Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2017 07:50 Guðni ávarpar gesti hátíðarkvöldverðarins í gær. vísir/epa Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. Sagði Guðni að hann hefði líklega verið einn af seinustu börnunum sem biðu spennt eftir nýju Andrés Andar-blaði en forsetinn minntist jafnframt á að það hefði ekki bara verið Andrés Önd sem var fastagestur á íslensku heimilum hér áður fyrr heldur einnig önnur dönsk tímarit og dagblöð. Drottningin sagði að það væri Andrési Önd að þakka að íslensk börn hefðu í áratugi haldið að það væri gaman að læra dönsku. Fjallað er um kvöldverðinn á vef danska ríkisútvarpsins og þar má jafnframt horfa á ræður Guðna og Margrétar Þórhildar en sýnt var beint frá upphafi kvöldverðarins á DR1 í gærkvöldi. Í frétt DR segir að venjulega þegar erlendir þjóðhöfðingjar tali í kvöldverðum á borð við þennan fái viðstaddir lítinn bækling með þýðinu á ræðu viðkomandi. Það hafi hins vegar ekki verið raunin í gær þar sem Guðni hafi ávarpað samkomuna á dönsku en líkt og með Andrésar Andar-blöðin minntust forsetinn og drottningin á dönskukennslu í íslenskum skólum. „Danska er ekki lengur fyrsta erlenda tungumálið sem Íslendingar læra í skólanum og Kaupmannahöfn er ekki lengur helsta tenging okkar við umheiminn. Tengslin eru því minni á ýmsum sviðum en ræturnar eru sterkar og áhugi okkar á Danmörku er enn ósvikinn og einlægur,“ sagði Guðni. „Danska er enn kennd í í íslenskum skólum en nú sem annað tungumál. Danskan er mikilvæg því hún opnar dyr að hinum Norðurlandamálunum og eykur þar með skilning,“ sagði Margrét Þórhildur. Opinber heimsókn Guðna og konu hans, Elizu Reid, til Danmerkur hófst í gær en henni lýkur á morgun. Á meðal þess sem er á dagskrá forsetahjónanna í dag er heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahafnarháskóla og heimsókn í höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhústorgð en þar munu fulltrúar úr íslensku atvinnulífi kynna starfsemi sína. Síðdegis býður forsetinn svo til móttöku til heiðurs Margréti Þórhildi í Nortatlantens Brygge en þar með lýkur formlegri dagskrá heimsóknarinnar. Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. Sagði Guðni að hann hefði líklega verið einn af seinustu börnunum sem biðu spennt eftir nýju Andrés Andar-blaði en forsetinn minntist jafnframt á að það hefði ekki bara verið Andrés Önd sem var fastagestur á íslensku heimilum hér áður fyrr heldur einnig önnur dönsk tímarit og dagblöð. Drottningin sagði að það væri Andrési Önd að þakka að íslensk börn hefðu í áratugi haldið að það væri gaman að læra dönsku. Fjallað er um kvöldverðinn á vef danska ríkisútvarpsins og þar má jafnframt horfa á ræður Guðna og Margrétar Þórhildar en sýnt var beint frá upphafi kvöldverðarins á DR1 í gærkvöldi. Í frétt DR segir að venjulega þegar erlendir þjóðhöfðingjar tali í kvöldverðum á borð við þennan fái viðstaddir lítinn bækling með þýðinu á ræðu viðkomandi. Það hafi hins vegar ekki verið raunin í gær þar sem Guðni hafi ávarpað samkomuna á dönsku en líkt og með Andrésar Andar-blöðin minntust forsetinn og drottningin á dönskukennslu í íslenskum skólum. „Danska er ekki lengur fyrsta erlenda tungumálið sem Íslendingar læra í skólanum og Kaupmannahöfn er ekki lengur helsta tenging okkar við umheiminn. Tengslin eru því minni á ýmsum sviðum en ræturnar eru sterkar og áhugi okkar á Danmörku er enn ósvikinn og einlægur,“ sagði Guðni. „Danska er enn kennd í í íslenskum skólum en nú sem annað tungumál. Danskan er mikilvæg því hún opnar dyr að hinum Norðurlandamálunum og eykur þar með skilning,“ sagði Margrét Þórhildur. Opinber heimsókn Guðna og konu hans, Elizu Reid, til Danmerkur hófst í gær en henni lýkur á morgun. Á meðal þess sem er á dagskrá forsetahjónanna í dag er heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahafnarháskóla og heimsókn í höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhústorgð en þar munu fulltrúar úr íslensku atvinnulífi kynna starfsemi sína. Síðdegis býður forsetinn svo til móttöku til heiðurs Margréti Þórhildi í Nortatlantens Brygge en þar með lýkur formlegri dagskrá heimsóknarinnar.
Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51
Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09