Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2017 07:50 Guðni ávarpar gesti hátíðarkvöldverðarins í gær. vísir/epa Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. Sagði Guðni að hann hefði líklega verið einn af seinustu börnunum sem biðu spennt eftir nýju Andrés Andar-blaði en forsetinn minntist jafnframt á að það hefði ekki bara verið Andrés Önd sem var fastagestur á íslensku heimilum hér áður fyrr heldur einnig önnur dönsk tímarit og dagblöð. Drottningin sagði að það væri Andrési Önd að þakka að íslensk börn hefðu í áratugi haldið að það væri gaman að læra dönsku. Fjallað er um kvöldverðinn á vef danska ríkisútvarpsins og þar má jafnframt horfa á ræður Guðna og Margrétar Þórhildar en sýnt var beint frá upphafi kvöldverðarins á DR1 í gærkvöldi. Í frétt DR segir að venjulega þegar erlendir þjóðhöfðingjar tali í kvöldverðum á borð við þennan fái viðstaddir lítinn bækling með þýðinu á ræðu viðkomandi. Það hafi hins vegar ekki verið raunin í gær þar sem Guðni hafi ávarpað samkomuna á dönsku en líkt og með Andrésar Andar-blöðin minntust forsetinn og drottningin á dönskukennslu í íslenskum skólum. „Danska er ekki lengur fyrsta erlenda tungumálið sem Íslendingar læra í skólanum og Kaupmannahöfn er ekki lengur helsta tenging okkar við umheiminn. Tengslin eru því minni á ýmsum sviðum en ræturnar eru sterkar og áhugi okkar á Danmörku er enn ósvikinn og einlægur,“ sagði Guðni. „Danska er enn kennd í í íslenskum skólum en nú sem annað tungumál. Danskan er mikilvæg því hún opnar dyr að hinum Norðurlandamálunum og eykur þar með skilning,“ sagði Margrét Þórhildur. Opinber heimsókn Guðna og konu hans, Elizu Reid, til Danmerkur hófst í gær en henni lýkur á morgun. Á meðal þess sem er á dagskrá forsetahjónanna í dag er heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahafnarháskóla og heimsókn í höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhústorgð en þar munu fulltrúar úr íslensku atvinnulífi kynna starfsemi sína. Síðdegis býður forsetinn svo til móttöku til heiðurs Margréti Þórhildi í Nortatlantens Brygge en þar með lýkur formlegri dagskrá heimsóknarinnar. Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. Sagði Guðni að hann hefði líklega verið einn af seinustu börnunum sem biðu spennt eftir nýju Andrés Andar-blaði en forsetinn minntist jafnframt á að það hefði ekki bara verið Andrés Önd sem var fastagestur á íslensku heimilum hér áður fyrr heldur einnig önnur dönsk tímarit og dagblöð. Drottningin sagði að það væri Andrési Önd að þakka að íslensk börn hefðu í áratugi haldið að það væri gaman að læra dönsku. Fjallað er um kvöldverðinn á vef danska ríkisútvarpsins og þar má jafnframt horfa á ræður Guðna og Margrétar Þórhildar en sýnt var beint frá upphafi kvöldverðarins á DR1 í gærkvöldi. Í frétt DR segir að venjulega þegar erlendir þjóðhöfðingjar tali í kvöldverðum á borð við þennan fái viðstaddir lítinn bækling með þýðinu á ræðu viðkomandi. Það hafi hins vegar ekki verið raunin í gær þar sem Guðni hafi ávarpað samkomuna á dönsku en líkt og með Andrésar Andar-blöðin minntust forsetinn og drottningin á dönskukennslu í íslenskum skólum. „Danska er ekki lengur fyrsta erlenda tungumálið sem Íslendingar læra í skólanum og Kaupmannahöfn er ekki lengur helsta tenging okkar við umheiminn. Tengslin eru því minni á ýmsum sviðum en ræturnar eru sterkar og áhugi okkar á Danmörku er enn ósvikinn og einlægur,“ sagði Guðni. „Danska er enn kennd í í íslenskum skólum en nú sem annað tungumál. Danskan er mikilvæg því hún opnar dyr að hinum Norðurlandamálunum og eykur þar með skilning,“ sagði Margrét Þórhildur. Opinber heimsókn Guðna og konu hans, Elizu Reid, til Danmerkur hófst í gær en henni lýkur á morgun. Á meðal þess sem er á dagskrá forsetahjónanna í dag er heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahafnarháskóla og heimsókn í höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhústorgð en þar munu fulltrúar úr íslensku atvinnulífi kynna starfsemi sína. Síðdegis býður forsetinn svo til móttöku til heiðurs Margréti Þórhildi í Nortatlantens Brygge en þar með lýkur formlegri dagskrá heimsóknarinnar.
Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51
Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent