Söguleg frumraun Alberts: Fjórði ættliðurinn sem spilar A-landsleik fyrir Ísland Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 15:45 Albert Guðmundsson er kannski framtíð íslenska landsliðsins. vísir/getty Albert Guðmundsson, 19 ára gamall leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi, kom inn á sem varamaður á 90. mínútu þegar Ísland lagði Kína, 2-0, í Kínabikarnum í Nanning í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur Alberts sem á að baki í heildina 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var einn fjögurra nýliða sem fengu sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu í dag. Þessi fyrsti leikur Alberts er heldur betur sögulegur og þá sérstaklega fyrir fjölskyldu hans en óhætt er að segja að hann sé af miklum fótboltaættum. Hann varð í dag fjórði ættliðurinn í sinni fjölskyldu sem spilar A-landsleik fyrir íslenska landsliðið. Albert er sonur Kristbjargar Helgu Ingadóttur og Guðmundar Benediktssonar sem bæði spiluðu A-landsleiki fyrir Ísland. Móðir hans spilaði fjóra leiki frá 1996-1997 en Guðmundur spilaði tíu leiki og skoraði tvö mörk frá 1994-2001. Faðir Kristbjargar og afi Alberts er markavélin Ingi Björn Albertsson sem átti markametið í efstu deild áður en Tryggvi Guðmundsson hirti það af honum. Ingi Björn spilaði fimmtán A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði tvö mörk á árunum 1971-1979. Pabbi Inga Björns, afi Kristbjargar og langafi Alberts Guðmundssonar er alnafni hans, Albert Guðmundsson, fyrsti atvinnumaður Íslands í fótbolta. Sú mikla goðsögn spilaði sex landsleiki og skoraði tvö mörk á árunum 1946-1958. Albert er fæddur árið 1997 en hann fór til Heerenveen í Hollandi árið 2013 en var keyptur til PSV Eindhoven sumarið 2015 þar sem hann spilar nú með varaliði félagsins.Fjórir ættliðir í íslenska landsliðinu:Fyrstur: Albert Guðmundsson 6 A-landsleikir, 2 mörk frá 1946-1958Annar: Ingi Björn Albertsson 15 A-landsleikir, 2 mörk frá 1971-1979Þriðju: Kristbjörg Helga Ingadóttir 4 A-landsleikir, 0 mörk 1996 Guðmundur Benediktsson 10 A-landsleikir, 2 mörk frá 1994-2001Fjórði: Albert Guðmundsson 1 A-landsleikur 2017vísir/getty Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á móti Kína og skoraði sitt annað landsliðsmark í öðrum landsleiknum. 10. janúar 2017 15:15 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Albert Guðmundsson, 19 ára gamall leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi, kom inn á sem varamaður á 90. mínútu þegar Ísland lagði Kína, 2-0, í Kínabikarnum í Nanning í dag. Þetta var fyrsti A-landsleikur Alberts sem á að baki í heildina 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann var einn fjögurra nýliða sem fengu sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu í dag. Þessi fyrsti leikur Alberts er heldur betur sögulegur og þá sérstaklega fyrir fjölskyldu hans en óhætt er að segja að hann sé af miklum fótboltaættum. Hann varð í dag fjórði ættliðurinn í sinni fjölskyldu sem spilar A-landsleik fyrir íslenska landsliðið. Albert er sonur Kristbjargar Helgu Ingadóttur og Guðmundar Benediktssonar sem bæði spiluðu A-landsleiki fyrir Ísland. Móðir hans spilaði fjóra leiki frá 1996-1997 en Guðmundur spilaði tíu leiki og skoraði tvö mörk frá 1994-2001. Faðir Kristbjargar og afi Alberts er markavélin Ingi Björn Albertsson sem átti markametið í efstu deild áður en Tryggvi Guðmundsson hirti það af honum. Ingi Björn spilaði fimmtán A-landsleiki fyrir Ísland og skoraði tvö mörk á árunum 1971-1979. Pabbi Inga Björns, afi Kristbjargar og langafi Alberts Guðmundssonar er alnafni hans, Albert Guðmundsson, fyrsti atvinnumaður Íslands í fótbolta. Sú mikla goðsögn spilaði sex landsleiki og skoraði tvö mörk á árunum 1946-1958. Albert er fæddur árið 1997 en hann fór til Heerenveen í Hollandi árið 2013 en var keyptur til PSV Eindhoven sumarið 2015 þar sem hann spilar nú með varaliði félagsins.Fjórir ættliðir í íslenska landsliðinu:Fyrstur: Albert Guðmundsson 6 A-landsleikir, 2 mörk frá 1946-1958Annar: Ingi Björn Albertsson 15 A-landsleikir, 2 mörk frá 1971-1979Þriðju: Kristbjörg Helga Ingadóttir 4 A-landsleikir, 0 mörk 1996 Guðmundur Benediktsson 10 A-landsleikir, 2 mörk frá 1994-2001Fjórði: Albert Guðmundsson 1 A-landsleikur 2017vísir/getty
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á móti Kína og skoraði sitt annað landsliðsmark í öðrum landsleiknum. 10. janúar 2017 15:15 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Sjá meira
Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15
Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45
Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53
Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Aron Sigurðarson kom inn á sem varamaður á móti Kína og skoraði sitt annað landsliðsmark í öðrum landsleiknum. 10. janúar 2017 15:15
Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30