Ricardo Tisci yfirgefur Givenchy Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2017 17:15 Mikill missir fyrir Givenchy. Mynd/Getty Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður. Mest lesið Snýr keilubrjóstahaldarinn aftur? Glamour Fylgstu með þessum á tískuvikunni í Stokkhólmi Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour Skandinavísk snyrtivörulína kemur í verslanir í dag Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Það má alveg láta sig dreyma Glamour North West prófar Kylie Lip Kit Glamour Miklu meira en bara fataverslun Glamour Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Glamour Anna Wintour gefur Zoolander góð ráð Glamour
Fyrir stuttu var sagt frá því að Ricardo Tisci væri mögulega að hætta hjá Givenchy og á leiðinni yfir til Versace. Þetta voru þó aðeins óstaðfestar sögusagnir en í dag fóru þær aftur á flug. Givenchy tilkynnti í dag að Ricardo væri búinn að yfirgefa tískuhúsið þar sem hann hefur verið yfirhönnuður í 12 ár. Það þykir langur tími í tískubransanum en á þessum tíma hefur hann gjörbreytt ímynd Givenchy og komið merkinu upp á allt annan stall en það var áður fyrr. Hann er einn virtasti fatahönnuður heimsins í dag. Seinasta sýningin sem hann sýndi var núna í janúar á tískuviku karla í París þann 20.janúar. Enn hefur ekki komið nein tilkynning frá honum svo ekki er víst hvert framhaldið hjá Tisci verður.
Mest lesið Snýr keilubrjóstahaldarinn aftur? Glamour Fylgstu með þessum á tískuvikunni í Stokkhólmi Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour Skandinavísk snyrtivörulína kemur í verslanir í dag Glamour Vinsælasta yfirhöfn vorsins? Glamour Það má alveg láta sig dreyma Glamour North West prófar Kylie Lip Kit Glamour Miklu meira en bara fataverslun Glamour Fyrirsætur fá búningsklefa í fyrsta skipti Glamour Anna Wintour gefur Zoolander góð ráð Glamour