Björn: Skýr hræðsluáróður hjá framboði Guðna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2017 17:19 Björn Einarsson segist hafa búist við annarri niðurstöðu í kjöri til formanns KSÍ og segir að skýr hræðsluáróður hafi verið rekinn af framboði Guðna Bergssonar, mótframbjóðanda hans.Guðni var kjörinn nýr formaður KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem hefur stýrt KSÍ frá árinu 2007. „Þetta eru mikil vonbrigði og kom á óvart. Ég bjóst við að þetta myndi ganga eftir og því eru vonbrigðin enn meiri,“ sagði Björn í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En hvað fékk hann til að halda að hann myndi hafa betur í kjörinu? „Ég fann meðbyr og skýran vilja til að fara með KSÍ í gegnum ákveðnar breytingar, öflugri stjórnar- og stjónsýsluhætti. Að stýring KSÍ yrði opnari og gagnsærri. Það var mikill vilji fyrir þessum breytingum og ég bjóst við að þetta myndi enda öðruvísi,“ sagði Björn. En talaði hann ekki við rétta fólkið?Mjög hollt fyrir KSÍ „Það var mikið lagt í þetta og ég talaði við fólk út um allt land. Ég held að þetta hafi verið mjög hollt fyrir KSÍ. Þarna fengu aðildarfélögin mikið og gott samtal við okkur báða. Ég held að það sé hægt að byggja á þessu og þetta opnaði ákveðin atriði, eins og t.d. með ferðakostnaðinn. Það er mikilvægt að Guðni taki þau mál áfram og standi við stóru orðin gagnvart grasrótinni og taki á ferðakostnaðinum sem er mjög sligandi og íþyngjandi,“ sagði Björn. Fyrir ársþingið gaf Björn það út að hann myndi ekki þiggja laun sem formaður KSÍ og hætta með starfandi stjórnarformennsku.Skýr hræðsluáróður „Það var líka rekinn mjög skýr hræðsluáróður hvað það varðar allan tímann. Ég held að það sé stórt atriði og mikill grunnur í að breyta stjórnsýslu KSÍ,“ sagði Björn. En kom þessi hræðsluáróður úr herbúðum Guðna? „Já, frá hinu framboðinu. Það var alveg ljóst.“ Svo virðist sem Guðni hafi notið stuðnings meirihluta liðanna í neðri deildunum. Björn segist ekki viss af hverju þau studdu frekar við bakið á Guðna en honum.Atkvæði gufuðu upp á milli dagskrárliða „Það er kannski ekki fyrir mig að segja. Ég ítrekaði það allan tímann að ég væri fyrir alla og mín sterka grasrótarreynsla hefði átt að vera næg staðfesting til allra liða að ég myndi standa með þeim,“ sagði Björn. „Það er erfitt að svara þessu. En ég bendi á að í formannskörinu sjálfu eru greidd 159 atkvæði en í kjörinu til aðalstjórnar KSÍ eru þau eitthvað um 130. Þar gufuðu atkvæði upp á milli dagskrárliða sem er athyglisvert,“ sagði Björn. En kann hann einhverjar skýringar á þessum mun? „Ég átta mig ekki á því. Það var verið að vísa í að það væri smölun varðandi þetta. Það verða aðrir að svara fyrir það,“ sagði Björn.Stoltur af framboðinu Björn segist stoltur af sínu framboði og segist ekki hafa gert neitt rangt í kosningabaráttunni. „Nei, alls ekki. Ég er ótrúlega stoltur af mínu framboði, af þeirri festu og styrk sem ég sýndi í gegnum framboðið. Ég stóð einn í þessu allan tímann og stóð fyrir mjög skýrri hugmyndafræði sem ég sló aldrei af frá fyrstu mínútu,“ sagði Björn. En heldur hann að stuðningur félaga í Pepsi-deildinni við hann hafi haft einhvern fælingamátt fyrir önnur félög? „Ég veit það ekki. Heilt yfir var kosningabaráttan mjög málefnaleg, drengileg og góð. Allt var þetta hollt fyrir KSÍ og það er mjög mikilvægt að ný forysta nýti þessa kosningabaráttu til að taka á ákveðnum málum,“ sagði Björn. Hann vonast til að Guðna farnist vel í starfi sem formaður KSÍ. „Ég vil óska Guðna til hamingju og velfarnaðar. En það verður bara að koma í ljós, hann verður að sýna okkur það hvernig hann ætlar að stýra KSÍ,“ sagði Björn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. KSÍ Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Björn Einarsson segist hafa búist við annarri niðurstöðu í kjöri til formanns KSÍ og segir að skýr hræðsluáróður hafi verið rekinn af framboði Guðna Bergssonar, mótframbjóðanda hans.Guðni var kjörinn nýr formaður KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Hann tekur við starfinu af Geir Þorsteinssyni sem hefur stýrt KSÍ frá árinu 2007. „Þetta eru mikil vonbrigði og kom á óvart. Ég bjóst við að þetta myndi ganga eftir og því eru vonbrigðin enn meiri,“ sagði Björn í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. En hvað fékk hann til að halda að hann myndi hafa betur í kjörinu? „Ég fann meðbyr og skýran vilja til að fara með KSÍ í gegnum ákveðnar breytingar, öflugri stjórnar- og stjónsýsluhætti. Að stýring KSÍ yrði opnari og gagnsærri. Það var mikill vilji fyrir þessum breytingum og ég bjóst við að þetta myndi enda öðruvísi,“ sagði Björn. En talaði hann ekki við rétta fólkið?Mjög hollt fyrir KSÍ „Það var mikið lagt í þetta og ég talaði við fólk út um allt land. Ég held að þetta hafi verið mjög hollt fyrir KSÍ. Þarna fengu aðildarfélögin mikið og gott samtal við okkur báða. Ég held að það sé hægt að byggja á þessu og þetta opnaði ákveðin atriði, eins og t.d. með ferðakostnaðinn. Það er mikilvægt að Guðni taki þau mál áfram og standi við stóru orðin gagnvart grasrótinni og taki á ferðakostnaðinum sem er mjög sligandi og íþyngjandi,“ sagði Björn. Fyrir ársþingið gaf Björn það út að hann myndi ekki þiggja laun sem formaður KSÍ og hætta með starfandi stjórnarformennsku.Skýr hræðsluáróður „Það var líka rekinn mjög skýr hræðsluáróður hvað það varðar allan tímann. Ég held að það sé stórt atriði og mikill grunnur í að breyta stjórnsýslu KSÍ,“ sagði Björn. En kom þessi hræðsluáróður úr herbúðum Guðna? „Já, frá hinu framboðinu. Það var alveg ljóst.“ Svo virðist sem Guðni hafi notið stuðnings meirihluta liðanna í neðri deildunum. Björn segist ekki viss af hverju þau studdu frekar við bakið á Guðna en honum.Atkvæði gufuðu upp á milli dagskrárliða „Það er kannski ekki fyrir mig að segja. Ég ítrekaði það allan tímann að ég væri fyrir alla og mín sterka grasrótarreynsla hefði átt að vera næg staðfesting til allra liða að ég myndi standa með þeim,“ sagði Björn. „Það er erfitt að svara þessu. En ég bendi á að í formannskörinu sjálfu eru greidd 159 atkvæði en í kjörinu til aðalstjórnar KSÍ eru þau eitthvað um 130. Þar gufuðu atkvæði upp á milli dagskrárliða sem er athyglisvert,“ sagði Björn. En kann hann einhverjar skýringar á þessum mun? „Ég átta mig ekki á því. Það var verið að vísa í að það væri smölun varðandi þetta. Það verða aðrir að svara fyrir það,“ sagði Björn.Stoltur af framboðinu Björn segist stoltur af sínu framboði og segist ekki hafa gert neitt rangt í kosningabaráttunni. „Nei, alls ekki. Ég er ótrúlega stoltur af mínu framboði, af þeirri festu og styrk sem ég sýndi í gegnum framboðið. Ég stóð einn í þessu allan tímann og stóð fyrir mjög skýrri hugmyndafræði sem ég sló aldrei af frá fyrstu mínútu,“ sagði Björn. En heldur hann að stuðningur félaga í Pepsi-deildinni við hann hafi haft einhvern fælingamátt fyrir önnur félög? „Ég veit það ekki. Heilt yfir var kosningabaráttan mjög málefnaleg, drengileg og góð. Allt var þetta hollt fyrir KSÍ og það er mjög mikilvægt að ný forysta nýti þessa kosningabaráttu til að taka á ákveðnum málum,“ sagði Björn. Hann vonast til að Guðna farnist vel í starfi sem formaður KSÍ. „Ég vil óska Guðna til hamingju og velfarnaðar. En það verður bara að koma í ljós, hann verður að sýna okkur það hvernig hann ætlar að stýra KSÍ,“ sagði Björn. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
KSÍ Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira