Einar Árni: Stór partur þjóðarinnar vill taka þátt í því með okkur að vinna KR Smári Jökull Jónsson skrifar 9. febrúar 2017 22:26 Einar Árni gefur sínum mönnum fyrirmæli í leiknum í kvöld vísir/anton Einar Árni Jóhansson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur af því hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry leikmaður Þórs var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt.“ Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski, eftir mannabreytingar, með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. "Við erum að fara að spila við besta lið landsins sem átti ekki góðan leik í dag, við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Einar Árni Jóhansson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur af því hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry leikmaður Þórs var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt.“ Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski, eftir mannabreytingar, með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. "Við erum að fara að spila við besta lið landsins sem átti ekki góðan leik í dag, við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira