Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Snærós Sindradóttir skrifar 7. febrúar 2017 05:00 Lögregla leiðir sakborninginn í málinu úr Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn fimmtudag. Vísir/Anton Brink Grænlensk kona á þrítugsaldri segir Thomas Møller Olsen, sakborninginn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa nauðgað sér árið 2011. Thomas var sýknaður í málinu í héraðsdómi Ilulissat. Aðspurður hvort lögregla hafi skoðað þetta grænlenska sakamál í rannsókn sinni á máli Birnu Brjánsdóttur segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að þeir hafi skoðað sakaferil mannanna en muni ekki tjá sig nánar um þau mál. Dánarorsök Birnu, sem fannst látin nærri Selvogsvita 22. janúar, var drukknun að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld. Grímur segist ekki vilja tjá sig um þetta atriði.Sofnaði í rúmi í samkvæmi Fyrrnefnda konan á Grænlandi, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir hvarf Birnu Brjánsdóttur hafa reynst sér afar erfitt. Málið hafi neytt hana til að endurupplifa verknaðinn og vakið upp sárar minningar. Í samtali við Fréttablaðið rifjar konan upp að árið 2011 hafi hún verið gestur í samkvæmi en farið afsíðis til að ræða við þáverandi kærasta sinn í síma, en sá var ekki staddur í sama bæ og hún. Á meðan símtalið átti sér stað lagðist konan í rúm í svefnherbergi íbúðarinnar og eftir að samtalinu lauk sofnaði hún. Konan segist hafa vaknað við að Thomas var að nauðga henni. Hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum, annaðhvort verið of svefndrukkin vegna ölvunar eða hreinlega frosið. Eftir atvikið segist konan hafa grátið sárt og kært málið til lögreglunnar daginn eftir.Sæði í leggöngum nægði ekki til sakfellingar Lögreglan fór með hana á sjúkrahús þar sem lífsýnum var safnað og henni veitt aðhlynning. Konan segir að sæði Thomasar hafi fundist í leggöngum hennar en það hafi ekki nægt til sakfellingar þar sem ættingi hans, sem einnig var í samkvæminu, hafi borið fyrir dómstólnum að samfarirnar hafi verið með samþykki beggja. Mál Birnu hefur að sögn konunnar tekið mikið á hana. Margir, sem þekki til tengsla hennar og Thomasar, hafi haft samband vegna málsins og hún upplifi mikið áreiti. Konan vill koma því á framfæri að með sögu sinni vilji hún hreinsa borðið en muni ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið eða gefa neinar frekari upplýsingar um þessa lífsreynslu sína. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Grænlensk kona á þrítugsaldri segir Thomas Møller Olsen, sakborninginn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa nauðgað sér árið 2011. Thomas var sýknaður í málinu í héraðsdómi Ilulissat. Aðspurður hvort lögregla hafi skoðað þetta grænlenska sakamál í rannsókn sinni á máli Birnu Brjánsdóttur segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að þeir hafi skoðað sakaferil mannanna en muni ekki tjá sig nánar um þau mál. Dánarorsök Birnu, sem fannst látin nærri Selvogsvita 22. janúar, var drukknun að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöld. Grímur segist ekki vilja tjá sig um þetta atriði.Sofnaði í rúmi í samkvæmi Fyrrnefnda konan á Grænlandi, sem vill ekki koma fram undir nafni, segir hvarf Birnu Brjánsdóttur hafa reynst sér afar erfitt. Málið hafi neytt hana til að endurupplifa verknaðinn og vakið upp sárar minningar. Í samtali við Fréttablaðið rifjar konan upp að árið 2011 hafi hún verið gestur í samkvæmi en farið afsíðis til að ræða við þáverandi kærasta sinn í síma, en sá var ekki staddur í sama bæ og hún. Á meðan símtalið átti sér stað lagðist konan í rúm í svefnherbergi íbúðarinnar og eftir að samtalinu lauk sofnaði hún. Konan segist hafa vaknað við að Thomas var að nauðga henni. Hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum, annaðhvort verið of svefndrukkin vegna ölvunar eða hreinlega frosið. Eftir atvikið segist konan hafa grátið sárt og kært málið til lögreglunnar daginn eftir.Sæði í leggöngum nægði ekki til sakfellingar Lögreglan fór með hana á sjúkrahús þar sem lífsýnum var safnað og henni veitt aðhlynning. Konan segir að sæði Thomasar hafi fundist í leggöngum hennar en það hafi ekki nægt til sakfellingar þar sem ættingi hans, sem einnig var í samkvæminu, hafi borið fyrir dómstólnum að samfarirnar hafi verið með samþykki beggja. Mál Birnu hefur að sögn konunnar tekið mikið á hana. Margir, sem þekki til tengsla hennar og Thomasar, hafi haft samband vegna málsins og hún upplifi mikið áreiti. Konan vill koma því á framfæri að með sögu sinni vilji hún hreinsa borðið en muni ekki tjá sig að neinu öðru leyti um málið eða gefa neinar frekari upplýsingar um þessa lífsreynslu sína. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Geta ekki haldið skipverjanum lengur en þrjá mánuði án ákæru Lögregla og ákæruvald geta ekki haldið skipverjanum af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur í gæsluvarðhaldi lengur en þrjá mánuði, það er tólf vikur, án ákæru. 6. febrúar 2017 21:16
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06