Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2017 15:17 Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. Vísir/Ernir Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan hálf þrjú Samkvæmt honum mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forsætis-, innanríkis- mennta-, iðnaðar og viðskipta- og utanríkisráðuneytið. Björt Framtíð mun sitja í heilbrigðis- og umhverfisráðuneytunum. Viðreisn verður svo með fjármálaráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytð og félagsmálráðherra innan velferðarráðuneytis á sinni könnu. Sáttmálinn er alls átta blaðsíður og í inngangi hans segir að jafnvægi og framsýni verði leiðarstef ríkisstjórnarinnar. Ísland eigi að vera eftirsóknarvert fyrir alla sem vilja taka þátt í að byggja upp íslenskt samfélag til framtíðar. „Treysta þarf samkeppnishæfni Íslands. Ríkisstjórnin mun stuðla að uppbyggingu á innviðum samfélagsins, samgöngum, heilbrigðis- og menntakerfi og kraftmiklu og samkeppnishæfu atvinnulífi fyrir íbúa um land allt. Forsenda þess að sótt verði fram í átt að bættum lífskjörum er að stöðugleiki ríki í efnahagsmálum þannig að landsins gæði og núverandi efnahagsbati komi næstu kynslóðum einnig til góða,” segir í sáttmálanum.Heilbrigðismál í forgang Þá segir einnig að heilbrigðismál verði sett í forgang. Stefnt verði að því að minnka greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu og að byggingu meðferðarkjarna við Hringbraut verði lokið árið 2023. Þá verði aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, meðal annars með sálfræðiþjónustu á heilsugæslu og í framhaldsskólum. Á blaðamannafundi í Gerðarsafni sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar verði að koma á jafnlaunavottun fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri. Þá segir einnig í sáttmálanum að hámarksfjárhæðir fæðingarorlofs verða hækkaðar í öruggum skrefum á kjörtímabilinu. Aflamarkaðskerfið verður, samkvæmt sáttmálanum, áfram grunnstoð sjávarútvegs á Íslandi en kannað verði hvaða kostir séu tækir, svo sem markaðstenging, sérstakt afkomutengt gjald eða aðrar leiðir, ti lað tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiða.Menntamál Þegar kemur að menntamálum er nefnt að tekið verði upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd og lánveitingar LÍN miðaðar við fulla framfærslu og hvatningu til námsframvindu og að hugað verði að félagslegu hlutverki sjóðsins. Háskólar á Íslandi verði studdir í að halda uppi gæðum og standst alþjóðlega samkeppni um leið og samvinna og samhæfing íslenskra háskóla- og vísindastofnana verður aukin. Endurskoða þurfi reiknilíkön skólakerfisins með tilliti til mismunandi kostnaðar og fjölbreytts nemendahóps. Þá verði unnið markvisst að því að tryggja börnum leikskóla- eða dagvistun þegar fæðingarorlofi sleppir með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga.Menningarmál Myndarlega verður stutt við rannsóknir og þróun og hlutverk samkeppnissjóða víkkað út til rannsókna á sviði skapandi greina Þá segir að endurskoða þurfi löggjöf í samræmi við þróun í tækni og tækjabúnaði til afritunar og dreifingar höfundaréttarvarins efnis. Þá muni ríkið færa útgáfu námsefnis í auknum mæli til sjálfstæðra útgefenda sem gegna mikilvægu menningarhlutverki með fjölbreyttri útgáfustarfsemiLöggæsla og útlendingamál Þá beri að efla getu lögreglu og ákæruvalds til að bregðast við kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum. Lögð verður áhersla á framkvæmd aðgerðaáætlunar um bætta verkferla vegna kynferðisbrota og lagt til við Alþingi að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðal þess sem kemur fram undir liðnum lög og regla í sáttmálanum segir að unnið skuli að uppbyggingu löggæslunnar og sérstaklega skal horft til aukins álags á landsvísu vegna fjölgunar ferðamanna og landamæraeftirlit styrkt. Um innflytjenda- og útlendingamál segir að vanda verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt sé að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Mannúðarsjónarmið skuli höfð að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, og afgreiðslutími styttur án þess að það bitni á vandaðri málsmeðferð.Efnahagsmál og stöðugleiki Aðhaldi í ríkisrekstri, sölu eigna sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins og niðurgreiðsli ríkisskulda er ætlað að styðja áfram við sterka stöðu í ríksifjármálum. Áhersla verði lögð á opið og gagnsætt söluferli eigna. Stöðugleikasjóður verður stofnaður til að halda utan um arð af orkuauðlindum og tryggja komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum. Sjóðurinn mun einnig geta verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið Ríkisstjórnin mun styðja sátt á vinnumarkaði meðal annars með stuðningi við SALEK og jöfnun kjara milli opinbera og almenna markaðarins. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan hálf þrjú Samkvæmt honum mun Sjálfstæðisflokkurinn fá forsætis-, innanríkis- mennta-, iðnaðar og viðskipta- og utanríkisráðuneytið. Björt Framtíð mun sitja í heilbrigðis- og umhverfisráðuneytunum. Viðreisn verður svo með fjármálaráðuneytið, sjávarútvegs- og landbúnarðarráðuneytð og félagsmálráðherra innan velferðarráðuneytis á sinni könnu. Sáttmálinn er alls átta blaðsíður og í inngangi hans segir að jafnvægi og framsýni verði leiðarstef ríkisstjórnarinnar. Ísland eigi að vera eftirsóknarvert fyrir alla sem vilja taka þátt í að byggja upp íslenskt samfélag til framtíðar. „Treysta þarf samkeppnishæfni Íslands. Ríkisstjórnin mun stuðla að uppbyggingu á innviðum samfélagsins, samgöngum, heilbrigðis- og menntakerfi og kraftmiklu og samkeppnishæfu atvinnulífi fyrir íbúa um land allt. Forsenda þess að sótt verði fram í átt að bættum lífskjörum er að stöðugleiki ríki í efnahagsmálum þannig að landsins gæði og núverandi efnahagsbati komi næstu kynslóðum einnig til góða,” segir í sáttmálanum.Heilbrigðismál í forgang Þá segir einnig að heilbrigðismál verði sett í forgang. Stefnt verði að því að minnka greiðsluþátttöku einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu og að byggingu meðferðarkjarna við Hringbraut verði lokið árið 2023. Þá verði aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu aukið, meðal annars með sálfræðiþjónustu á heilsugæslu og í framhaldsskólum. Á blaðamannafundi í Gerðarsafni sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar verði að koma á jafnlaunavottun fyrirtækja með 25 starfsmenn eða fleiri. Þá segir einnig í sáttmálanum að hámarksfjárhæðir fæðingarorlofs verða hækkaðar í öruggum skrefum á kjörtímabilinu. Aflamarkaðskerfið verður, samkvæmt sáttmálanum, áfram grunnstoð sjávarútvegs á Íslandi en kannað verði hvaða kostir séu tækir, svo sem markaðstenging, sérstakt afkomutengt gjald eða aðrar leiðir, ti lað tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiða.Menntamál Þegar kemur að menntamálum er nefnt að tekið verði upp námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd og lánveitingar LÍN miðaðar við fulla framfærslu og hvatningu til námsframvindu og að hugað verði að félagslegu hlutverki sjóðsins. Háskólar á Íslandi verði studdir í að halda uppi gæðum og standst alþjóðlega samkeppni um leið og samvinna og samhæfing íslenskra háskóla- og vísindastofnana verður aukin. Endurskoða þurfi reiknilíkön skólakerfisins með tilliti til mismunandi kostnaðar og fjölbreytts nemendahóps. Þá verði unnið markvisst að því að tryggja börnum leikskóla- eða dagvistun þegar fæðingarorlofi sleppir með sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga.Menningarmál Myndarlega verður stutt við rannsóknir og þróun og hlutverk samkeppnissjóða víkkað út til rannsókna á sviði skapandi greina Þá segir að endurskoða þurfi löggjöf í samræmi við þróun í tækni og tækjabúnaði til afritunar og dreifingar höfundaréttarvarins efnis. Þá muni ríkið færa útgáfu námsefnis í auknum mæli til sjálfstæðra útgefenda sem gegna mikilvægu menningarhlutverki með fjölbreyttri útgáfustarfsemiLöggæsla og útlendingamál Þá beri að efla getu lögreglu og ákæruvalds til að bregðast við kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum. Lögð verður áhersla á framkvæmd aðgerðaáætlunar um bætta verkferla vegna kynferðisbrota og lagt til við Alþingi að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðal þess sem kemur fram undir liðnum lög og regla í sáttmálanum segir að unnið skuli að uppbyggingu löggæslunnar og sérstaklega skal horft til aukins álags á landsvísu vegna fjölgunar ferðamanna og landamæraeftirlit styrkt. Um innflytjenda- og útlendingamál segir að vanda verði til reglubundinnar móttöku kvótaflóttafólks og stefnt sé að því að taka á móti fleiri flóttamönnum. Mannúðarsjónarmið skuli höfð að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna, og afgreiðslutími styttur án þess að það bitni á vandaðri málsmeðferð.Efnahagsmál og stöðugleiki Aðhaldi í ríkisrekstri, sölu eigna sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins og niðurgreiðsli ríkisskulda er ætlað að styðja áfram við sterka stöðu í ríksifjármálum. Áhersla verði lögð á opið og gagnsætt söluferli eigna. Stöðugleikasjóður verður stofnaður til að halda utan um arð af orkuauðlindum og tryggja komandi kynslóðum hlutdeild í ávinningi af sameiginlegum auðlindum. Sjóðurinn mun einnig geta verið sveiflujafnandi fyrir efnahagslífið Ríkisstjórnin mun styðja sátt á vinnumarkaði meðal annars með stuðningi við SALEK og jöfnun kjara milli opinbera og almenna markaðarins.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Nýr stjórnarsáttmáli: Samþykki Alþingis þarf fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Peningastefnan verður endurskoðuð í samræmi við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2012 og lögð verður fram þingsályktunartillaga fyrir lok þings um hvort kjósa eigi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýgerðum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 9. janúar 2017 21:30