Síðustu daga hafa erlendir fréttamiðlar um heim allan fjallað um andlát Birnu Brjánsdóttur og þá umfangsmiklu leit sem fram fór um helgina. Fjölmiðlar allt frá Katar til Suður-Afríku hafa sagt frá því hvernig íslenska þjóðin hefur verið slegin síðustu daga.
Flestar fréttirnar eiga það sameiginlegt að byggja á frétt AFP fréttaveitunnar og íslenskra miðla eins og Iceland Magazine.
Þá varpa margar þeirra ljósi á það hvað morð eru sjaldgæf hér á landi og að aðilar í slíkum málum tengist örsjaldan ekki fjölskyldu- eða vinaböndum. Frá árinu 2001 voru einungis 1,8 morð framið á ári að meðaltali.
Sem dæmi hefst grein New York Times á orðunum: „Það eru fáir staðir í heiminum þar sem ólíklegra er að maður sé myrtur en á Íslandi.“
Þá er einnig fjallað um að ein umfangsmesta leitaraðgerð sögunnar hafi farið fram í kjölfar hvarfs Birnu.
Meðal fjölmiðla sem hafa einnig fjallað um málið eru BBC, Guardian, DailyMail, Fox News og USA Today.
