Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Ritstjórn skrifar 6. febrúar 2017 11:45 Harry og Megan hittust fyrst í maí í fyrra. Mynd/TMZ Harry Bretaprins og Megan Markle, kærastan hans, sáust á stefnumóti í London um helgina. Þau fóru út að borða og náðust myndir af þeim yfirgefa staðinn. Það hefur lítið sem ekkert sést til parsins síðan að fréttir bárust seinasta haust að þau væru að stinga saman nefjum. Parið hittust fyrst í maí í fyrra í gegnum sameiginlegan vin. Samkvæmt breskum fjölmiðlum náðu þau strax vel saman og hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan. Talið er að hún búi megnið af tímanum hjá honum í Kensington Palace sem staðsett er miðsvæðis í London. Megan fer með eitt aðalhlutverkið í þáttunum Suits en um þessar mundir er hlé á tökum. Hún er því að njóta lífsins í London ásamt kærastanum. Talið er að þau munu birtast saman opinberlega í fyrsta sinn í brúðkaupi Pippa Middleton, systur Kate Middleton, í maí. Megan hefur nú þegar hitt Kate og William en ekki er vitað hvort hún hafi enn hitt Elísabetu drottningu. Mest lesið Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Íþróttalína Beyonce slær í gegn Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Tomboy stíllinn fer stjörnunum vel Glamour Bótox í hársvörðinn er nýjasta æðið Glamour Kynlíf á túr Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour Baðar sig einu sinni í viku Glamour
Harry Bretaprins og Megan Markle, kærastan hans, sáust á stefnumóti í London um helgina. Þau fóru út að borða og náðust myndir af þeim yfirgefa staðinn. Það hefur lítið sem ekkert sést til parsins síðan að fréttir bárust seinasta haust að þau væru að stinga saman nefjum. Parið hittust fyrst í maí í fyrra í gegnum sameiginlegan vin. Samkvæmt breskum fjölmiðlum náðu þau strax vel saman og hafa verið nánast óaðskiljanleg síðan. Talið er að hún búi megnið af tímanum hjá honum í Kensington Palace sem staðsett er miðsvæðis í London. Megan fer með eitt aðalhlutverkið í þáttunum Suits en um þessar mundir er hlé á tökum. Hún er því að njóta lífsins í London ásamt kærastanum. Talið er að þau munu birtast saman opinberlega í fyrsta sinn í brúðkaupi Pippa Middleton, systur Kate Middleton, í maí. Megan hefur nú þegar hitt Kate og William en ekki er vitað hvort hún hafi enn hitt Elísabetu drottningu.
Mest lesið Hætt saman eftir 10 ára samband Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Íþróttalína Beyonce slær í gegn Glamour Nýr ritstjóri, nýir tímar breska Vogue Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Tomboy stíllinn fer stjörnunum vel Glamour Bótox í hársvörðinn er nýjasta æðið Glamour Kynlíf á túr Glamour Listin að hitta í rétt gat Glamour Baðar sig einu sinni í viku Glamour