Mennirnir hafa verið færðir á Litla-Hraun nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 20. janúar 2017 23:15 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi í gær. vísir/anton brink Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hafa verið færðir á Litla-Hraun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Mennirnir tveir eru skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq en þeir voru handteknir á miðvikudaginn var og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi í gær. Mönnunum var haldið í einangrun í húsakynnum lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu fyrst um sinn en ástæðan fyrir því var að lögreglan vildi hafa þá nálægt sér vegna yfirvofandi yfirheyrslna. „Við vildum tala við þá nokkuð ört til að byrja með og þess vegna töldum við að þörf væri á að hafa þá hér [á lögreglustöðinni]. Það er hins vegar ekki viðunandi aðstaða að hafa menn hér í gæsluvarðhaldi, það verður bara að viðurkennast,“ segir Grímur og bætir við að aðstæðurnar á Litla-Hrauni séu betri.Vísir greindi frá því í gær að aðstaðan fyrir gæsluvarðhaldsfanga á lögreglustöðinni væri vart boðleg. Að sögn Gríms verða mennirnir áfram í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni en gæsluvarðhaldsfangar eru yfirleitt vistaðir þar. Grímur reiknar ekki með að halda yfirheyrslum áfram um helgina. „Ef eitthvað nýtt kemur upp þá stökkvum við hins vegar til. Við munum halda áfram að vinna úr gögnum og flétta málið,“ segir hann. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir rauðs Kia Rio bíls sem skipverjar Polar Nanoq voru með á leigu síðastliðna helgi. 20. janúar 2017 13:18 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. 20. janúar 2017 19:21 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana hafa verið færðir á Litla-Hraun. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við Vísi. Mennirnir tveir eru skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq en þeir voru handteknir á miðvikudaginn var og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í héraðsdómi í gær. Mönnunum var haldið í einangrun í húsakynnum lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu fyrst um sinn en ástæðan fyrir því var að lögreglan vildi hafa þá nálægt sér vegna yfirvofandi yfirheyrslna. „Við vildum tala við þá nokkuð ört til að byrja með og þess vegna töldum við að þörf væri á að hafa þá hér [á lögreglustöðinni]. Það er hins vegar ekki viðunandi aðstaða að hafa menn hér í gæsluvarðhaldi, það verður bara að viðurkennast,“ segir Grímur og bætir við að aðstæðurnar á Litla-Hrauni séu betri.Vísir greindi frá því í gær að aðstaðan fyrir gæsluvarðhaldsfanga á lögreglustöðinni væri vart boðleg. Að sögn Gríms verða mennirnir áfram í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni en gæsluvarðhaldsfangar eru yfirleitt vistaðir þar. Grímur reiknar ekki með að halda yfirheyrslum áfram um helgina. „Ef eitthvað nýtt kemur upp þá stökkvum við hins vegar til. Við munum halda áfram að vinna úr gögnum og flétta málið,“ segir hann.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir „Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir rauðs Kia Rio bíls sem skipverjar Polar Nanoq voru með á leigu síðastliðna helgi. 20. janúar 2017 13:18 Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. 20. janúar 2017 19:21 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Við finnum fyrir pressu frá samfélaginu og við setjum pressu á okkur sjálf“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu nú vinna að því að kortleggja ferðir rauðs Kia Rio bíls sem skipverjar Polar Nanoq voru með á leigu síðastliðna helgi. 20. janúar 2017 13:18
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. 20. janúar 2017 19:21
Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45
Greining á lífsýni í algjörum forgangi Yfirheyrslum á mönnunum sem grunaðir eru um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur er lokið í dag. Játning í málinu liggur ekki fyrir. 20. janúar 2017 21:56