Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 13:45 Theodór Elmar og Kristinn Jónsson í baráttunni í Kína. Vísir/Getty Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í úrslit Kínabikarsins, æfingmóts í Nanning í Kína, eftir sigur á heimamönnum, 2-0, í fyrsta leik mótsins í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það varamennirnir Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson sem skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleiknum. Heimir Hallgrímsson lét engan af sjö nýliðum íslenska hópsins á mótinu byrja heldur treysti reyndari mönnum sem kunna betur á kerfið. Fjórir nýliðar þreyttu aftur á móti frumraun sína sem varamenn í seinni hálfleik; Óttar Magnús Karlsson, Böðvar Böðvarsson, Albert Guðmundsson og Orri Sigurður Ómarsson. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska hjá strákunum okkar. Vináttulandsleikir hafa ekki verið sterkasta hlið landsliðsins og þannig var spilamennskan í fyrri hálfleik. Kínverjar voru miklu grimmari í návígum, héldu boltanum betur og áttu nokkra fína spilkafla. Á sama tíma gátu strákarnir okkar varla tengt saman tvær sendingar. Hannes Þór Halldórsson kom Íslandi til bjargar undir lok fyrri hálfleik þegar hann varði meistaralega í stöðunni einn á móti einum, en það var markverðinum að þakka að Ísland var ekki marki undir eftir fyrri hálfleikinn. Heimir gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun skárri. Íslenska liðið var undir í baráttunni nánast allan fyrri hálfleikinn með þá Björn Daníel Sverrisson og Guðlaug Victor Pálsson í stöðum Arons og Gylfa en þeir komust í mun betri takt í síðari hálfleik. Björn Daníel átti svo stóran þátt í fyrra marki íslenska liðsins. Hafnfirðingurinn fékk sendingu inn á teiginn á 64. mínútu og sneri meistaralega með boltann áður en hann lét skot vaða á markið. Markvörður Kínverja varði skotið en beint fyrir fætur varamannsins Kjartans Henrys Finnbogasonar sem renndi boltanum í netið aðeins fimm mínútur eftir að hann kom inn á. Frábær innkoma hjá þessum markheppni framherja. Eftir þetta var íslenska liðið betra og Kínverjarnir ógnuðu markinu ekki mikið. Aron Sigurðarson gulltryggði 2-0 sigur Íslands með skoti fyrir utan teig sem fór undir markvörðinn og í netið. Aron, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum í fyrra, skoraði nú í sínum öðrum landsleik. Tveir leikir - tvö mörk, ekki amalegt. Þrír fastamenn byrjunarliðsins; Hannes Þór og varnarmennirnir Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson, voru í heildina bestu menn íslenska liðsins en Guðlaugur Victor spilaði vel í seinni hálfleik og þá var Björn Bergmann duglegur í framlínunni. Innkoma Kjartans Henry og Arons hleypti svo lífi í spilamennsku strákanna okkar. Ísland spilar til úrslita í Kínabikarnum á sunnudaginn en þar mætir liðið annað hvort Króatíu eða Síle. Þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Fótbolti Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í úrslit Kínabikarsins, æfingmóts í Nanning í Kína, eftir sigur á heimamönnum, 2-0, í fyrsta leik mótsins í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það varamennirnir Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson sem skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleiknum. Heimir Hallgrímsson lét engan af sjö nýliðum íslenska hópsins á mótinu byrja heldur treysti reyndari mönnum sem kunna betur á kerfið. Fjórir nýliðar þreyttu aftur á móti frumraun sína sem varamenn í seinni hálfleik; Óttar Magnús Karlsson, Böðvar Böðvarsson, Albert Guðmundsson og Orri Sigurður Ómarsson. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska hjá strákunum okkar. Vináttulandsleikir hafa ekki verið sterkasta hlið landsliðsins og þannig var spilamennskan í fyrri hálfleik. Kínverjar voru miklu grimmari í návígum, héldu boltanum betur og áttu nokkra fína spilkafla. Á sama tíma gátu strákarnir okkar varla tengt saman tvær sendingar. Hannes Þór Halldórsson kom Íslandi til bjargar undir lok fyrri hálfleik þegar hann varði meistaralega í stöðunni einn á móti einum, en það var markverðinum að þakka að Ísland var ekki marki undir eftir fyrri hálfleikinn. Heimir gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun skárri. Íslenska liðið var undir í baráttunni nánast allan fyrri hálfleikinn með þá Björn Daníel Sverrisson og Guðlaug Victor Pálsson í stöðum Arons og Gylfa en þeir komust í mun betri takt í síðari hálfleik. Björn Daníel átti svo stóran þátt í fyrra marki íslenska liðsins. Hafnfirðingurinn fékk sendingu inn á teiginn á 64. mínútu og sneri meistaralega með boltann áður en hann lét skot vaða á markið. Markvörður Kínverja varði skotið en beint fyrir fætur varamannsins Kjartans Henrys Finnbogasonar sem renndi boltanum í netið aðeins fimm mínútur eftir að hann kom inn á. Frábær innkoma hjá þessum markheppni framherja. Eftir þetta var íslenska liðið betra og Kínverjarnir ógnuðu markinu ekki mikið. Aron Sigurðarson gulltryggði 2-0 sigur Íslands með skoti fyrir utan teig sem fór undir markvörðinn og í netið. Aron, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum í fyrra, skoraði nú í sínum öðrum landsleik. Tveir leikir - tvö mörk, ekki amalegt. Þrír fastamenn byrjunarliðsins; Hannes Þór og varnarmennirnir Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson, voru í heildina bestu menn íslenska liðsins en Guðlaugur Victor spilaði vel í seinni hálfleik og þá var Björn Bergmann duglegur í framlínunni. Innkoma Kjartans Henry og Arons hleypti svo lífi í spilamennsku strákanna okkar. Ísland spilar til úrslita í Kínabikarnum á sunnudaginn en þar mætir liðið annað hvort Króatíu eða Síle. Þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.
Fótbolti Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira