Fresta opnun tilboða í Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2017 13:37 Séð að Dýrafjarðarbrú. Jarðgöngin verða grafin í gegnum fjallið handan brúar og yfir í Arnarfjörð. Mynd/Stöð 2. Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, til 24. janúar. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er þetta gert að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum. Dýrafjarðargöng eru stærsta verkefnið á þeirri samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti í haust, talin kosta yfir níu milljarða króna. Í fjárlagafrumvarpinu, sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í desember, var hins vegar ekki gert ráð fyrir jarðgöngunum en í meðförum Alþingis var bætt inn fjárveitingu til að unnt yrði að hefja verkið á þessu ári.Göngin verða grafin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.Grafík/Guðmundur Björnsson.Í frétt Stöðvar tvö fyrir tveimur mánuðum kom fram að stefnt væri að því að framkvæmdir hæfust um mitt þetta ár. Áætlað er að verkið taki um þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020. Göngin verða 5,6 kílómetra löng og stytta Vestfjarðaveg milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra. Göngunum er ætlað að leysa af veginn yfir Hrafnseyrarheiði, helsta farartálmann í vegi þess að hægt sé að aka allt árið milli byggða á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.Í forvali á evrópska efnahagssvæðinu voru sjö verktakasamsteypur metnar hæfar til að bjóða í verkið. Þær samanstanda af fyrirtækjum frá Íslandi, Danmörku,Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Ítalíu og Spáni. Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Dýrafjarðargöng færast nær fyrstu sprengingu Vegagerðin sendi bjóðendum útboðsgögn í dag og tilkynnti að tilboð verði opnuð 10. janúar. 11. nóvember 2016 21:15 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Opnun tilboða í Dýrafjarðargöng, sem fram átti að fara í dag, hefur verið frestað um tvær vikur, til 24. janúar. Að sögn Hreins Haraldssonar vegamálastjóra er þetta gert að ósk verktaka, sem töldu sig þurfa lengri tíma til að ganga frá tilboðum. Dýrafjarðargöng eru stærsta verkefnið á þeirri samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti í haust, talin kosta yfir níu milljarða króna. Í fjárlagafrumvarpinu, sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í desember, var hins vegar ekki gert ráð fyrir jarðgöngunum en í meðförum Alþingis var bætt inn fjárveitingu til að unnt yrði að hefja verkið á þessu ári.Göngin verða grafin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.Grafík/Guðmundur Björnsson.Í frétt Stöðvar tvö fyrir tveimur mánuðum kom fram að stefnt væri að því að framkvæmdir hæfust um mitt þetta ár. Áætlað er að verkið taki um þrjú ár og að göngin verði tilbúin sumarið 2020. Göngin verða 5,6 kílómetra löng og stytta Vestfjarðaveg milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra. Göngunum er ætlað að leysa af veginn yfir Hrafnseyrarheiði, helsta farartálmann í vegi þess að hægt sé að aka allt árið milli byggða á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum.Í forvali á evrópska efnahagssvæðinu voru sjö verktakasamsteypur metnar hæfar til að bjóða í verkið. Þær samanstanda af fyrirtækjum frá Íslandi, Danmörku,Tékklandi, Sviss, Noregi, Portúgal, Ítalíu og Spáni.
Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Dýrafjarðargöng færast nær fyrstu sprengingu Vegagerðin sendi bjóðendum útboðsgögn í dag og tilkynnti að tilboð verði opnuð 10. janúar. 11. nóvember 2016 21:15 Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Dýrafjarðargöng færast nær fyrstu sprengingu Vegagerðin sendi bjóðendum útboðsgögn í dag og tilkynnti að tilboð verði opnuð 10. janúar. 11. nóvember 2016 21:15
Dýrafjarðargöng komin í alþjóðlegt útboðsferli Vegamálastjóri reiknar með að framkvæmdir hefjist á næsta ári og að göngin verði tilbúin árið 2020. 11. maí 2016 20:15
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35
Þingmenn Norðvesturkjördæmis: Hvergi hnikað með útboð á Dýrafjarðargöngum Þingmenn kjördæmisins vilja að hvergi verði hnikað með fyrirhugað útboð. 7. desember 2016 17:45