Níu Íslandsmet í Ólympískum lyftingum kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2017 17:03 Þrjár efstu í kvennaflokki. mynd/lyftingasamband íslands Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var stigahæst allra keppenda og náði þeim frábæra árangri að lyfta fyrst íslenskra kvenna yfir 200 kg í samanlögðum árangri. Í fyrri keppnisgreininni, snörun, byrjaði Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) á því að setja nýtt íslandsmet í -53 kg flokki kvenna með því að bæta eigið met um eitt kg í þriðju tilraun, 66 kg. Katla Björk Ketilsdóttir bætti síðan eigin unglingamet, bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri, í -63 kg flokki þegar hún lyfti 70 kg og bætti eigin met um tvö kg. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 23 ára og yngri þegar hún lyfti 75 kg í snörun og átti síðan tvær góðar tilraunir á 80 kg sem hún náði þó ekki í dag. Síðast en ekki síst setti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir glæsilegt íslandsmet í -69 kg flokki þegar hún bætti met Annie Mistar Þórisdóttur um þrjú kg þegar hún lyfti 91 kg í þriðju tilraun. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingakona ársins 2016, lyfti 80 kg í snörun og hin finnska Jenni Puputti 82 kg. Í seinni keppnisgreininni, jafnhendingu, þá byrjaði Birna Blöndal aftur á því að setja met í -53 kg flokki kvenna með því að lyfta 75 kg, 77 kg og 80 kg. Með þessum lyftum þríbætti hún einnig Íslandsmetið í samanlögðum árangri í -53 kg flokki. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 100kg í -63 kg flokki 23 ára og yngri. Hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 106 kg, sem er nýtt íslandsmet í fullorðinsflokki, og lyfti því í síðustu tilraun en fékk lyftuna dæmda ógilda af kviðdóm. Þuríður Erla lyfti 103 kg í annarri tilraun og reyndi einnig við 106 kg og nýtt íslandsmet og það munaði sáralitlu að hún næði að klára lyftuna. Ragnheiður Sara nýtti sér þetta og fór upp með 110 kg í lokatilrauninni og bætti þar með Íslandsmet Annie Mistar um tvö kg. Hún varð þar með fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg í samanlögðum árangri, 201 kg.Þrjár efstu í stigakeppninni kvenna urðu: 1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN), Líkamsþyngd: 68,90 kg Snörun: 91 kg – Jafnhending: 110kg – Samanlagt: 201 kg – Sinclair: 252,4 stig 2. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann), Líkamsþyngd: 60,40 kg Snörun: 80 kg – Jafnhending: 103 kg – Samanlagt: 183 kg – Sinclair: 250,3 stig 3. Jenni Puputti (Finland), Líkamsþyngd: 59,70 kg Snörun: 82 kg – Jafnhending: 93 kg – Samanlagt: 175 kg – Sinclair: 241,3 stig Aðrar íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira
Keppni í Ólympískum lyftingum kvenna á Reykjavíkurleikunum fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Níu Íslandsmet voru sett í fullorðinsflokkum og fimm í unglingaflokkum en keppt var bæði í snörun og jafnhendingu. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir var stigahæst allra keppenda og náði þeim frábæra árangri að lyfta fyrst íslenskra kvenna yfir 200 kg í samanlögðum árangri. Í fyrri keppnisgreininni, snörun, byrjaði Birna Blöndal Sveinsdóttir (KFA) á því að setja nýtt íslandsmet í -53 kg flokki kvenna með því að bæta eigið met um eitt kg í þriðju tilraun, 66 kg. Katla Björk Ketilsdóttir bætti síðan eigin unglingamet, bæði 17 ára og yngri og 20 ára og yngri, í -63 kg flokki þegar hún lyfti 70 kg og bætti eigin met um tvö kg. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 23 ára og yngri þegar hún lyfti 75 kg í snörun og átti síðan tvær góðar tilraunir á 80 kg sem hún náði þó ekki í dag. Síðast en ekki síst setti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir glæsilegt íslandsmet í -69 kg flokki þegar hún bætti met Annie Mistar Þórisdóttur um þrjú kg þegar hún lyfti 91 kg í þriðju tilraun. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingakona ársins 2016, lyfti 80 kg í snörun og hin finnska Jenni Puputti 82 kg. Í seinni keppnisgreininni, jafnhendingu, þá byrjaði Birna Blöndal aftur á því að setja met í -53 kg flokki kvenna með því að lyfta 75 kg, 77 kg og 80 kg. Með þessum lyftum þríbætti hún einnig Íslandsmetið í samanlögðum árangri í -53 kg flokki. Sólveig Sigurðardóttir opnaði á nýju Íslandsmeti 100kg í -63 kg flokki 23 ára og yngri. Hún reyndi síðan tvisvar sinnum við 106 kg, sem er nýtt íslandsmet í fullorðinsflokki, og lyfti því í síðustu tilraun en fékk lyftuna dæmda ógilda af kviðdóm. Þuríður Erla lyfti 103 kg í annarri tilraun og reyndi einnig við 106 kg og nýtt íslandsmet og það munaði sáralitlu að hún næði að klára lyftuna. Ragnheiður Sara nýtti sér þetta og fór upp með 110 kg í lokatilrauninni og bætti þar með Íslandsmet Annie Mistar um tvö kg. Hún varð þar með fyrsta íslenska konan til að lyfta yfir 200 kg í samanlögðum árangri, 201 kg.Þrjár efstu í stigakeppninni kvenna urðu: 1. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (UMFN), Líkamsþyngd: 68,90 kg Snörun: 91 kg – Jafnhending: 110kg – Samanlagt: 201 kg – Sinclair: 252,4 stig 2. Þuríður Erla Helgadóttir (Ármann), Líkamsþyngd: 60,40 kg Snörun: 80 kg – Jafnhending: 103 kg – Samanlagt: 183 kg – Sinclair: 250,3 stig 3. Jenni Puputti (Finland), Líkamsþyngd: 59,70 kg Snörun: 82 kg – Jafnhending: 93 kg – Samanlagt: 175 kg – Sinclair: 241,3 stig
Aðrar íþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Sjá meira