Hefndarför Bradys lýkur í Houston Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 10:00 Tom Brady er af mörgum talinn besti leikstjórnandi sögunnar. Hann hefur unnið Super Bowl fjórum sinnum rétt eins og Joe Montana og Terry Bradshaw. Með sigri á morgun verður hann sá sigursælasti frá upphafi. Vísir/Getty Þó svo menn láti sem lítið sé þá er mikið persónulegt undir hjá New England Patriots er það spilar úrslitaleikinn í NFL-deildinni gegn Atlanta Falcons. Stjörnuleikstjórnandi New England, Tom Brady, byrjaði tímabilið í fjögurra leikja banni út af „Deflategate-málinu“ sem tröllreið öllu í allt of langan tíma í Bandaríkjunum.Málið umdeilda Í stuttu máli snýst málið um að New England var sakað um að hafa viljandi sett of lítið loft í boltana í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fyrir tveimur árum. Brady fékk fjögurra leikja bannið fyrir sinn þátt í málinu. Hann var verulega ósáttur við bannið sem og allt félagið. Það var yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, sem setti Brady í leikbannið og félagið veit ekkert sætara en að láta Goodell afhenda því bikarinn í leikslok á morgun. Talað hefur verið um að Tom Brady sé í hefndarför. Hann er einu skrefi frá því að geta glott framan í Goodell.Tom Brady.Vísir/GettyFélög sitt á hvorum pólnum Í þessum leik mætast tvö ólík félög. New England er stórveldi í NFL-deildinni og hefur unnið fjóra titla síðan árið 2002. Að sama skapi hefur Atlanta aldrei unnið Super Bowl-leikinn og hefur aðeins einu sinni komist í úrslit. Það var árið 1999. Brady og þjálfari Patriots, Bill Belichick, þekkja þetta allt saman og hafa gert þetta allt áður. Að sama skapi hefur Atlanta ekki þessa reynslu en þjálfari liðsins, Dan Quinn, fór tvisvar með Seattle Seahawks í úrslit sem varnarþjálfari og veit því vel hvað hann er að fara út í.Brady ótrúlegur Brady hefur spilað stórkostlega síðan hann kom úr banninu. Með hann við stýrið tapaði Patriots aðeins einum leik í vetur. Brady spilaði algjörlega stórkostlega og kastaði boltanum aðeins tvisvar sinnum frá sér. Það er ótrúleg tölfræði hjá leikstjórnanda sem kastaði boltanum 432 sinnum í vetur. Það sem meira er, þá er Brady sigurvegari. Hann kann þá list betur en flestir í þessari deild að vinna leiki. Hann finnur alltaf leið í samvinnu við Belichick þjálfara. Það er sama með hvaða mönnum Brady þarf að vinna á hverju ári. Þeir eru ekki alltaf hátt skrifaðir en Brady tekst oftar en ekki að gera stjörnur úr þeim. Ef Atlanta ætlar að eiga möguleika í þessum leik þá verður liðið að setja pressu á Brady. Hann má ekki fá of mikinn tíma með boltann. Varnarmaður Atlanta, Vic Beasley, verður í aðalhlutverki þar en hann var með flestar leikstjórnandafellur í NFL-deildinni í vetur.Matt Ryan.Vísir/GettyEr sókn besta vörnin? Atlanta skoraði flest stig allra liða í NFL-deildinni í vetur og býr yfir fjölda sóknarvopna. Á móti kemur að New England er með bestu vörn deildarinnar. Fékk á sig fæst stig allra liða í vetur eða rúmlega 15 stig í leik. Leikstjórnandi Falcons, Matt Ryan, hefur átt stjörnutímabil og var nálægt því að komast í hinn einstaka 5.000 jarda klúbb leikstjórnenda. Aðeins fimm leikstjórnendur hafa náð slíkum árangri og Ryan var aðeins 56 jördum frá því að komast í þann félagsskap. Það sem gerir sóknarleik Atlanta svona hættulegan er hvað liðið á mörg vopn. Ryan kastaði snertimarkssendingu á þrettán mismunandi leikmenn í vetur en það er met í NFL-deildinni. Aðalútherji liðsins, Julio Jones, er líklega besti útherji deildarinnar í dag. Liðið á tvo frábæra hlaupara í Devonta Freeman og Tevin Coleman. Þeir eru ekki bara góðir að hlaupa heldur líka að grípa boltann. Slíka menn er erfitt að stöðva.Heldur vörn Fálkanna? Varnarleikur liðsins var einn sá lélegasti í vetur en hefur tekið ótrúlegum framförum síðustu vikur. Meirihluti varnarlínunnar er aftur á móti með aðeins eins og tveggja ára reynslu. Þessir kjúklingar héldu samt bæði Aaron Rodgers og Russell Wilson í skefjum í fyrstu leikjum liðsins í úrslitakeppninni. New England er sigurstranglegra liðið en þetta er samt ótrúlega áhugaverður leikur sem getur hæglega farið á hvorn veginn sem er. NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Sjá meira
Þó svo menn láti sem lítið sé þá er mikið persónulegt undir hjá New England Patriots er það spilar úrslitaleikinn í NFL-deildinni gegn Atlanta Falcons. Stjörnuleikstjórnandi New England, Tom Brady, byrjaði tímabilið í fjögurra leikja banni út af „Deflategate-málinu“ sem tröllreið öllu í allt of langan tíma í Bandaríkjunum.Málið umdeilda Í stuttu máli snýst málið um að New England var sakað um að hafa viljandi sett of lítið loft í boltana í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar fyrir tveimur árum. Brady fékk fjögurra leikja bannið fyrir sinn þátt í málinu. Hann var verulega ósáttur við bannið sem og allt félagið. Það var yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, sem setti Brady í leikbannið og félagið veit ekkert sætara en að láta Goodell afhenda því bikarinn í leikslok á morgun. Talað hefur verið um að Tom Brady sé í hefndarför. Hann er einu skrefi frá því að geta glott framan í Goodell.Tom Brady.Vísir/GettyFélög sitt á hvorum pólnum Í þessum leik mætast tvö ólík félög. New England er stórveldi í NFL-deildinni og hefur unnið fjóra titla síðan árið 2002. Að sama skapi hefur Atlanta aldrei unnið Super Bowl-leikinn og hefur aðeins einu sinni komist í úrslit. Það var árið 1999. Brady og þjálfari Patriots, Bill Belichick, þekkja þetta allt saman og hafa gert þetta allt áður. Að sama skapi hefur Atlanta ekki þessa reynslu en þjálfari liðsins, Dan Quinn, fór tvisvar með Seattle Seahawks í úrslit sem varnarþjálfari og veit því vel hvað hann er að fara út í.Brady ótrúlegur Brady hefur spilað stórkostlega síðan hann kom úr banninu. Með hann við stýrið tapaði Patriots aðeins einum leik í vetur. Brady spilaði algjörlega stórkostlega og kastaði boltanum aðeins tvisvar sinnum frá sér. Það er ótrúleg tölfræði hjá leikstjórnanda sem kastaði boltanum 432 sinnum í vetur. Það sem meira er, þá er Brady sigurvegari. Hann kann þá list betur en flestir í þessari deild að vinna leiki. Hann finnur alltaf leið í samvinnu við Belichick þjálfara. Það er sama með hvaða mönnum Brady þarf að vinna á hverju ári. Þeir eru ekki alltaf hátt skrifaðir en Brady tekst oftar en ekki að gera stjörnur úr þeim. Ef Atlanta ætlar að eiga möguleika í þessum leik þá verður liðið að setja pressu á Brady. Hann má ekki fá of mikinn tíma með boltann. Varnarmaður Atlanta, Vic Beasley, verður í aðalhlutverki þar en hann var með flestar leikstjórnandafellur í NFL-deildinni í vetur.Matt Ryan.Vísir/GettyEr sókn besta vörnin? Atlanta skoraði flest stig allra liða í NFL-deildinni í vetur og býr yfir fjölda sóknarvopna. Á móti kemur að New England er með bestu vörn deildarinnar. Fékk á sig fæst stig allra liða í vetur eða rúmlega 15 stig í leik. Leikstjórnandi Falcons, Matt Ryan, hefur átt stjörnutímabil og var nálægt því að komast í hinn einstaka 5.000 jarda klúbb leikstjórnenda. Aðeins fimm leikstjórnendur hafa náð slíkum árangri og Ryan var aðeins 56 jördum frá því að komast í þann félagsskap. Það sem gerir sóknarleik Atlanta svona hættulegan er hvað liðið á mörg vopn. Ryan kastaði snertimarkssendingu á þrettán mismunandi leikmenn í vetur en það er met í NFL-deildinni. Aðalútherji liðsins, Julio Jones, er líklega besti útherji deildarinnar í dag. Liðið á tvo frábæra hlaupara í Devonta Freeman og Tevin Coleman. Þeir eru ekki bara góðir að hlaupa heldur líka að grípa boltann. Slíka menn er erfitt að stöðva.Heldur vörn Fálkanna? Varnarleikur liðsins var einn sá lélegasti í vetur en hefur tekið ótrúlegum framförum síðustu vikur. Meirihluti varnarlínunnar er aftur á móti með aðeins eins og tveggja ára reynslu. Þessir kjúklingar héldu samt bæði Aaron Rodgers og Russell Wilson í skefjum í fyrstu leikjum liðsins í úrslitakeppninni. New England er sigurstranglegra liðið en þetta er samt ótrúlega áhugaverður leikur sem getur hæglega farið á hvorn veginn sem er.
NFL Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Sjá meira