Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 25-35 | FH valtaði yfir Stjörnuna Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 20:45 Ólafur Gústafsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/anton FH vann auðveldan sigur á Stjörnunni, 35-25, í Olís-deild karla í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Gestirnir í FH byrjuðu leikinn töluvert betur og var sóknarleikur Stjörnunnar vægast sagt ryðgaður til að byrja með. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum hafði FH þriggja marka forustu, 8-5, og Ólafur Gústafsson eini leikmaður Stjörnunnar með lífsmarki. Sóknarleikur heimamanna gekk oft illa en aðal hausverkurinn var döpur vörn og markvarsla. Eftir 30 mínútna leik var staðan 17-12 fyrir FH og ekki til útflutninga að fá á sig 17 mörk í hálfleik. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með fimm mörk eftir fyrri hálfleikinn og Jóhann Birgir Ingvarsson var einnig með fimm mörk fyrir FH rétt eins og Óðinn Þór Ríkharðsson. Fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði FH fyrstu fjögur mörk leiksins og breyttu stöðunni allt í einu í 21-12 og gerðu í raun útum leikinn á þeim kafla. Það leið síðan ekki langur tíma þar til að munurinn var orðinn tíu mörk, 24-14. Stjörnumenn áttu einfaldlega aldrei séns í þessum leik og er skemmst frá því að segja að FH vann auðveldan sigur, 35-25. FH er því komið upp í annað sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi á eftir Aftureldingu. Stjarnan er enn í sjöunda með 15 stig. Jóhann Birgir Ingvarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu báðir 10 mörk fyrir FH í kvöld. Halldór: Bjóst ekki við svona stórum sigri„Ég bjóst nú ekki við svona stórum sigri fyrirfram, sérstaklega þar sem Stjarnan hefur verið að spila vel í síðustu deildarleikjum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum bara mjög þéttir og mjög góðir varnarlega í kvöld. Það skilaði sér í mörgum góðum hraðaupphlaupum og svo vorum við agaðir sóknarlega. Ég er bara mjög sáttur með þennan tíu marka sigur.“ FH gerði í raun útum þennan leik í upphafi síðari hálfleiksins. „Sú byrjun var frábær hjá okkur en það er samt svo stutt í þessu. Smá óöryggi og þá eru þeir komnir aftur inn í leikinn.“ Halldór segir að hópurinn hjá FH sé mjög breiður og það hafi sýnt sig í kvöld. „Við teljum okkur vera með fína breidd og sumir vilja alltaf bara tala um sömu leikmennina en þetta er heilt lið sem vinnur saman.“ Einar: Þetta var vonandi bara slys sem kemur ekki aftur fyrir„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég geld að þetta byrji fyrst og fremst í hausnum á okkur. Hugafarið hjá okkur var ekki gott,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel núna í pásunni og laga andlega þáttinn. Þá fyrst getum við byrjað að vinna í þáttum eins og vörn, sókn og markvörslu.“ Hann segir að nánast allar tímasetningar hafi verið rangar í varnarfærslu liðsins í kvöld. „Við erum hægir á fótum og töpum stöðum maður á mann í nánast hvert einasta skipti. Þetta er mjög óvanalegt hvað okkur varðar. Fyrir þennan leik vorum við búnir að fá á okkur fæst mörk í deildinni.“ Einar vonar að leikurinn í kvöld hafi bara verið slys og komi ekki fyrir aftur. „Við þurfum núna að setjast niður og vinna í þessum saman, það þýðir ekkert að vera með nein læti fyrir þessu.“ Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
FH vann auðveldan sigur á Stjörnunni, 35-25, í Olís-deild karla í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Gestirnir í FH byrjuðu leikinn töluvert betur og var sóknarleikur Stjörnunnar vægast sagt ryðgaður til að byrja með. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum hafði FH þriggja marka forustu, 8-5, og Ólafur Gústafsson eini leikmaður Stjörnunnar með lífsmarki. Sóknarleikur heimamanna gekk oft illa en aðal hausverkurinn var döpur vörn og markvarsla. Eftir 30 mínútna leik var staðan 17-12 fyrir FH og ekki til útflutninga að fá á sig 17 mörk í hálfleik. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með fimm mörk eftir fyrri hálfleikinn og Jóhann Birgir Ingvarsson var einnig með fimm mörk fyrir FH rétt eins og Óðinn Þór Ríkharðsson. Fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði FH fyrstu fjögur mörk leiksins og breyttu stöðunni allt í einu í 21-12 og gerðu í raun útum leikinn á þeim kafla. Það leið síðan ekki langur tíma þar til að munurinn var orðinn tíu mörk, 24-14. Stjörnumenn áttu einfaldlega aldrei séns í þessum leik og er skemmst frá því að segja að FH vann auðveldan sigur, 35-25. FH er því komið upp í annað sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi á eftir Aftureldingu. Stjarnan er enn í sjöunda með 15 stig. Jóhann Birgir Ingvarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu báðir 10 mörk fyrir FH í kvöld. Halldór: Bjóst ekki við svona stórum sigri„Ég bjóst nú ekki við svona stórum sigri fyrirfram, sérstaklega þar sem Stjarnan hefur verið að spila vel í síðustu deildarleikjum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum bara mjög þéttir og mjög góðir varnarlega í kvöld. Það skilaði sér í mörgum góðum hraðaupphlaupum og svo vorum við agaðir sóknarlega. Ég er bara mjög sáttur með þennan tíu marka sigur.“ FH gerði í raun útum þennan leik í upphafi síðari hálfleiksins. „Sú byrjun var frábær hjá okkur en það er samt svo stutt í þessu. Smá óöryggi og þá eru þeir komnir aftur inn í leikinn.“ Halldór segir að hópurinn hjá FH sé mjög breiður og það hafi sýnt sig í kvöld. „Við teljum okkur vera með fína breidd og sumir vilja alltaf bara tala um sömu leikmennina en þetta er heilt lið sem vinnur saman.“ Einar: Þetta var vonandi bara slys sem kemur ekki aftur fyrir„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég geld að þetta byrji fyrst og fremst í hausnum á okkur. Hugafarið hjá okkur var ekki gott,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel núna í pásunni og laga andlega þáttinn. Þá fyrst getum við byrjað að vinna í þáttum eins og vörn, sókn og markvörslu.“ Hann segir að nánast allar tímasetningar hafi verið rangar í varnarfærslu liðsins í kvöld. „Við erum hægir á fótum og töpum stöðum maður á mann í nánast hvert einasta skipti. Þetta er mjög óvanalegt hvað okkur varðar. Fyrir þennan leik vorum við búnir að fá á okkur fæst mörk í deildinni.“ Einar vonar að leikurinn í kvöld hafi bara verið slys og komi ekki fyrir aftur. „Við þurfum núna að setjast niður og vinna í þessum saman, það þýðir ekkert að vera með nein læti fyrir þessu.“
Olís-deild karla Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira