Björgólfur sagði á uppgjörsfundi Icelandair Group í gær það ljóst að fyrirtækið þurfi að laga sig að breyttu neyslumynstri hverju sinni í ljósi fækkana í bókunum hjá dótturfélaginu Icelandair.
„Það koma kynslóðir sem breyta neyslumynstrinu. Það er væntanlega ein að koma þannig núna. Ég man ekki hvað hún er kölluð…. me, me, me,“ sagði Björgólfur og átti við aldamótakynslóðina.
„Ég veit ekki hvort þessi kynslóð vilji endilega bendla sig við low-cost,“ sagði forstjórinn. „Ég held hún vilji bara fá þjónustu og eiga möguleika á að kaupa þjónustu. Við verðum að breyta okkur í þessa áttina.“
Við bjóðum "me me me" kynslóðina velkomna um borð
— WOW air (@wow_air) February 8, 2017