Ríkharður Jónsson látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2017 13:30 Ríkharður Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Vísir/Pjetur Ríkharður Jónsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, lést í gærkvöldi en hann var 87 ára ára gamall. Skagafréttir greina frá þessu. Ríkharður Jónsson átti magnaðan knattspyrnuferil og átti meðal annars markamet landsliðsins í næstum því fjóra áratugi. Hann er ennþá daginn í dag þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ríkharður skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum og átti metið frá 2. júlí 1948 þar til að Eiður Smári Guðjohnsen sló það 13. október 2007. Landsliðsmörk Ríkharðs Jónssonar. Ríkharður er enn sá sem hefur skorað flest mörk í einum landsleik en hann skoraði fjögur mörk í eftirminnilegum sigri á Svíum á Melavellinum 29. júní 1951. Ríkharður varð sex sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður, fyrst 1947 með Fram og svo fimm sinnum með Skagamönnum þar sem hann var spilandi þjálfari liðsins í öll skiptin. Ríkharður þjálfaði einnig meistaralið Skagamanna sumrin 1960 og 1970. Ríkharður lék með Fram meðfram námi í Reykjavík en þegar hann snéri aftur upp á Akranes þá bjó hófst mikil sigurganga Skagamanna sem urðu fimm sinnum Íslandsmeistarar frá 1951 til 1958. ÍA varð þá fyrsta liðið utan Reykjavíkur til að verða Íslandsmeistari í fótbolta. Ríkharður Jónsson lék alls 184 leiki með ÍA og skoraði í þeim 136 mörk þar af skoraði hann 68 mörk í 95 leikjum í efstu deild. Meira um feril Ríkharðs hjá ÍA hér. Ríkharður æfði með Arsenal 1959 og var boðinn samningur hjá enska stórliðinu en alvarleg bakmeiðsli komu í veg fyrir frama hans í enska boltanum. Hann snéri því aftur heim en spilaði ekki fótbolta aftur fyrr en sumarið 1962. Ríkharður Jónsson er einn af fimmtán meðlimum íslensku heiðurshallarinnar en hann var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ þann 30. desember 2015. Ríkharður er einn þriggja knattspyrnumanna í Heiðurshöllinni en hinir eru Albert Guðmundsson og Ásgeir Sigurvinsson. Ríkharður var formaður ÍA um árabil og er nú heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness, Knattspyrnufélags ÍA og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hann hefur verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum ÍSÍ og KSÍ auk þess sem honum hefur verið veitt fálkaorða íslenska lýðveldisins. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Ríkharður Jónsson, einn besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar, lést í gærkvöldi en hann var 87 ára ára gamall. Skagafréttir greina frá þessu. Ríkharður Jónsson átti magnaðan knattspyrnuferil og átti meðal annars markamet landsliðsins í næstum því fjóra áratugi. Hann er ennþá daginn í dag þriðji markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Ríkharður skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum og átti metið frá 2. júlí 1948 þar til að Eiður Smári Guðjohnsen sló það 13. október 2007. Landsliðsmörk Ríkharðs Jónssonar. Ríkharður er enn sá sem hefur skorað flest mörk í einum landsleik en hann skoraði fjögur mörk í eftirminnilegum sigri á Svíum á Melavellinum 29. júní 1951. Ríkharður varð sex sinnum Íslandsmeistari sem leikmaður, fyrst 1947 með Fram og svo fimm sinnum með Skagamönnum þar sem hann var spilandi þjálfari liðsins í öll skiptin. Ríkharður þjálfaði einnig meistaralið Skagamanna sumrin 1960 og 1970. Ríkharður lék með Fram meðfram námi í Reykjavík en þegar hann snéri aftur upp á Akranes þá bjó hófst mikil sigurganga Skagamanna sem urðu fimm sinnum Íslandsmeistarar frá 1951 til 1958. ÍA varð þá fyrsta liðið utan Reykjavíkur til að verða Íslandsmeistari í fótbolta. Ríkharður Jónsson lék alls 184 leiki með ÍA og skoraði í þeim 136 mörk þar af skoraði hann 68 mörk í 95 leikjum í efstu deild. Meira um feril Ríkharðs hjá ÍA hér. Ríkharður æfði með Arsenal 1959 og var boðinn samningur hjá enska stórliðinu en alvarleg bakmeiðsli komu í veg fyrir frama hans í enska boltanum. Hann snéri því aftur heim en spilaði ekki fótbolta aftur fyrr en sumarið 1962. Ríkharður Jónsson er einn af fimmtán meðlimum íslensku heiðurshallarinnar en hann var tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ þann 30. desember 2015. Ríkharður er einn þriggja knattspyrnumanna í Heiðurshöllinni en hinir eru Albert Guðmundsson og Ásgeir Sigurvinsson. Ríkharður var formaður ÍA um árabil og er nú heiðursfélagi Íþróttabandalags Akraness, Knattspyrnufélags ÍA og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Hann hefur verið sæmdur æðstu heiðursmerkjum ÍSÍ og KSÍ auk þess sem honum hefur verið veitt fálkaorða íslenska lýðveldisins.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira