Innlent

Bein útsending: Stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum til umræðu á Alþingi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Tilskipunin er í samræmi við kosningaloforð Trump en í kosningabaráttunni lýsti hann því ítrekað yfir að hann myndi skera niður fjölda reglugerða sem væru íþyngjandi fyrir viðskiptalíf Bandaríkjanna.
Tilskipunin er í samræmi við kosningaloforð Trump en í kosningabaráttunni lýsti hann því ítrekað yfir að hann myndi skera niður fjölda reglugerða sem væru íþyngjandi fyrir viðskiptalíf Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Stjórmálaástandið í Bandaríkjunum verður til umræðu á Alþingi klukkan 14, eða að loknum óundirbúnum fyrirspurnartíma. Málshefjandi er Ásta Guðrún Helgadóttir, þingflokksformaður Pírata, og til svara verður Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum undirritaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á dögunum tilskipun þess efnis að ríkisborgurum sjö landa verði meinuð innganga í Bandaríkin næstu mánuðina, en hörð mótmæli hafa veirð víðast hvar í Bandaríkjunum að undanförnu. Þá hefur Trump jafnframt lýst því yfir að reistur verði múr við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, svo fátt eitt sé nefnt.

Fylgjast má með umræðunum í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Íslensk stjórnvöld mótmæla tilskipun Trump

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur komið á framfæri mótmælum íslenskra stjórnvalda við tilskipun Bandaríkjaforseta um bann við komu flóttafólks og borgara sjö ríkja til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×