Rannsaka aðflugsleiðir yfir Hvassahrauni Svavar Hávarðsson skrifar 23. janúar 2017 07:00 Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Tilgangur þeirra er að meta veðuraðstæður í aðflugi að ímynduðum flugvelli í hrauninu. Þetta kemur fram í skrifum Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, en Samgöngustofa hefur sent sveitarfélögum á svæðinu upplýsingar um áformin. Kemur fram að hannaðir hafa verið flugferlar að þremur flugbrautum, sem Icelandair hyggst fljúga aðflug að. Í þessum flugprófunum felst að flogið verður allt niður í 500 feta hæð sem samsvarar um 152 metra hæð yfir jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu verður flugið framkvæmt í fullu samræmi við gildandi flugreglur en ljóst að þotum Icelandair verður flogið lægra en vant er á þessu svæði. Það var niðurstaða svokallaðrar Rögnunefndar að flugvöllur í Hvassahrauni væri vænlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, kæmi til þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður í núverandi mynd. Nefndin skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin einna sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eðli málsins samkvæmt hafi verið leitað allra nauðsynlegra heimilda til þess að framkvæma rannsóknirnar og forsvarsmenn sveitarfélaga í nágrenninu því upplýstir. „Það er því af okkar hálfu ekkert nýtt að gerast. Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna og svo framvegis,“ segir Guðjón og vísar til fréttatilkynningar frá því í nóvember. Þar sagði frá áformum félagsins um að gera veðurfarsrannsóknir við Hvassahraun, en Rögnunefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum …“ Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flugvallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mismunandi veðuraðstæður á svæðinu. Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið, og tekur þá við úrvinnsla úr rannsóknarvinnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Icelandair hefur sent Samgöngustofu beiðni um að hefja flugprófanir yfir Hvassahrauni. Tilgangur þeirra er að meta veðuraðstæður í aðflugi að ímynduðum flugvelli í hrauninu. Þetta kemur fram í skrifum Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, en Samgöngustofa hefur sent sveitarfélögum á svæðinu upplýsingar um áformin. Kemur fram að hannaðir hafa verið flugferlar að þremur flugbrautum, sem Icelandair hyggst fljúga aðflug að. Í þessum flugprófunum felst að flogið verður allt niður í 500 feta hæð sem samsvarar um 152 metra hæð yfir jörðu. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu verður flugið framkvæmt í fullu samræmi við gildandi flugreglur en ljóst að þotum Icelandair verður flogið lægra en vant er á þessu svæði. Það var niðurstaða svokallaðrar Rögnunefndar að flugvöllur í Hvassahrauni væri vænlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, kæmi til þess að Reykjavíkurflugvöllur yrði aflagður í núverandi mynd. Nefndin skoðaði fjóra kosti fyrir þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. Taldi nefndin alla staðina geta rúmað flugvöllinn en Hólmsheiðin var talin einna sísti valkosturinn. Hinir voru Bessastaðanes, Löngusker og breyttar útfærslur flugvallar í Vatnsmýri.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að eðli málsins samkvæmt hafi verið leitað allra nauðsynlegra heimilda til þess að framkvæma rannsóknirnar og forsvarsmenn sveitarfélaga í nágrenninu því upplýstir. „Það er því af okkar hálfu ekkert nýtt að gerast. Flugið er ekki hafið og ég get ekki tilgreint neinar tímasetningar, það fer eftir veðri, stöðu flugvéla, flugmanna og svo framvegis,“ segir Guðjón og vísar til fréttatilkynningar frá því í nóvember. Þar sagði frá áformum félagsins um að gera veðurfarsrannsóknir við Hvassahraun, en Rögnunefndin lagði til í lokaskýrslu sinni að „flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð með nauðsynlegum rannsóknum …“ Flugprófanirnar fara þannig fram að flugvélum frá Icelandair, sem ekki eru í áætlunarflugi, verður flogið eftir þeim aðflugsferlum sem eru fyrirséðir á nýju mögulegu flugvallarstæði. Tækjabúnaður um borð í vélunum mun nema og skrá mismunandi veðuraðstæður á svæðinu. Gert er ráð fyrir að yfirflugið standi með hléum um nokkurra vikna og mánaða skeið, og tekur þá við úrvinnsla úr rannsóknarvinnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira