Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. febrúar 2017 20:30 Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Birna hafi verið á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðist við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan 6.10 og 7 að morgni þegar sá sem enn er í gæsluvarðhaldi var einn með henni í bílnum. Verjandi mannsins, sem nú hefur verið látinn laus, segir það hafa verið ljóst nánast frá upphafi að hann hafi ekkert haft með morðið á Birnu að gera. Hann hefur gert athugasemdir við að maðurinn hafi enn réttarstöðu sakbornings en ekki vitnis. „Hann hefur svarað öllum þeim spurningum sem hefur verið beint að honum og reynt að upplýsa um málið. Það er ekki rétt að hann hafi ekki verið samstarfsfús frá upphafi. Hann er komin heim til sín og laus úr gæsluvarðhaldinu sem skiptir mestu máli. Nú þarf hann að vinna úr því í rólegheitum með fjölskyldunni og það stendur til að fara til sálfræðings,“ segir Unnsteinn og bætir við að aðalmálið sé að málið upplýsist sem fyrst. „Sérstaklega vegna fjölskyldu hennar og svo auðvitað líka svo sakleysi hans sé sannað,“ segir Unnsteinn. Hann úrskýrir að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið. „Ég hugsa að hann hafi rætt við mig tvisvar til þrisvar á hverjum degi. Bæði fyrir andlegan stuðning og til að rifja upp,“ segir Unnsteinn en eins og fram hefur komið var maðurinn mjög ölvaður umrætt kvöld. Unnsteinn segir að manninum hafi verið tekið vel við komuna á Grænlandi. „Eftir því sem hann segir mér var tekið mjög vel að honum bæði af fjölskyldu, vinum og vinnuveitanda. Hlúð að honum bara,“ segir Unnsteinn. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var ekki yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsóikn málsins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst. Þá var ekki leitað í dag að fatnaði eða síma Birnu en í gær var leitað við Vogsósa án árangurs. Ekki liggur fyrir játning í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. Fréttablaðið greindi frá því í dag að Birna hafi verið á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðist við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli klukkan 6.10 og 7 að morgni þegar sá sem enn er í gæsluvarðhaldi var einn með henni í bílnum. Verjandi mannsins, sem nú hefur verið látinn laus, segir það hafa verið ljóst nánast frá upphafi að hann hafi ekkert haft með morðið á Birnu að gera. Hann hefur gert athugasemdir við að maðurinn hafi enn réttarstöðu sakbornings en ekki vitnis. „Hann hefur svarað öllum þeim spurningum sem hefur verið beint að honum og reynt að upplýsa um málið. Það er ekki rétt að hann hafi ekki verið samstarfsfús frá upphafi. Hann er komin heim til sín og laus úr gæsluvarðhaldinu sem skiptir mestu máli. Nú þarf hann að vinna úr því í rólegheitum með fjölskyldunni og það stendur til að fara til sálfræðings,“ segir Unnsteinn og bætir við að aðalmálið sé að málið upplýsist sem fyrst. „Sérstaklega vegna fjölskyldu hennar og svo auðvitað líka svo sakleysi hans sé sannað,“ segir Unnsteinn. Hann úrskýrir að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið. „Ég hugsa að hann hafi rætt við mig tvisvar til þrisvar á hverjum degi. Bæði fyrir andlegan stuðning og til að rifja upp,“ segir Unnsteinn en eins og fram hefur komið var maðurinn mjög ölvaður umrætt kvöld. Unnsteinn segir að manninum hafi verið tekið vel við komuna á Grænlandi. „Eftir því sem hann segir mér var tekið mjög vel að honum bæði af fjölskyldu, vinum og vinnuveitanda. Hlúð að honum bara,“ segir Unnsteinn. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var ekki yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsóikn málsins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um það hvenær hann verði yfirheyrður næst. Þá var ekki leitað í dag að fatnaði eða síma Birnu en í gær var leitað við Vogsósa án árangurs. Ekki liggur fyrir játning í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Lögreglan rannsakar hvort Birnu Brjánsdóttur hafi verið ráðinn bani við bryggjusporðinn á Hafnarfjarðarhöfn. Gengið er út frá því að Birnu hafi ekki verið unninn miski fyrr en eftir að hún var ein í bílnum með Thomas Møller Olsen. 6. febrúar 2017 04:00