Draumadagur Björgvins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2017 21:58 Efstu keppendur í karlaflokki. mynd/lyftingasamband íslands Talsverðar sviptingar urðu í karlakeppni Reykjavíkurleikanna í Ólympískum lyftingum í dag. Keppt var í svokallaðri Sinclair stigakeppni þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd sem þeir lyfta reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Björgvin Karl Guðmundsson (Hengli) stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammistöðu þar sem hann setti fimm Íslandsmet. Í snörun dró Björgvin vagninn fyrir íslensku keppendurna en hann var í harðri keppni við hin finnska Jere Johansson eftir að lyftingamaður ársins 2016 Andri Gunnarsson (LFG) þurfti að hætta við keppni að sökum flensu. Björgvin snaraði 115 kg, 120 kg og loks 128 kg sem er nýtt Íslandsmet. Sá finnski snaraði 117 kg, 121 kg og 124 kg en hann mældist fjórum kg léttari en Björgvin og því var mjótt á munum í stigakeppninni. Einar Ingi Jónsson (LFR), næst stigahæsti íslenski lyftingamaðurinn, fór illa að ráði sínu og datt úr lek í snörun þegar hann klikkaði þrisvar sinnum á opnunarþyngdinni (110 kg). Svíinn Stefan Ågren lyfti 151 kg í fyrstu tilraun í -105 kg flokki en klikkaði síðan tvisvar sinnum á 157 kg. Það dugði honum þó til að leiða keppnina að snörun lokinni. Daníel Róbertsson (Ármanni) átti góðan dag og bætti sig um sjö kg þegar hann snaraði 120 kg en hann mælfist um 80 kg, tæpu kg léttari en Finninn Jere. Í jafnhendingunni byrjaði Björgvin á að lyfta 140 kg og Finninn 145 kg. Því næst lyfti Björgvin 151 kg og bætti Íslandsmet sitt um eitt kg. Jere Johansson lyfti þá 153 kg og var komin í forskot og Björgvin þurfti því að lyfta 157 kg til að hafa betur gegn Jere sem hann og gerði. Svíinn Agren var síðastur til að hefja keppni og opnaði með 192 kg en hann hafði stefnt að því að lyfta 201 kg sem hefði verið nýtt sænskt met í þeim þyngdarflokki. 192 kg reyndust of þung opnun fyrir Svíann sem féll úr leik eftir þrjár tilraunir. Björgvin stóð því uppi sem sigurvegari og var vel að því kominn eftir að hafa sett fimm Íslandsmet og klárað allar sínar lyftur.Úrslit dagsins: 1. Björgvin Karl Guðmundsson (Lyftingafélagið Hengill) – Líkamsþyngd: 84,65 kg Snörun: 128 kg – Jafnhending: 157 kg – Samanlagður árangur: 285 kg – Sinclair: 341,3 stig 2. Jere Johansson (Finnland) – Líkamsþyngd: 81,10 kg Snörun: 124 kg – Jafnhendingu: 153 kg – Samanlagður árangur: 277 kg – Sinclair: 339,1 stig 3. Daníel Róbertsson (Ármann) – Líkamsþyngd: 79,95 Snörun: 120 kg – Jafnhending: 135 kg – Samanlagður árangur: 255 kg – Sinclair: 314,5 stig Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Sjá meira
Talsverðar sviptingar urðu í karlakeppni Reykjavíkurleikanna í Ólympískum lyftingum í dag. Keppt var í svokallaðri Sinclair stigakeppni þar sem líkamsþyngd keppenda og heildarþyngd sem þeir lyfta reiknast upp í ákveðinn stigafjölda. Björgvin Karl Guðmundsson (Hengli) stóð uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammistöðu þar sem hann setti fimm Íslandsmet. Í snörun dró Björgvin vagninn fyrir íslensku keppendurna en hann var í harðri keppni við hin finnska Jere Johansson eftir að lyftingamaður ársins 2016 Andri Gunnarsson (LFG) þurfti að hætta við keppni að sökum flensu. Björgvin snaraði 115 kg, 120 kg og loks 128 kg sem er nýtt Íslandsmet. Sá finnski snaraði 117 kg, 121 kg og 124 kg en hann mældist fjórum kg léttari en Björgvin og því var mjótt á munum í stigakeppninni. Einar Ingi Jónsson (LFR), næst stigahæsti íslenski lyftingamaðurinn, fór illa að ráði sínu og datt úr lek í snörun þegar hann klikkaði þrisvar sinnum á opnunarþyngdinni (110 kg). Svíinn Stefan Ågren lyfti 151 kg í fyrstu tilraun í -105 kg flokki en klikkaði síðan tvisvar sinnum á 157 kg. Það dugði honum þó til að leiða keppnina að snörun lokinni. Daníel Róbertsson (Ármanni) átti góðan dag og bætti sig um sjö kg þegar hann snaraði 120 kg en hann mælfist um 80 kg, tæpu kg léttari en Finninn Jere. Í jafnhendingunni byrjaði Björgvin á að lyfta 140 kg og Finninn 145 kg. Því næst lyfti Björgvin 151 kg og bætti Íslandsmet sitt um eitt kg. Jere Johansson lyfti þá 153 kg og var komin í forskot og Björgvin þurfti því að lyfta 157 kg til að hafa betur gegn Jere sem hann og gerði. Svíinn Agren var síðastur til að hefja keppni og opnaði með 192 kg en hann hafði stefnt að því að lyfta 201 kg sem hefði verið nýtt sænskt met í þeim þyngdarflokki. 192 kg reyndust of þung opnun fyrir Svíann sem féll úr leik eftir þrjár tilraunir. Björgvin stóð því uppi sem sigurvegari og var vel að því kominn eftir að hafa sett fimm Íslandsmet og klárað allar sínar lyftur.Úrslit dagsins: 1. Björgvin Karl Guðmundsson (Lyftingafélagið Hengill) – Líkamsþyngd: 84,65 kg Snörun: 128 kg – Jafnhending: 157 kg – Samanlagður árangur: 285 kg – Sinclair: 341,3 stig 2. Jere Johansson (Finnland) – Líkamsþyngd: 81,10 kg Snörun: 124 kg – Jafnhendingu: 153 kg – Samanlagður árangur: 277 kg – Sinclair: 339,1 stig 3. Daníel Róbertsson (Ármann) – Líkamsþyngd: 79,95 Snörun: 120 kg – Jafnhending: 135 kg – Samanlagður árangur: 255 kg – Sinclair: 314,5 stig
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Van Gerwen lætur „vesalingana“ sem hann spilar við heyra það Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Sjá meira
Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. 29. janúar 2017 17:03