Könguló og ískaldur klefi stoppaði ekki Valsmenn í Svartfjallalandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2017 06:30 Valsmenn fagna í Svartfjallalandi. mynd/valur Valur komst í gær í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu í handbolta þegar liðið gerði jafntefli, 24-24, við svartfellska liðið RK Partizan ytra. Fyrri leikurinn fór fram á sama stað á laugardaginn og þá varð jafnt, 21-21. Valur fór því áfram, samanlagt 45-45, á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Við sýndum alveg fáránlega góðan karkater að klára þetta undir lokin,“ segir Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals, en Fréttablaðið náði í hann skömmu eftir leik. Valsmenn voru 23-21 undir þegar fimm mínútur voru eftir en sneru dæminu við. Anton skoraði 24. markið sem kom Hlíðarendaliðinu áfram. „Það var svakaleg harka í þessum leikjum. Dómararnir leyfðu mikið og því lítið skorað enda héldu þeir hraðanum niðri. Þeir börðu mann alveg hægri vinstri en sjaldnast var eitthvað dæmt. Þeir komu okkur á óvart með góðum varnarleik. Þetta er hörku gott lið en bara frábært hjá okkur að komast áfram,“ segir Anton. Eins og svo oft þegar ferðast þarf austarlega í álfunni til að spila handboltaleiki er eitthvað ákaflega sérstakt sem kemur upp á umgjörðinni. „Þetta var einn mesti brandari sem ég hef lent í. Það var könguló á veggnum inni í búningsklefa og hann var ískaldur. Það var ekkert kveikt á hitanum heldur kom maður með ferðahitara. Við létum þó hvorki þetta né dómarana fara í taugarnar á okkur,“ segir Anton Rúnarsson. Valsliðið heldur nú í langt ferðalag heim til Íslands með rútuferð til Króatíu og viðkomu í London. Valsmenn þurfa að komast fljótt niður á jörðina því þeir eiga leik á móti FH í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á föstudaginn. Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Valur komst í gær í átta liða úrslit Áskorendabikars Evrópu í handbolta þegar liðið gerði jafntefli, 24-24, við svartfellska liðið RK Partizan ytra. Fyrri leikurinn fór fram á sama stað á laugardaginn og þá varð jafnt, 21-21. Valur fór því áfram, samanlagt 45-45, á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. „Við sýndum alveg fáránlega góðan karkater að klára þetta undir lokin,“ segir Anton Rúnarsson, leikstjórnandi Vals, en Fréttablaðið náði í hann skömmu eftir leik. Valsmenn voru 23-21 undir þegar fimm mínútur voru eftir en sneru dæminu við. Anton skoraði 24. markið sem kom Hlíðarendaliðinu áfram. „Það var svakaleg harka í þessum leikjum. Dómararnir leyfðu mikið og því lítið skorað enda héldu þeir hraðanum niðri. Þeir börðu mann alveg hægri vinstri en sjaldnast var eitthvað dæmt. Þeir komu okkur á óvart með góðum varnarleik. Þetta er hörku gott lið en bara frábært hjá okkur að komast áfram,“ segir Anton. Eins og svo oft þegar ferðast þarf austarlega í álfunni til að spila handboltaleiki er eitthvað ákaflega sérstakt sem kemur upp á umgjörðinni. „Þetta var einn mesti brandari sem ég hef lent í. Það var könguló á veggnum inni í búningsklefa og hann var ískaldur. Það var ekkert kveikt á hitanum heldur kom maður með ferðahitara. Við létum þó hvorki þetta né dómarana fara í taugarnar á okkur,“ segir Anton Rúnarsson. Valsliðið heldur nú í langt ferðalag heim til Íslands með rútuferð til Króatíu og viðkomu í London. Valsmenn þurfa að komast fljótt niður á jörðina því þeir eiga leik á móti FH í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á föstudaginn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira