Ecclestone rekinn eftir 40 ára starf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2017 09:38 Bernie Ecclestone stýrði Formúlunni í 40 ár. vísir/getty Hinn 86 ára Bernie Ecclestone er hættur afskiptum af Formúlu 1 eftir að hafa verið alráður í mótaröðinni undanfarna fjóra áratugi. Ecclestone sagði í gær að hann hafi verið neyddur út úr Formúlunni eftir að Liberty Media, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims, keypti Formúluna. Í gær var tilkynnt að yfirtaka Liberty Media væri frágengin og að Ecclestone myndi aðeins gegna ráðgjafahlutverki fyrir stjórn Formúlunnar. „Ég var rekinn. Það er staðfest. Ég stýri ekki lengur fyrirtækinu. Chase Carey hefur tekið við minni stöðu,“ sagði Ecclestone í samtali við Auto Motor und Sport í gær. Ecclestone var gerður að svokölluðum „chairman emeritus“ en sagðist ekki vita hvað felist í því. Hann neitaði að tjá sig um málið við breska fjölmiðla. Ross Brown, fyrrum yfirmaður Mercedes-liðsins, hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með tækni- og íþróttahlið rekstursins en Sean Bratches, fyrrum yfirmaður hjá ESPN, stýrir nú markaðshlið rekstursins. Brawn naut mikillar velgengni í Formúlunni og var lykilmaður í öllum sjö heimsmeistaratitlum Michael Schumacher auk þess sem hann gerði Jenson Button að meistara árið 2009. Nú síðast var hann maðurinn á bak við meistaratitil Nico Rosberg í haust. Rosberg lýsti yfir ánægju sinni með breytingarnar og sagði að það hefði verið tímabært fyrir Ecclestone að stíga til hliðar nú.Bernie, mega job! But a change has been overdue. Mr. Carey, all the best in making our sport awesome again.— Nico Rosberg (@nico_rosberg) January 23, 2017 Formúla Tengdar fréttir FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hinn 86 ára Bernie Ecclestone er hættur afskiptum af Formúlu 1 eftir að hafa verið alráður í mótaröðinni undanfarna fjóra áratugi. Ecclestone sagði í gær að hann hafi verið neyddur út úr Formúlunni eftir að Liberty Media, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims, keypti Formúluna. Í gær var tilkynnt að yfirtaka Liberty Media væri frágengin og að Ecclestone myndi aðeins gegna ráðgjafahlutverki fyrir stjórn Formúlunnar. „Ég var rekinn. Það er staðfest. Ég stýri ekki lengur fyrirtækinu. Chase Carey hefur tekið við minni stöðu,“ sagði Ecclestone í samtali við Auto Motor und Sport í gær. Ecclestone var gerður að svokölluðum „chairman emeritus“ en sagðist ekki vita hvað felist í því. Hann neitaði að tjá sig um málið við breska fjölmiðla. Ross Brown, fyrrum yfirmaður Mercedes-liðsins, hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með tækni- og íþróttahlið rekstursins en Sean Bratches, fyrrum yfirmaður hjá ESPN, stýrir nú markaðshlið rekstursins. Brawn naut mikillar velgengni í Formúlunni og var lykilmaður í öllum sjö heimsmeistaratitlum Michael Schumacher auk þess sem hann gerði Jenson Button að meistara árið 2009. Nú síðast var hann maðurinn á bak við meistaratitil Nico Rosberg í haust. Rosberg lýsti yfir ánægju sinni með breytingarnar og sagði að það hefði verið tímabært fyrir Ecclestone að stíga til hliðar nú.Bernie, mega job! But a change has been overdue. Mr. Carey, all the best in making our sport awesome again.— Nico Rosberg (@nico_rosberg) January 23, 2017
Formúla Tengdar fréttir FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30