Hægt að framselja sakborninga en ekki vitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 20:49 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. vísir/anton brink Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. Lögreglan getur þó enn óskað eftir að yfirheyra vitni í sínu heimalandi og þá getur lögregla einnig krafist þess að sakborningar séu framseldir. Maðurinn kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. Hann sætir ekki farbanni og er því frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þó að hann vildi ekki fara út í einstaka þætti málsins þá væri maðurinn að sjálfsögðu ekki laus ef hann væri sakaður um manndráp. „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus,“ sagði Jón H.B.Geta enn óskað eftir yfirheyrslum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að þó maðurinn fari úr landi geti lögreglan enn óskað eftir yfirheyrslum. „Almennt séð ef það eru erlendir ríkisborgarar sem eru í sínu heimalandi þá getum við með ákveðnum hætti óskað eftir yfirheyrslum yfir þeim í sínu heimalandi. Síðan er náttúrulega hægt að krefjast framsals, eftir leiðum sem um það gilda,“ sagði Grímur í samtali við fréttastofu í dag. „Síðan getum við eins og í öllum öðrum málum boðað menn fyrir dóm sem vitni til dæmis. Þá geta þeir eftir atvikum komið. Það er erfitt við það að eiga ef menn neita að koma og vitni verða ekki framseld milli landa.“En ef hann mun sæta ákæru í málinu hafið þið leyfi til að láta hann koma aftur til landsins? „Við getum farið fram á það, bæði við hann að hann komi til landsins og svo getum við krafist þess að hann sé framseldur.“ Grímur segir að lögreglan geti beðið vitni um að koma fyrir dóm en einnig er hægt að taka skýrslur eftir öðrum leiðum, til dæmis símleiðis. Hann segir jafnframt að miðað við það að annar maðurinn sé látinn laus en hinn sé áfram í haldi þá blasi það við að hlutdeild mannanna í meintu broti sé mismunandi. „Þessi munur sem þarna kemur fram, þar sem krafist er gæsluvarðhalds yfir einum en hinum ekki, bendir eindregið til þess að aðildin sé mjög mismunandi þó ekki sé hægt að fara nákvæmlega út í það með hvaða hætti það er. Það er ennþá undirliggjandi sama sakarefni,“ segir Grímur.Þannig að hann er ennþá grunaður um aðild að hvarfi Birnu? „Já, hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf hennar.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Fara ekki fram á farbann yfir skipverjanum sem verður sleppt Þrátt fyrir að hvorki sé farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum né farbann, en hann er grænlenskur, hefur hann enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu. 2. febrúar 2017 11:59 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus“ Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. 2. febrúar 2017 16:24 Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14 Hinn maðurinn frjáls ferða sinna í dag Staðfestir framburð sinn hjá dómara. 2. febrúar 2017 15:09 Mál Birnu Brjánsdóttur vekur heimsathygli Fjölmiðlar úti í heimi hafa mikinn áhuga á máli Birnu Brjánsdóttur. Kynningarfulltrúi lögreglunnar hefur ekki kynnst jafn viðamiklum áhuga. Oftast er dregið fram að á Ísland sé friðsælt, hér sé enginn her og lögreglan gangi um óvop 2. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. Lögreglan getur þó enn óskað eftir að yfirheyra vitni í sínu heimalandi og þá getur lögregla einnig krafist þess að sakborningar séu framseldir. Maðurinn kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. Hann sætir ekki farbanni og er því frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að þó að hann vildi ekki fara út í einstaka þætti málsins þá væri maðurinn að sjálfsögðu ekki laus ef hann væri sakaður um manndráp. „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus,“ sagði Jón H.B.Geta enn óskað eftir yfirheyrslum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að þó maðurinn fari úr landi geti lögreglan enn óskað eftir yfirheyrslum. „Almennt séð ef það eru erlendir ríkisborgarar sem eru í sínu heimalandi þá getum við með ákveðnum hætti óskað eftir yfirheyrslum yfir þeim í sínu heimalandi. Síðan er náttúrulega hægt að krefjast framsals, eftir leiðum sem um það gilda,“ sagði Grímur í samtali við fréttastofu í dag. „Síðan getum við eins og í öllum öðrum málum boðað menn fyrir dóm sem vitni til dæmis. Þá geta þeir eftir atvikum komið. Það er erfitt við það að eiga ef menn neita að koma og vitni verða ekki framseld milli landa.“En ef hann mun sæta ákæru í málinu hafið þið leyfi til að láta hann koma aftur til landsins? „Við getum farið fram á það, bæði við hann að hann komi til landsins og svo getum við krafist þess að hann sé framseldur.“ Grímur segir að lögreglan geti beðið vitni um að koma fyrir dóm en einnig er hægt að taka skýrslur eftir öðrum leiðum, til dæmis símleiðis. Hann segir jafnframt að miðað við það að annar maðurinn sé látinn laus en hinn sé áfram í haldi þá blasi það við að hlutdeild mannanna í meintu broti sé mismunandi. „Þessi munur sem þarna kemur fram, þar sem krafist er gæsluvarðhalds yfir einum en hinum ekki, bendir eindregið til þess að aðildin sé mjög mismunandi þó ekki sé hægt að fara nákvæmlega út í það með hvaða hætti það er. Það er ennþá undirliggjandi sama sakarefni,“ segir Grímur.Þannig að hann er ennþá grunaður um aðild að hvarfi Birnu? „Já, hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf hennar.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Fara ekki fram á farbann yfir skipverjanum sem verður sleppt Þrátt fyrir að hvorki sé farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum né farbann, en hann er grænlenskur, hefur hann enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu. 2. febrúar 2017 11:59 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus“ Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. 2. febrúar 2017 16:24 Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14 Hinn maðurinn frjáls ferða sinna í dag Staðfestir framburð sinn hjá dómara. 2. febrúar 2017 15:09 Mál Birnu Brjánsdóttur vekur heimsathygli Fjölmiðlar úti í heimi hafa mikinn áhuga á máli Birnu Brjánsdóttur. Kynningarfulltrúi lögreglunnar hefur ekki kynnst jafn viðamiklum áhuga. Oftast er dregið fram að á Ísland sé friðsælt, hér sé enginn her og lögreglan gangi um óvop 2. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fara ekki fram á farbann yfir skipverjanum sem verður sleppt Þrátt fyrir að hvorki sé farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum né farbann, en hann er grænlenskur, hefur hann enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu. 2. febrúar 2017 11:59
Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29
„Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus“ Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. 2. febrúar 2017 16:24
Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14
Mál Birnu Brjánsdóttur vekur heimsathygli Fjölmiðlar úti í heimi hafa mikinn áhuga á máli Birnu Brjánsdóttur. Kynningarfulltrúi lögreglunnar hefur ekki kynnst jafn viðamiklum áhuga. Oftast er dregið fram að á Ísland sé friðsælt, hér sé enginn her og lögreglan gangi um óvop 2. febrúar 2017 07:00