Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2017 09:48 Ivan Ivkovic er mættur til Hauka. mynd/haukar Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta eru búnir að semja við króatísku skyttuna Ivan Ivokovic til sumars 2019 en hann hefur leik með liðinu þegar deildin fer aftur af stað í byrjun næsta mánaðar.Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka en meistaranir þurftu að finna sér góðan leikmann í stað leikstjórnandans Janusar Daða Smárasonar sem samdi við Álaborg fyrir HM í Frakklandi en hann klárar ekki tímabilið hér heima heldur hefur leik í dönsku úrvalsdeildinni í febrúar. Janus Daði er búinn að vera besti leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin misseri en með hann við stjórnvölinn á vellinum er liðið búið að lyfta Íslandsmeistarabikarnum undanfarin tvö tímabil. Ivkovic er allt öðruvísi leikmaður en Janus Daði en hann er örvhent skytta sem er enginn smá smíði. Þessi ungi Króati er 207 cm hár og 115 kíló. Alvöru stykki. Fram kemur á heimasíðu Hauka að hann hefur spilað með unglingalandsliðinum Króatíu og einnig með liðum eins og Zagreb, Karvina, Tatran Presov og nú síðast Maribor í Slóveníu. Haukarnir eru ekki að tjalda til einnar nætur því í sumar eiga þeir von á landsliðsmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni og línumanninum Pétri Pálssyni. Lærisveinar Gunnars Magnússonar eru í öðru sæti Olís-deildarinnar eftir 16 umferðir af 27 en eftir skelfilega byrjun á mótinu er liðið búið að vinna níu leiki í röð og er tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Króatíski tröllkarlinn verður væntanlega frumsýndur þegar Haukar mæta Stjörnunni í Schenker-höllinni fimmtudaginn 2. febrúar.Ivan Ivkovic er stór strákur.mynd/haukar Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta eru búnir að semja við króatísku skyttuna Ivan Ivokovic til sumars 2019 en hann hefur leik með liðinu þegar deildin fer aftur af stað í byrjun næsta mánaðar.Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka en meistaranir þurftu að finna sér góðan leikmann í stað leikstjórnandans Janusar Daða Smárasonar sem samdi við Álaborg fyrir HM í Frakklandi en hann klárar ekki tímabilið hér heima heldur hefur leik í dönsku úrvalsdeildinni í febrúar. Janus Daði er búinn að vera besti leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin misseri en með hann við stjórnvölinn á vellinum er liðið búið að lyfta Íslandsmeistarabikarnum undanfarin tvö tímabil. Ivkovic er allt öðruvísi leikmaður en Janus Daði en hann er örvhent skytta sem er enginn smá smíði. Þessi ungi Króati er 207 cm hár og 115 kíló. Alvöru stykki. Fram kemur á heimasíðu Hauka að hann hefur spilað með unglingalandsliðinum Króatíu og einnig með liðum eins og Zagreb, Karvina, Tatran Presov og nú síðast Maribor í Slóveníu. Haukarnir eru ekki að tjalda til einnar nætur því í sumar eiga þeir von á landsliðsmarkverðinum Björgvini Páli Gústavssyni og línumanninum Pétri Pálssyni. Lærisveinar Gunnars Magnússonar eru í öðru sæti Olís-deildarinnar eftir 16 umferðir af 27 en eftir skelfilega byrjun á mótinu er liðið búið að vinna níu leiki í röð og er tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Króatíski tröllkarlinn verður væntanlega frumsýndur þegar Haukar mæta Stjörnunni í Schenker-höllinni fimmtudaginn 2. febrúar.Ivan Ivkovic er stór strákur.mynd/haukar
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira