Alls ekki gengið út frá manndrápi af gáleysi í rannsókn lögreglu Snærós Sindradóttir skrifar 27. janúar 2017 07:00 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir gengið út frá því að Birnu Brjánsdóttur hafi verið banað af ásetningi. vísir/anton brink Lögreglan gengur ekki út frá því að morðið á Birnu Brjánsdóttur geti hafa verið manndráp af gáleysi. Nokkur umræða hefur spunnist um fréttir þess efnis að lögregla útiloki ekki að um gáleysisbrot sé að ræða. Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókn málsins, segir að honum sé að vissu leyti um að kenna að umræða um mögulegt gáleysisbrot hafi átt sér stað. Haft hafi verið eftir honum að ekkert væri útilokað um það. Grímur segir að lögreglan rannsaki að sjálfsögðu ásetningsstig manndrápsins. Hann tekur þó fram að lögreglan gangi alls ekki út frá því, eins og staðan er núna, að um manndráp af gáleysi sé að ræða. Ekkert í málinu sé þó útilokað fyrr en rannsókn þess sé lokið. Lögreglan hélt áfram að fara yfir rannsóknargögn í gær en lét vera að yfirheyra sakborningana tvo sem sitja í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að bana Birnu. Í dag eru sex dagar eftir af gæsluvarðhaldinu en lögreglan hefur tækifæri til að fara fram á framlengingu gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að því loknu. Engar játningar liggja fyrir í málinu enn sem komið er en lögregla segir fullvíst að Birna hafi verið farþegi í bílnum sem mennirnir höfðu til umráða og telur að henni hafi verið ráðinn bani í bílnum. Blóðsýni úr Birnu bendi eindregið til þess.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan gengur ekki út frá því að morðið á Birnu Brjánsdóttur geti hafa verið manndráp af gáleysi. Nokkur umræða hefur spunnist um fréttir þess efnis að lögregla útiloki ekki að um gáleysisbrot sé að ræða. Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókn málsins, segir að honum sé að vissu leyti um að kenna að umræða um mögulegt gáleysisbrot hafi átt sér stað. Haft hafi verið eftir honum að ekkert væri útilokað um það. Grímur segir að lögreglan rannsaki að sjálfsögðu ásetningsstig manndrápsins. Hann tekur þó fram að lögreglan gangi alls ekki út frá því, eins og staðan er núna, að um manndráp af gáleysi sé að ræða. Ekkert í málinu sé þó útilokað fyrr en rannsókn þess sé lokið. Lögreglan hélt áfram að fara yfir rannsóknargögn í gær en lét vera að yfirheyra sakborningana tvo sem sitja í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að bana Birnu. Í dag eru sex dagar eftir af gæsluvarðhaldinu en lögreglan hefur tækifæri til að fara fram á framlengingu gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að því loknu. Engar játningar liggja fyrir í málinu enn sem komið er en lögregla segir fullvíst að Birna hafi verið farþegi í bílnum sem mennirnir höfðu til umráða og telur að henni hafi verið ráðinn bani í bílnum. Blóðsýni úr Birnu bendi eindregið til þess.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira