Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 09:48 Ivan Ivkovic er mættur til Hauka. mynd/haukar Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta eru búnir að semja við króatísku skyttuna Ivan Ivokovic til sumars 2019 en hann hefur leik með liðinu þegar deildin fer aftur af stað í byrjun næsta mánaðar.Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka en meistaranir þurftu að finna sér góðan leikmann í stað leikstjórnandans Janusar Daða Smárasonar sem samdi við Álaborg fyrir HM í Frakklandi en hann klárar ekki tímabilið hér heima heldur hefur leik í dönsku úrvalsdeildinni í febrúar. Janus Daði er búinn að vera besti leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin misseri en með hann við stjórnvölinn á vellinum er liðið búið að lyfta Íslandsmeistarabikarnum undanfarin tvö tímabil. Ivkovic er allt öðruvísi leikmaður en Janus Daði en hann er örvhent skytta sem er enginn smá smíði. Þessi ungi Króati er 207 cm hár og 115 kíló. Alvöru stykki. Fram kemur á heimasíðu Hauka að hann hefur spilað með unglingalandsliðinum Króatíu og einnig með liðum eins og Zagreb, Karvina, Tatran Presov og nú síðast Maribor í Slóveníu. Haukarnir eru ekki að tjalda til einnar nætur því í sumar eiga þeir von á landsliðsmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni og línumanninum Pétri Pálssyni. Lærisveinar Gunnars Magnússonar eru í öðru sæti Olís-deildarinnar eftir 16 umferðir af 27 en eftir skelfilega byrjun á mótinu er liðið búið að vinna níu leiki í röð og er tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Króatíski tröllkarlinn verður væntanlega frumsýndur þegar Haukar mæta Stjörnunni í Schenker-höllinni fimmtudaginn 2. febrúar.Ivan Ivkovic er stór strákur.mynd/haukar Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta eru búnir að semja við króatísku skyttuna Ivan Ivokovic til sumars 2019 en hann hefur leik með liðinu þegar deildin fer aftur af stað í byrjun næsta mánaðar.Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka en meistaranir þurftu að finna sér góðan leikmann í stað leikstjórnandans Janusar Daða Smárasonar sem samdi við Álaborg fyrir HM í Frakklandi en hann klárar ekki tímabilið hér heima heldur hefur leik í dönsku úrvalsdeildinni í febrúar. Janus Daði er búinn að vera besti leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin misseri en með hann við stjórnvölinn á vellinum er liðið búið að lyfta Íslandsmeistarabikarnum undanfarin tvö tímabil. Ivkovic er allt öðruvísi leikmaður en Janus Daði en hann er örvhent skytta sem er enginn smá smíði. Þessi ungi Króati er 207 cm hár og 115 kíló. Alvöru stykki. Fram kemur á heimasíðu Hauka að hann hefur spilað með unglingalandsliðinum Króatíu og einnig með liðum eins og Zagreb, Karvina, Tatran Presov og nú síðast Maribor í Slóveníu. Haukarnir eru ekki að tjalda til einnar nætur því í sumar eiga þeir von á landsliðsmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni og línumanninum Pétri Pálssyni. Lærisveinar Gunnars Magnússonar eru í öðru sæti Olís-deildarinnar eftir 16 umferðir af 27 en eftir skelfilega byrjun á mótinu er liðið búið að vinna níu leiki í röð og er tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Króatíski tröllkarlinn verður væntanlega frumsýndur þegar Haukar mæta Stjörnunni í Schenker-höllinni fimmtudaginn 2. febrúar.Ivan Ivkovic er stór strákur.mynd/haukar
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Sjá meira