða eða fimmta besta lið heims í dag. Þeir eru með mikla reynslu og kunna að spila mikilvæga leiki. Þeir eru núna að ganga í gegnum smábreytingar en með sama kjarna og undanfarin ár. Það eru ungir strákar að koma inn í liðið og Spánverjar eru með nýjan þjálfara. Spænska liðið er hættulegt bæði í sókn og vörn. Þú verður betri þegar þú spilar við þá bestu og það er það sem við viljum. Við búum okkur undir þennan leik af fullum krafti og ætlum okkur að ná í góð úrslit.“ Hvernig koma yngri leikmennirnir inn í hópinn? „Mjög vel og þeir eru að standa sig og gera það sem þeir eru beðnir um að gera. Þeir eru ekki bara góðir leikmenn. Sumir eru að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku þannig að þú setur ekki sömu kröfur á þá og leikmenn sem eru búnir að spila kannski 10 ár í atvinnumennsku. Þeir leggja sig hundrað prósent fram og það er ekki hægt að biðja menn um meira. Þeir eru góðir í hóp og framtíð þeirra er björt. Það er mikilvægt fyrir þá að komast inn á svona mót og sjá að þetta er aðeins meira en nokkrar æfingar og nokkrir leikir. Þetta er svolítið stærra og meira. „Það er gott fyrir þá að fá að koma inná, taka ábyrgð og fá að gera mistök líka. Það er þá okkar hinna eldri að sýna þeim að það er ekkert slæmt að gera mistök maður lærir og þroskast af þeim. Mér finnst gaman að taka þátt í þessu ferli að gera menn betri.“ Hvaða tilfinningu hefur Guðjón Valur um mótið í Frakklandi? „Voðalega litla enn þá. Við erum að koma af æfingamóti þar sem mér fannst við spila nokkuð vel. En leikurinn við Dani var auðvitað gríðalega erfiður. Við áttum ágætar síðustu 45 mínútur á móti Egyptum og lékum allt í lagi leik á móti Ungverjum. Við vonumst til þess að bæta okkar leik og ég fer bjartsýnn inn í mótið. En þetta er kannski svolítið öðruvísi en fyrir fimm til átta árum þegar við vorum með sterkasta liðið í riðlinum og það þótti sjálfsagt mál að sjá okkur í fyrsta eða öðru sæti. Það er kannski ekki þannig lengur en það er samt ekki útilokað að það geti gerst. Við tökum hvern leik fyrir sig og vonumst til þess að okkur takist að spila vel,“ segir fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HM-pistill: Hvaða lag mun drengjakór Geirs syngja? Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. 12. janúar 2017 07:00 HM í dag: Arnari og Henry hent út af lestarstöðinni í Metz Það er leikdagur á HM í handbolta og þá fer líka í loftið fyrsti þáttur af HM í dag á Vísi. 12. janúar 2017 10:00 Gef ungu drengjunum tækifæri Geir Sveinsson ætlar að nýta þetta tímamótamót hjá handboltalandsliðinu til þess að byggja upp til framtíðar. Kynslóðaskiptin verða nánast kláruð á HM í Frakklandi eftir ótrúleg ár hjá gullaldarlandsliði Íslands. 12. janúar 2017 06:00 Ég gef frá mér orku á vellinum Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hinn magnaða Janus Daða Smárason á HM en hann sýndi í æfingaleikjum fyrir mótið að hann hefur ansi margt fram að færa. Leikmaðurinn er yfirvegaður og ætlar að nýta sín tækifæri vel. 12. janúar 2017 06:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson tekur nú þátt í sínu 20. stórmóti í handbolta. Guðjón Valur lék með Barcelona og hann segir þetta um mótherja kvöldsins. „Ég met þá sem fjórða eða fimmta besta lið heims í dag. Þeir eru með mikla reynslu og kunna að spila mikilvæga leiki. Þeir eru núna að ganga í gegnum smábreytingar en með sama kjarna og undanfarin ár. Það eru ungir strákar að koma inn í liðið og Spánverjar eru með nýjan þjálfara. Spænska liðið er hættulegt bæði í sókn og vörn. Þú verður betri þegar þú spilar við þá bestu og það er það sem við viljum. Við búum okkur undir þennan leik af fullum krafti og ætlum okkur að ná í góð úrslit.“ Hvernig koma yngri leikmennirnir inn í hópinn? „Mjög vel og þeir eru að standa sig og gera það sem þeir eru beðnir um að gera. Þeir eru ekki bara góðir leikmenn. Sumir eru að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku þannig að þú setur ekki sömu kröfur á þá og leikmenn sem eru búnir að spila kannski 10 ár í atvinnumennsku. Þeir leggja sig hundrað prósent fram og það er ekki hægt að biðja menn um meira. Þeir eru góðir í hóp og framtíð þeirra er björt. Það er mikilvægt fyrir þá að komast inn á svona mót og sjá að þetta er aðeins meira en nokkrar æfingar og nokkrir leikir. Þetta er svolítið stærra og meira. „Það er gott fyrir þá að fá að koma inná, taka ábyrgð og fá að gera mistök líka. Það er þá okkar hinna eldri að sýna þeim að það er ekkert slæmt að gera mistök maður lærir og þroskast af þeim. Mér finnst gaman að taka þátt í þessu ferli að gera menn betri.“ Hvaða tilfinningu hefur Guðjón Valur um mótið í Frakklandi? „Voðalega litla enn þá. Við erum að koma af æfingamóti þar sem mér fannst við spila nokkuð vel. En leikurinn við Dani var auðvitað gríðalega erfiður. Við áttum ágætar síðustu 45 mínútur á móti Egyptum og lékum allt í lagi leik á móti Ungverjum. Við vonumst til þess að bæta okkar leik og ég fer bjartsýnn inn í mótið. En þetta er kannski svolítið öðruvísi en fyrir fimm til átta árum þegar við vorum með sterkasta liðið í riðlinum og það þótti sjálfsagt mál að sjá okkur í fyrsta eða öðru sæti. Það er kannski ekki þannig lengur en það er samt ekki útilokað að það geti gerst. Við tökum hvern leik fyrir sig og vonumst til þess að okkur takist að spila vel,“ segir fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HM-pistill: Hvaða lag mun drengjakór Geirs syngja? Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. 12. janúar 2017 07:00 HM í dag: Arnari og Henry hent út af lestarstöðinni í Metz Það er leikdagur á HM í handbolta og þá fer líka í loftið fyrsti þáttur af HM í dag á Vísi. 12. janúar 2017 10:00 Gef ungu drengjunum tækifæri Geir Sveinsson ætlar að nýta þetta tímamótamót hjá handboltalandsliðinu til þess að byggja upp til framtíðar. Kynslóðaskiptin verða nánast kláruð á HM í Frakklandi eftir ótrúleg ár hjá gullaldarlandsliði Íslands. 12. janúar 2017 06:00 Ég gef frá mér orku á vellinum Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hinn magnaða Janus Daða Smárason á HM en hann sýndi í æfingaleikjum fyrir mótið að hann hefur ansi margt fram að færa. Leikmaðurinn er yfirvegaður og ætlar að nýta sín tækifæri vel. 12. janúar 2017 06:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
HM-pistill: Hvaða lag mun drengjakór Geirs syngja? Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. 12. janúar 2017 07:00
HM í dag: Arnari og Henry hent út af lestarstöðinni í Metz Það er leikdagur á HM í handbolta og þá fer líka í loftið fyrsti þáttur af HM í dag á Vísi. 12. janúar 2017 10:00
Gef ungu drengjunum tækifæri Geir Sveinsson ætlar að nýta þetta tímamótamót hjá handboltalandsliðinu til þess að byggja upp til framtíðar. Kynslóðaskiptin verða nánast kláruð á HM í Frakklandi eftir ótrúleg ár hjá gullaldarlandsliði Íslands. 12. janúar 2017 06:00
Ég gef frá mér orku á vellinum Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hinn magnaða Janus Daða Smárason á HM en hann sýndi í æfingaleikjum fyrir mótið að hann hefur ansi margt fram að færa. Leikmaðurinn er yfirvegaður og ætlar að nýta sín tækifæri vel. 12. janúar 2017 06:30