Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 5. febrúar 2017 09:56 Þúsundir minntust Birnu Brjánsdóttur Vísir/Ernir Yrsa Sigurðardóttir tjáir sig um mál Birnu Brjánsdóttur í viðtali við The Guardian. Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið einskonar tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. Saga hennar hafi því snert streng í hjörtum landsmanna.Skárra af tvennu illu Yrsa tekur fram að einum hafi verið sleppt úr haldi og telur að það geri málið, sem sé algjör harmleikur, aðeins skárra. „Ef tvær manneskjur hefðu planað og átt hlut í svona atburði, hefði það verið hræðilegra,“ ( „Two people plotting together would have been more evil,“) segir Yrsa. Þetta hafi því verið skárra af tvennu illu. Hún leggur jafnframt áherslu á að Grænlendingar hafi stutt Íslendinga í þessu máli og að ekki sé hægt að kenna heilli þjóð um illvirki einstaklinga. „Vonandi mun þetta verða til þess að eitthvað verði gert varðandi framkomu í garð kvenna og glæpatíðnina í Grænlandi. Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik, “ segir Yrsa.Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundurMynd/Sigurjón RagnarOfbeldismál algeng í Grænlandi Fjallað er um mál Birnu Brjánsdóttur á vefmiðlinum nánast í heild sinni og lögð er áhersla á þá samstöðu sem ríkt hefur á meðal Íslendinga síðan Birna hvarf. Sérstaklega er tekið fram að mál sem þetta sé mjög óalgengt hér á landi og að land og þjóð hafi sameinast í sorg. Málið er rakið og aðstæður hér heima við bornar saman við aðstæður í Grænlandi en þar eru ofbeldismál algengari en hér heima og mikið er um misnotkun á áfengi. Tekið er fram að í vikunni áður en Birna fannst látin hafi þrjár grænlenskar konur látið lífið í litlu þorpi á austanverðu Grænlandi. Ein hafði verið myrt og tvær tekið sitt eigið líf. Ástæðuna fyrir hárri ofbeldistíðni er mikil neysla áfengis samkvæmt Walter Tunowsky, blaðamanni hjá grænlenska blaðinu Sermitsiaq sem fjallaði um mál Birnu. „Þetta er algengt hjá þjóðum sem lent hafa í því að menning þeirra hefur nánast verið þurrkuð út á stuttum tíma,“ segir hann og nefnir að oftast sé um ofbeldismál að ræða þar sem ekki fer á milli mála hver gerandinn er. Því sé mál líkt og Birnu óalgengt tilfelli. Tunowsky var einn þeirra sem stóð að kertafleytingu til minningar um Birnu fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk sem og í öðrum bæjum í Grænlandi. „Eftir því sem fleiri sönnunargögn komu í ljós, því meiri samkennd mátti finna í garð Íslendinga,“ segir Tunowsky að lokum. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir tjáir sig um mál Birnu Brjánsdóttur í viðtali við The Guardian. Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið einskonar tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. Saga hennar hafi því snert streng í hjörtum landsmanna.Skárra af tvennu illu Yrsa tekur fram að einum hafi verið sleppt úr haldi og telur að það geri málið, sem sé algjör harmleikur, aðeins skárra. „Ef tvær manneskjur hefðu planað og átt hlut í svona atburði, hefði það verið hræðilegra,“ ( „Two people plotting together would have been more evil,“) segir Yrsa. Þetta hafi því verið skárra af tvennu illu. Hún leggur jafnframt áherslu á að Grænlendingar hafi stutt Íslendinga í þessu máli og að ekki sé hægt að kenna heilli þjóð um illvirki einstaklinga. „Vonandi mun þetta verða til þess að eitthvað verði gert varðandi framkomu í garð kvenna og glæpatíðnina í Grænlandi. Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik, “ segir Yrsa.Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundurMynd/Sigurjón RagnarOfbeldismál algeng í Grænlandi Fjallað er um mál Birnu Brjánsdóttur á vefmiðlinum nánast í heild sinni og lögð er áhersla á þá samstöðu sem ríkt hefur á meðal Íslendinga síðan Birna hvarf. Sérstaklega er tekið fram að mál sem þetta sé mjög óalgengt hér á landi og að land og þjóð hafi sameinast í sorg. Málið er rakið og aðstæður hér heima við bornar saman við aðstæður í Grænlandi en þar eru ofbeldismál algengari en hér heima og mikið er um misnotkun á áfengi. Tekið er fram að í vikunni áður en Birna fannst látin hafi þrjár grænlenskar konur látið lífið í litlu þorpi á austanverðu Grænlandi. Ein hafði verið myrt og tvær tekið sitt eigið líf. Ástæðuna fyrir hárri ofbeldistíðni er mikil neysla áfengis samkvæmt Walter Tunowsky, blaðamanni hjá grænlenska blaðinu Sermitsiaq sem fjallaði um mál Birnu. „Þetta er algengt hjá þjóðum sem lent hafa í því að menning þeirra hefur nánast verið þurrkuð út á stuttum tíma,“ segir hann og nefnir að oftast sé um ofbeldismál að ræða þar sem ekki fer á milli mála hver gerandinn er. Því sé mál líkt og Birnu óalgengt tilfelli. Tunowsky var einn þeirra sem stóð að kertafleytingu til minningar um Birnu fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk sem og í öðrum bæjum í Grænlandi. „Eftir því sem fleiri sönnunargögn komu í ljós, því meiri samkennd mátti finna í garð Íslendinga,“ segir Tunowsky að lokum.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum Sjá meira