Opið bréf til þingmanna Guðjón Jensson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk sem unnið hefur sín störf af mikilli nærgætni og alúð, þekkingu og reynslu. Einhverju sinni spurði eg hvort á þessum fjölmennasta vinnustað landsins væru engir „fýlupokar“. Mér skilst þeir þrífist ekki á þessum vinnustað enda mikið vinnuálag og launin sjálfsagt ekkert of há. Málefni Landspítalans hafa lengi verið til umræðu. Augljóst er að mikið vanti á að starfsemi hans sé okkur Íslendingum til sóma. Allt of lengi hafa heilbrigðismálin verið fjársvelt í opinberum rekstri. Unnt væri að vinda ofan af öðru í rekstri ríkisins. Síðastliðið haust voru samningar um búvörur samþykktar á Alþingi. Ekki voru miklar umræður í þinginu þrátt fyrir mikla gagnrýni í samfélaginu á þessu fyrirkomulagi. Bent hefur verið á að með þessum samningum sé verið að tryggja gamla SÍS-veldið eða öllu fremur það sem eftir er af því. Þykir ykkur þingmönnum réttmætt að þetta veldi sé rekið áfram á kostnað ríkisins og þar með skattborgaranna? Svo einkennilegt sem það er þá er stór hluti bænda einnig mjög óánægður með þetta fyrirkomulag sem byggist á gömlum og úreltum hugmyndum. Í dag er krafa um aukna hagræðingu – líka í rekstri landbúnaðar! Áætlað er að þessi umdeildi búvörusamningur kosti skattborgara um 13 milljarða á ári eða rúman milljarð á mánuði! Hafið þið í þinginu aldrei hugleitt hvort þetta mikla fé hefði ekki betur nýst Landspítalanum en að halda uppi gömlum óarðbærum kaupfélagsveldum, afurðasölum og sláturhúsum úti á landi? Íslenskur landbúnaður á allt gott skilið en hann verður að reka með skynsemi að leiðarljósi eins og annað í samfélaginu. Mjög margt væri unnt að hagræða í þeim ranni. Þannig mætti koma í veg fyrir óþarfa offramleiðslu með rányrkju og útflutning landbúnaðarvara. Hafið þið aldrei hugleitt hvers vegna unnt sé að fleygja meira en milljarði í þessa hít á sama tíma og ekki er unnt að reka Landspítalann með sæmd? Við verðum að hafa í huga að við Íslendingar erum að eldast. Og landsmenn verða fleiri! Og ekki má gleyma ferðamönnunum sem einnig þurfa á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það er mín skoðun að búvörusamningi sem kostar okkur offjár beri að rifta nú þegar með því að breyta þessum ólögum, dekurmáli Framsóknarflokksins. Þörfin er gríðarleg við rekstur Landspítalans bæði við nýbyggingar, ný tæki og annan búnað ásamt viðhaldi húsa og tækja. Og auðvitað þarf að fjölga starfsfólki spítalans verulega enda vinnuálag víða mjög óásættanlegt. Í mínum huga er það starf sem unnið er á Landspítalanum mjög lofsvert og eg á líf mitt að þakka þessu góða starfsfólki sem vinnur daga sem nætur undir miklu vinnuálagi og oft við erfiðar og ekki nógu góðar aðstæður! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að greinast með krabbamein er mikið áfall. Eg undirritaður varð að sætta mig við þetta undir lok október 2015. Síðan hefi eg verið í ótal rannsóknum, meðferðum þar sem geislum og meðulum hefur verið beitt á meinsemdina, skurðaðgerð og eftirmeðferð. Alltaf hef eg hitt mjög vingjarnlegt og hjálpsamt starfsfólk sem unnið hefur sín störf af mikilli nærgætni og alúð, þekkingu og reynslu. Einhverju sinni spurði eg hvort á þessum fjölmennasta vinnustað landsins væru engir „fýlupokar“. Mér skilst þeir þrífist ekki á þessum vinnustað enda mikið vinnuálag og launin sjálfsagt ekkert of há. Málefni Landspítalans hafa lengi verið til umræðu. Augljóst er að mikið vanti á að starfsemi hans sé okkur Íslendingum til sóma. Allt of lengi hafa heilbrigðismálin verið fjársvelt í opinberum rekstri. Unnt væri að vinda ofan af öðru í rekstri ríkisins. Síðastliðið haust voru samningar um búvörur samþykktar á Alþingi. Ekki voru miklar umræður í þinginu þrátt fyrir mikla gagnrýni í samfélaginu á þessu fyrirkomulagi. Bent hefur verið á að með þessum samningum sé verið að tryggja gamla SÍS-veldið eða öllu fremur það sem eftir er af því. Þykir ykkur þingmönnum réttmætt að þetta veldi sé rekið áfram á kostnað ríkisins og þar með skattborgaranna? Svo einkennilegt sem það er þá er stór hluti bænda einnig mjög óánægður með þetta fyrirkomulag sem byggist á gömlum og úreltum hugmyndum. Í dag er krafa um aukna hagræðingu – líka í rekstri landbúnaðar! Áætlað er að þessi umdeildi búvörusamningur kosti skattborgara um 13 milljarða á ári eða rúman milljarð á mánuði! Hafið þið í þinginu aldrei hugleitt hvort þetta mikla fé hefði ekki betur nýst Landspítalanum en að halda uppi gömlum óarðbærum kaupfélagsveldum, afurðasölum og sláturhúsum úti á landi? Íslenskur landbúnaður á allt gott skilið en hann verður að reka með skynsemi að leiðarljósi eins og annað í samfélaginu. Mjög margt væri unnt að hagræða í þeim ranni. Þannig mætti koma í veg fyrir óþarfa offramleiðslu með rányrkju og útflutning landbúnaðarvara. Hafið þið aldrei hugleitt hvers vegna unnt sé að fleygja meira en milljarði í þessa hít á sama tíma og ekki er unnt að reka Landspítalann með sæmd? Við verðum að hafa í huga að við Íslendingar erum að eldast. Og landsmenn verða fleiri! Og ekki má gleyma ferðamönnunum sem einnig þurfa á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það er mín skoðun að búvörusamningi sem kostar okkur offjár beri að rifta nú þegar með því að breyta þessum ólögum, dekurmáli Framsóknarflokksins. Þörfin er gríðarleg við rekstur Landspítalans bæði við nýbyggingar, ný tæki og annan búnað ásamt viðhaldi húsa og tækja. Og auðvitað þarf að fjölga starfsfólki spítalans verulega enda vinnuálag víða mjög óásættanlegt. Í mínum huga er það starf sem unnið er á Landspítalanum mjög lofsvert og eg á líf mitt að þakka þessu góða starfsfólki sem vinnur daga sem nætur undir miklu vinnuálagi og oft við erfiðar og ekki nógu góðar aðstæður! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun