Gunnar: Bardagi milli mín og Cerrone yrði frábær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 19:15 Gunnar Nelson. vísir/getty Það er farið að styttast í að Gunnar Nelson stígi aftur í búrið í UFC og hugsanlega verður næsti bardagi hans staðfestur í næstu viku. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í maí á síðasta ári. Hann átti svo að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en okkar maður gat ekki barist vegna ökklameiðsla. Ökklinn er nú orðinn góður og Gunnar bíður eftir jákvæðum fréttum frá UFC. „Við höfum verið að fá svör frá UFC en staðsetning og andstæðingur liggur ekki fyrir. Vonandi fáum við betri svör í næstu viku. Ég hef verið að reyna að komast inn á bardagakvöldið í London 18. mars. Það var orðið fullt þar en svo höfðu þeir samband og sögðu að mögulega væri hægt að vinna eitthvað með þetta,“ segir Gunnar en allir voru búnir að afskrifa London á dögunum en UFC hefur opnað glugga. „Ég vil nú ekki gera mér of miklar vonir. Mig langaði að komast á þetta bardagakvöld og frábært fyrir alla hérna heima að geta hoppað yfir. Það er ekki alveg úr myndinni en ég myndi ekki panta miða alveg strax.“ Nú er það spurning við hvern Gunnar berst. Það hefur verið rætt um að taka upp þráðinn á ný með Kóreubúanum. „Ef að hann er klár þá væri það helvíti sniðugt. Það hefur alveg verið rætt að ég fengi hann. Ef það gengur ekki vil ég einhvern sem er þarna í kringum mig á styrkleikalistanum,“ segir Gunnar en hann væri til að mynda mjög spenntur fyrir því að keppa við hinn skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka við honum opnum örmum.“ MMA Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Þórir lagði upp jöfnunarmarkið í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Það er farið að styttast í að Gunnar Nelson stígi aftur í búrið í UFC og hugsanlega verður næsti bardagi hans staðfestur í næstu viku. Gunnar barðist síðast við Rússann Albert Tumenov í maí á síðasta ári. Hann átti svo að berjast við Kóreubúann Dong Hyung Kim í Belfast í nóvember en okkar maður gat ekki barist vegna ökklameiðsla. Ökklinn er nú orðinn góður og Gunnar bíður eftir jákvæðum fréttum frá UFC. „Við höfum verið að fá svör frá UFC en staðsetning og andstæðingur liggur ekki fyrir. Vonandi fáum við betri svör í næstu viku. Ég hef verið að reyna að komast inn á bardagakvöldið í London 18. mars. Það var orðið fullt þar en svo höfðu þeir samband og sögðu að mögulega væri hægt að vinna eitthvað með þetta,“ segir Gunnar en allir voru búnir að afskrifa London á dögunum en UFC hefur opnað glugga. „Ég vil nú ekki gera mér of miklar vonir. Mig langaði að komast á þetta bardagakvöld og frábært fyrir alla hérna heima að geta hoppað yfir. Það er ekki alveg úr myndinni en ég myndi ekki panta miða alveg strax.“ Nú er það spurning við hvern Gunnar berst. Það hefur verið rætt um að taka upp þráðinn á ný með Kóreubúanum. „Ef að hann er klár þá væri það helvíti sniðugt. Það hefur alveg verið rætt að ég fengi hann. Ef það gengur ekki vil ég einhvern sem er þarna í kringum mig á styrkleikalistanum,“ segir Gunnar en hann væri til að mynda mjög spenntur fyrir því að keppa við hinn skrautlega Donald „Cowboy“ Cerrone. „Það væri frábær bardagi. Hann er stórt nafn í Ameríku og ég myndi taka við honum opnum örmum.“
MMA Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Þórir lagði upp jöfnunarmarkið í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira