Björn: Skýr hræðsluáróður hjá framboði Guðna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2017 17:19 Björn Einarsson segist hafa búist við annarri niðurstöðu í kjöri til formanns KSÍ og segir að skýr hræðsluáróður hafi verið rekinn af framboði Guðna Bergssonar, mótframbjóðanda hans.Guðni var kjörinn nýr formaður KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem hefur stýrt KSÍ frá árinu 2007. „Þetta eru mikil vonbrigði og kom á óvart. Ég bjóst við að þetta myndi ganga eftir og því eru vonbrigðin enn meiri,“ sagði Björn í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En hvað fékk hann til að halda að hann myndi hafa betur í kjörinu? „Ég fann meðbyr og skýran vilja til að fara með KSÍ í gegnum ákveðnar breytingar, öflugri stjórnar- og stjónsýsluhætti. Að stýring KSÍ yrði opnari og gagnsærri. Það var mikill vilji fyrir þessum breytingum og ég bjóst við að þetta myndi enda öðruvísi,“ sagði Björn. En talaði hann ekki við rétta fólkið?Mjög hollt fyrir KSÍ „Það var mikið lagt í þetta og ég talaði við fólk út um allt land. Ég held að þetta hafi verið mjög hollt fyrir KSÍ. Þarna fengu aðildarfélögin mikið og gott samtal við okkur báða. Ég held að það sé hægt að byggja á þessu og þetta opnaði ákveðin atriði, eins og t.d. með ferðakostnaðinn. Það er mikilvægt að Guðni taki þau mál áfram og standi við stóru orðin gagnvart grasrótinni og taki á ferðakostnaðinum sem er mjög sligandi og íþyngjandi,“ sagði Björn. Fyrir ársþingið gaf Björn það út að hann myndi ekki þiggja laun sem formaður KSÍ og hætta með starfandi stjórnarformennsku.Skýr hræðsluáróður „Það var líka rekinn mjög skýr hræðsluáróður hvað það varðar allan tímann. Ég held að það sé stórt atriði og mikill grunnur í að breyta stjórnsýslu KSÍ,“ sagði Björn. En kom þessi hræðsluáróður úr herbúðum Guðna? „Já, frá hinu framboðinu. Það var alveg ljóst.“ Svo virðist sem Guðni hafi notið stuðnings meirihluta liðanna í neðri deildunum. Björn segist ekki viss af hverju þau studdu frekar við bakið á Guðna en honum.Atkvæði gufuðu upp á milli dagskrárliða „Það er kannski ekki fyrir mig að segja. Ég ítrekaði það allan tímann að ég væri fyrir alla og mín sterka grasrótarreynsla hefði átt að vera næg staðfesting til allra liða að ég myndi standa með þeim,“ sagði Björn. „Það er erfitt að svara þessu. En ég bendi á að í formannskörinu sjálfu eru greidd 159 atkvæði en í kjörinu til aðalstjórnar KSÍ eru þau eitthvað um 130. Þar gufuðu atkvæði upp á milli dagskrárliða sem er athyglisvert,“ sagði Björn. En kann hann einhverjar skýringar á þessum mun? „Ég átta mig ekki á því. Það var verið að vísa í að það væri smölun varðandi þetta. Það verða aðrir að svara fyrir það,“ sagði Björn.Stoltur af framboðinu Björn segist stoltur af sínu framboði og segist ekki hafa gert neitt rangt í kosningabaráttunni. „Nei, alls ekki. Ég er ótrúlega stoltur af mínu framboði, af þeirri festu og styrk sem ég sýndi í gegnum framboðið. Ég stóð einn í þessu allan tímann og stóð fyrir mjög skýrri hugmyndafræði sem ég sló aldrei af frá fyrstu mínútu,“ sagði Björn. En heldur hann að stuðningur félaga í Pepsi-deildinni við hann hafi haft einhvern fælingamátt fyrir önnur félög? „Ég veit það ekki. Heilt yfir var kosningabaráttan mjög málefnaleg, drengileg og góð. Allt var þetta hollt fyrir KSÍ og það er mjög mikilvægt að ný forysta nýti þessa kosningabaráttu til að taka á ákveðnum málum,“ sagði Björn. Hann vonast til að Guðna farnist vel í starfi sem formaður KSÍ. „Ég vil óska Guðna til hamingju og velfarnaðar. En það verður bara að koma í ljós, hann verður að sýna okkur það hvernig hann ætlar að stýra KSÍ,“ sagði Björn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Björn Einarsson segist hafa búist við annarri niðurstöðu í kjöri til formanns KSÍ og segir að skýr hræðsluáróður hafi verið rekinn af framboði Guðna Bergssonar, mótframbjóðanda hans.Guðni var kjörinn nýr formaður KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem hefur stýrt KSÍ frá árinu 2007. „Þetta eru mikil vonbrigði og kom á óvart. Ég bjóst við að þetta myndi ganga eftir og því eru vonbrigðin enn meiri,“ sagði Björn í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En hvað fékk hann til að halda að hann myndi hafa betur í kjörinu? „Ég fann meðbyr og skýran vilja til að fara með KSÍ í gegnum ákveðnar breytingar, öflugri stjórnar- og stjónsýsluhætti. Að stýring KSÍ yrði opnari og gagnsærri. Það var mikill vilji fyrir þessum breytingum og ég bjóst við að þetta myndi enda öðruvísi,“ sagði Björn. En talaði hann ekki við rétta fólkið?Mjög hollt fyrir KSÍ „Það var mikið lagt í þetta og ég talaði við fólk út um allt land. Ég held að þetta hafi verið mjög hollt fyrir KSÍ. Þarna fengu aðildarfélögin mikið og gott samtal við okkur báða. Ég held að það sé hægt að byggja á þessu og þetta opnaði ákveðin atriði, eins og t.d. með ferðakostnaðinn. Það er mikilvægt að Guðni taki þau mál áfram og standi við stóru orðin gagnvart grasrótinni og taki á ferðakostnaðinum sem er mjög sligandi og íþyngjandi,“ sagði Björn. Fyrir ársþingið gaf Björn það út að hann myndi ekki þiggja laun sem formaður KSÍ og hætta með starfandi stjórnarformennsku.Skýr hræðsluáróður „Það var líka rekinn mjög skýr hræðsluáróður hvað það varðar allan tímann. Ég held að það sé stórt atriði og mikill grunnur í að breyta stjórnsýslu KSÍ,“ sagði Björn. En kom þessi hræðsluáróður úr herbúðum Guðna? „Já, frá hinu framboðinu. Það var alveg ljóst.“ Svo virðist sem Guðni hafi notið stuðnings meirihluta liðanna í neðri deildunum. Björn segist ekki viss af hverju þau studdu frekar við bakið á Guðna en honum.Atkvæði gufuðu upp á milli dagskrárliða „Það er kannski ekki fyrir mig að segja. Ég ítrekaði það allan tímann að ég væri fyrir alla og mín sterka grasrótarreynsla hefði átt að vera næg staðfesting til allra liða að ég myndi standa með þeim,“ sagði Björn. „Það er erfitt að svara þessu. En ég bendi á að í formannskörinu sjálfu eru greidd 159 atkvæði en í kjörinu til aðalstjórnar KSÍ eru þau eitthvað um 130. Þar gufuðu atkvæði upp á milli dagskrárliða sem er athyglisvert,“ sagði Björn. En kann hann einhverjar skýringar á þessum mun? „Ég átta mig ekki á því. Það var verið að vísa í að það væri smölun varðandi þetta. Það verða aðrir að svara fyrir það,“ sagði Björn.Stoltur af framboðinu Björn segist stoltur af sínu framboði og segist ekki hafa gert neitt rangt í kosningabaráttunni. „Nei, alls ekki. Ég er ótrúlega stoltur af mínu framboði, af þeirri festu og styrk sem ég sýndi í gegnum framboðið. Ég stóð einn í þessu allan tímann og stóð fyrir mjög skýrri hugmyndafræði sem ég sló aldrei af frá fyrstu mínútu,“ sagði Björn. En heldur hann að stuðningur félaga í Pepsi-deildinni við hann hafi haft einhvern fælingamátt fyrir önnur félög? „Ég veit það ekki. Heilt yfir var kosningabaráttan mjög málefnaleg, drengileg og góð. Allt var þetta hollt fyrir KSÍ og það er mjög mikilvægt að ný forysta nýti þessa kosningabaráttu til að taka á ákveðnum málum,“ sagði Björn. Hann vonast til að Guðna farnist vel í starfi sem formaður KSÍ. „Ég vil óska Guðna til hamingju og velfarnaðar. En það verður bara að koma í ljós, hann verður að sýna okkur það hvernig hann ætlar að stýra KSÍ,“ sagði Björn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira