Sakar Philipp Plein um hönnunarstuld Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 10:00 Alexander Wang er ekki svona hoppandi kátur þessa dagana. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang. Mest lesið Bjútíbiblía Glamour er komin út Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Annálaðar fataáhugakonur selja úr fataskápnum Glamour Barn númer tvö á leiðinni Glamour Konur á barmi taugaáfalls Glamour Beauty and the Beast slær fjölmörg met Glamour Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Glamour Fjögur prósent af toppmyndunum í Hollywood leikstýrt af konum Glamour H&M kynnir /Nyden til leiks Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang.
Mest lesið Bjútíbiblía Glamour er komin út Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Annálaðar fataáhugakonur selja úr fataskápnum Glamour Barn númer tvö á leiðinni Glamour Konur á barmi taugaáfalls Glamour Beauty and the Beast slær fjölmörg met Glamour Pharrell er andlit nýjustu handtösku Chanel Glamour Fjögur prósent af toppmyndunum í Hollywood leikstýrt af konum Glamour H&M kynnir /Nyden til leiks Glamour