Manor-liðið í Formúlu 1 er gjaldþrota Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. janúar 2017 17:30 Esteban Ocon í Manor bílnum í Abú Dabí sem var síðasti kappakstur liðsins. Vísir/GEtty Starfsfólk Manor liðsins í Formúlu 1 var sent heim í dag. Enginn kaupandi fannst en liðið var komið í skiptameðferð. Liðið er komið í gjaldþrotameðferð. Næstum allir 212 starfsmenn liðsins í Banbury á Englandi voru sendir heim í dag. Einungis örfáir starfsmenn voru áfram við vinnu í dag en þeir verða líklega sendir heim á þriðjudag í næstu viku, samkvæmt heimildum Sky Sports. Áhugasamur hópur fjárfesta var í viðræðum við skiptastjóra Manor en samningar tókust ekki. „Það er afar leiðinlegt að liðið þurfi að loka,“ sagði Geoff Rowley, skiptastjóri hjá fyrirtækinu sem sér um skipti Manor. „Manor er stórt nafn í breksum kappakstri og liðið hefur áorkað miklu á síðustu tveimur árum og nýir eigendur kveiktu nýjan neista.“ „Það er fjárfrekt að reka F1 lið á þeim staðli sem mótaröðin gerir kröfur um,“ bætti Rowley við. Heimildir Sky Sports herma að Manor hefði þurft 500.000 punda fjárfestingu til að komast í gegnum æfingarnar fyrir tímabilið sem hefjast í lok febrúar. Manor var upprunalega sett á laggirnar undir Virgin nafninu árið 2010 þegar þrjú lið komu inn í Formúlu 1. Þau komu öll inn undir því yfirskyni að þak yrði sett á eyðslu liðanna. Ekkert slíkt hefur enn verið kynnt til sögunnar. Formúla Tengdar fréttir Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30 FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Valtteri Bottas kynntur sem ökumaður Mercedes Mercedes hefur staðfest að Valtteri Bottas mun aka Formúlu 1 bíl liðsins á komandi tímabili. Bottas verður þar með liðsfélagi þrefalda heimsmeistarans Lewis Hamilton. 16. janúar 2017 23:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Starfsfólk Manor liðsins í Formúlu 1 var sent heim í dag. Enginn kaupandi fannst en liðið var komið í skiptameðferð. Liðið er komið í gjaldþrotameðferð. Næstum allir 212 starfsmenn liðsins í Banbury á Englandi voru sendir heim í dag. Einungis örfáir starfsmenn voru áfram við vinnu í dag en þeir verða líklega sendir heim á þriðjudag í næstu viku, samkvæmt heimildum Sky Sports. Áhugasamur hópur fjárfesta var í viðræðum við skiptastjóra Manor en samningar tókust ekki. „Það er afar leiðinlegt að liðið þurfi að loka,“ sagði Geoff Rowley, skiptastjóri hjá fyrirtækinu sem sér um skipti Manor. „Manor er stórt nafn í breksum kappakstri og liðið hefur áorkað miklu á síðustu tveimur árum og nýir eigendur kveiktu nýjan neista.“ „Það er fjárfrekt að reka F1 lið á þeim staðli sem mótaröðin gerir kröfur um,“ bætti Rowley við. Heimildir Sky Sports herma að Manor hefði þurft 500.000 punda fjárfestingu til að komast í gegnum æfingarnar fyrir tímabilið sem hefjast í lok febrúar. Manor var upprunalega sett á laggirnar undir Virgin nafninu árið 2010 þegar þrjú lið komu inn í Formúlu 1. Þau komu öll inn undir því yfirskyni að þak yrði sett á eyðslu liðanna. Ekkert slíkt hefur enn verið kynnt til sögunnar.
Formúla Tengdar fréttir Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30 FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Valtteri Bottas kynntur sem ökumaður Mercedes Mercedes hefur staðfest að Valtteri Bottas mun aka Formúlu 1 bíl liðsins á komandi tímabili. Bottas verður þar með liðsfélagi þrefalda heimsmeistarans Lewis Hamilton. 16. janúar 2017 23:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30
FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30
Valtteri Bottas kynntur sem ökumaður Mercedes Mercedes hefur staðfest að Valtteri Bottas mun aka Formúlu 1 bíl liðsins á komandi tímabili. Bottas verður þar með liðsfélagi þrefalda heimsmeistarans Lewis Hamilton. 16. janúar 2017 23:30