Guðni Bergsson myndi sem nýr formaður KSÍ leggja sitt á vogaskálirnar svo að Geir Þorsteinsson verði kjörinn í stjórn Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.
Þetta sagði hann í samtali við Morgunblaðið í dag en þar er hann í viðtali um fyrirhugaðan slag um formannsembættið í KSÍ.
Geir Þorsteinsson er fráfarandi formaður sambandsins en hann tilkynnti í síðustu viku að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Hann tilkynnti hins vegar fyrr í haust að hann væri í framboði til stjórnar FIFA sem fulltrúi Norðurlandanna.
„Ef stjórn KSÍ vill það og FIFA og UEFA gefa sitt leyfi á það þá er ég tilbúinn til þess,“ sagði Geir í síðustu viku aðspurður um hvort hann myndi halda framboði sínu áfram.
Sjá einnig: Geir: Ég er að valda mörgum vonbrigðum
Guðni er ekki mótfallinn því. „Mér finnst það eðlilegt og sjálfsagt og ekkert nema gott mál að Ísland og þar með Norðurlöndin eignuðust fulltrúa þar,“ sagði Guðni við Morgunblaðið.
Björn Einarsson hefur áður lýst því yfir að hann myndi vinna launlaust fyrir KSÍ, yrði hann kjörinn formaður. Sagði hann við Vísi að laun Geirs, sem væru há, væru umdeild innan hreyfingarinnar.
„Ég held að það sé eina eðlilega fyrirkomulagið [að formaður vinni launalaust]. Ég kem úr slíku umhverfi sjálfur og í atvinnulífinu er þetta fyrirkomulag sterkara. Þetta fyrirkomulag, sem hefur verið í KSÍ, er á undanhaldi,“ sagði Björn.
Sjá einnig: Björn: Laun Geirs umdeild innan knattspyrnuhreyfingarinnar
Guðni er ekki sammála þessu. „Ég tel að best sé að þetta verði áfram fullt starf, en Björn tlaar aftur á móti um að sinna þessu af áhugamennsku - launalaust,“ sagði Guðni við Morgunblaðið.
Vísar hann til þess að búast megi við að formaður KSÍ sé erlendis í 12-14 vikur á ári og að þar sem að tekjur KSÍ komi að langmestum hluta frá erlendum vettvangi þurfi að hlúa vel að hagsmunum KSÍ þar.
Guðni styður framboð Geirs í stjórn FIFA
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn




