Guðlaugur Þór um tilskipun Trump: „Munum standa með okkar þegnum“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2017 14:09 Guðlaugur Þór Þórðarson og Donald Trump. Vísir/Ernir/EPA Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að baráttan gegn hryðjuverkum verði erfiðari og að það geri illt verra ef fólki er mismunað eftir trúarbrögðum eða kynþætti. Þetta kemur fram í Facebook færslu ráðherrans. Með þessum orðum er ljóst að Guðlaugur er að gagnrýna tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem undirrituð var í gær og kveður á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi.Ríkisstjórinn í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna hefur gagnrýnt ákvörðunina harðlega eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Í samtali við Vísi segir Guðlaugur að tilefni færslunnar séu áhyggjur af umræddri fyrirskipun Trump. „Það er forgangsmál að berjast gegn hryðjuverkum, en mismunun byggð á trúarbrögðum og kynþáttum hjálpar ekki málstaðnum.“ Guðlaugur bendir á að í þeim löndum sem tekin hafi verið fyrir í fyrirskipun Trumps, búi mismunandi fólk með mismunandi trúarbrögð. Það veki sérstaka athygli að á þessum lista séu ekki ríki sem sýnt hefur verið fram á að flestir hryðjuverkamenn komi frá, líkt og Sádí-Arabía. Því sé um augljósa mismunun að ræða. Guðlaugur segir jafnframt að fyrirskipunin brjóti í bága við íslensk gildi. „Við munum standa fast á þeim gildum sem við stöndum fyrir og munum halda því áfram," segir Guðlaugur sem segir að sér finnist sjálfsagt að fjalla um málið í utanríkismálanefnd eins og óskað hefur verið eftir. Að sögn Guðlaugs voru stjórnarskiptin vestra nýlega rædd á fundum hans með utanríkisráðherrum norðurlandanna. Hann segir að ráðherrarnir bíði þess að stefna bandarískra stjórnvalda skýrist í mörgum málaflokkum. Það sé þó gott að afstaða Bandaríkjamanna til NATO sé óbreytt í grundvallaratriðum. Þá hefur Guðlaugur einnig áhyggjur af fyrirskipunum Trump er varða fóstureyðingar, en nýlega skrifaði forsetinn undir tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar.Munum standa með okkar þegnumBreska forsætisráðuneytið hefur gefið út að bresk stjórnvöld muni standa með breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins, en sem dæmi má nefna að þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi sem upprunalega er frá Írak, má ekki ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði, á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Guðlaugur segir að íslenskir ríkisborgarar, sem upprunir eru frá einhverjum þessara landa, muni hljóta fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns. „Ef eitthvað slíkt kemur upp, þá munum við standa með okkar þegnum, það er alveg klippt og skorið,“ en að sögn Guðlaugs hafa slík mál ekki komið upp enn sem komið er. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var tvístígandi í gagnrýni á Trump, en gagnrýndi það þó að lokum. 29. janúar 2017 10:17 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að baráttan gegn hryðjuverkum verði erfiðari og að það geri illt verra ef fólki er mismunað eftir trúarbrögðum eða kynþætti. Þetta kemur fram í Facebook færslu ráðherrans. Með þessum orðum er ljóst að Guðlaugur er að gagnrýna tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem undirrituð var í gær og kveður á um að einstaklingar frá Írak, Íran, Libíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen hljóti ekki inngöngu í Bandaríkin næstu þrjá mánuði, jafnvel þó þeir hafi svokallað græna kort, sem er ótímabundið dvalar- og landvistarleyfi.Ríkisstjórinn í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna hefur gagnrýnt ákvörðunina harðlega eins og sjá má í myndbandinu að neðan.Í samtali við Vísi segir Guðlaugur að tilefni færslunnar séu áhyggjur af umræddri fyrirskipun Trump. „Það er forgangsmál að berjast gegn hryðjuverkum, en mismunun byggð á trúarbrögðum og kynþáttum hjálpar ekki málstaðnum.“ Guðlaugur bendir á að í þeim löndum sem tekin hafi verið fyrir í fyrirskipun Trumps, búi mismunandi fólk með mismunandi trúarbrögð. Það veki sérstaka athygli að á þessum lista séu ekki ríki sem sýnt hefur verið fram á að flestir hryðjuverkamenn komi frá, líkt og Sádí-Arabía. Því sé um augljósa mismunun að ræða. Guðlaugur segir jafnframt að fyrirskipunin brjóti í bága við íslensk gildi. „Við munum standa fast á þeim gildum sem við stöndum fyrir og munum halda því áfram," segir Guðlaugur sem segir að sér finnist sjálfsagt að fjalla um málið í utanríkismálanefnd eins og óskað hefur verið eftir. Að sögn Guðlaugs voru stjórnarskiptin vestra nýlega rædd á fundum hans með utanríkisráðherrum norðurlandanna. Hann segir að ráðherrarnir bíði þess að stefna bandarískra stjórnvalda skýrist í mörgum málaflokkum. Það sé þó gott að afstaða Bandaríkjamanna til NATO sé óbreytt í grundvallaratriðum. Þá hefur Guðlaugur einnig áhyggjur af fyrirskipunum Trump er varða fóstureyðingar, en nýlega skrifaði forsetinn undir tilskipun sem kemur í veg fyrir að fjármagn frá alríkisstjórninni þar í landi fari til alþjóðlegra hópa, sem framkvæma eða styðja með einhverjum hætti fóstureyðingar.Munum standa með okkar þegnumBreska forsætisráðuneytið hefur gefið út að bresk stjórnvöld muni standa með breskum ríkisborgurum sem kunna að verða fyrir áhrifum vegna bannsins, en sem dæmi má nefna að þingmaður Íhaldsflokksins, Nadhim Zahawi sem upprunalega er frá Írak, má ekki ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjá mánuði, á meðan fyrirskipun Trump er í gildi. Guðlaugur segir að íslenskir ríkisborgarar, sem upprunir eru frá einhverjum þessara landa, muni hljóta fullan stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar komi til þess að þeim verði meinuð innganga í Bandaríkin á grundvelli uppruna síns. „Ef eitthvað slíkt kemur upp, þá munum við standa með okkar þegnum, það er alveg klippt og skorið,“ en að sögn Guðlaugs hafa slík mál ekki komið upp enn sem komið er.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21 Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37 Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var tvístígandi í gagnrýni á Trump, en gagnrýndi það þó að lokum. 29. janúar 2017 10:17 Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51 Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26 Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna Tilskipun sem forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær nær einnig til flóttafólks og handhafa græna kortsins. 28. janúar 2017 20:21
Dómari greip inn í tilskipun Trump Kom í veg fyrir að hægt væri að vísa fólki á brott um tíma. 29. janúar 2017 08:37
Theresa May styður ekki „múslímabann“ Trump Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var tvístígandi í gagnrýni á Trump, en gagnrýndi það þó að lokum. 29. janúar 2017 10:17
Ringulreið á flugvöllum vegna múslimabanns Trumps: Fólk kemst ekki heim til sín Fjölmörg dæmi er um að fólk sem er við nám eða vinnu í Bandaríkjunum komist ekki aftur þangað. Sumir eru í haldi á bandarískum flugvöllum. 28. janúar 2017 21:51
Justin Trudeau við flóttamenn: „Verið velkomin til Kanada“ Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tekur afstöðu gegn fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að meina flóttamönnum að koma til landsins og segir þá velkomna til Kanada. 29. janúar 2017 09:26
Óska eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis vegna Trump Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkonur Vinstri grænna í utanríkismálanefnd Alþingis hafa óskað eftir því að nefndin fundi hið fyrsta með utanríkisráðherra til að ræða viðbrögð við fyrirskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna fólki frá sjö löndum að ferðast til Bandaríkjanna. 29. janúar 2017 11:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?