Þrátt fyrir að kjóllinn líti út fyrir að vera erfiður að bera þá tókst Siennu það snilldar vel. Hún hafði hárið niður í afslöppuðum stíl og bætti við eldrauðum varalit sem passaði vel við. Það er alltaf jafn gaman að fylgjast með Siennu á rauða dreglinum enda hittir hún nánast alltaf beint í mark.


