Vill fjármagna endurbætur á vegakerfinu með gjaldtöku á vegum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 21:18 Í samgönguráðuneytinu er unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er langt undir sögulegu meðaltali. Fjárfesting hefur verið á bilinu 0,8 til 1,2 prósent frá hruni en sögulegt meðaltal er nálægt 2 prósentum. Áætlað er að verja þurfi um 100 milljörðum króna nú þegar, til að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástand. „Það er best að vera á jörðinni og átta sig á því að það verður slagur um fjármagnið og þess vegna höfum við verið að setja í gang vinnu núna í ráðuneytinu, að skoða það með hvaða hætti við getum stigið alvöru skref inn í framtíðina á eflingu samgöngukerfisins, hvernig við getum þá tekið ákveðin verkefni út fyrir sviga og farið í samfjármögnun, en hluti af því gæti þá verið að það verði sérstök gjaldtaka á ákveðnum leiðum,“ sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Verkefnin sem ég er að láta skilgreina núna er leiðin frá höfuðborginni upp í Borgarnes, með Sundabraut og þá tvöföldun eftir því sem við á, alla leið frá Keflavíkurflugstöðinni og inn og í gegnum Hafnarfjörð og síðan á suðurlandi, austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, fyrir ofan Selfoss.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér litist illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst dálítið áhugavert að okkur tókst að byggja þessa vegi áður án þess að fara út í gjaldtöku, ég skil ekki af hverju það er flókið að bæta við öðrum vegi án þess að fara út í gjaldtöku.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að mikilvægt sé að kalla til þverpólítísks samráðs um það hvernig fjármögnun vegakerfisins verður í framtíðinni. „Erum við að fara að borga fyrir þessa grunnþjónustu, með því sem við leggjum til samfélagsins í formi skatta, eða ætlum við að taka upp aukna gjaldtöku þarna eins og víða annarsstaðar? Það er náttúrulega grundvallar stefnubreyting.“ Víglínan Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Í samgönguráðuneytinu er unnið að tillögum um stórtækar endurbætur á vegakerfinu sem fjármagnaðar yrðu með gjaldtöku á vegum frá höfuðborgarsvæðinu. Fjárfesting ríkisins í vegakerfinu sem hlutfall af vergri landsframleiðslu er langt undir sögulegu meðaltali. Fjárfesting hefur verið á bilinu 0,8 til 1,2 prósent frá hruni en sögulegt meðaltal er nálægt 2 prósentum. Áætlað er að verja þurfi um 100 milljörðum króna nú þegar, til að koma vegakerfi landsins í viðunandi ástand. „Það er best að vera á jörðinni og átta sig á því að það verður slagur um fjármagnið og þess vegna höfum við verið að setja í gang vinnu núna í ráðuneytinu, að skoða það með hvaða hætti við getum stigið alvöru skref inn í framtíðina á eflingu samgöngukerfisins, hvernig við getum þá tekið ákveðin verkefni út fyrir sviga og farið í samfjármögnun, en hluti af því gæti þá verið að það verði sérstök gjaldtaka á ákveðnum leiðum,“ sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Verkefnin sem ég er að láta skilgreina núna er leiðin frá höfuðborginni upp í Borgarnes, með Sundabraut og þá tvöföldun eftir því sem við á, alla leið frá Keflavíkurflugstöðinni og inn og í gegnum Hafnarfjörð og síðan á suðurlandi, austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, fyrir ofan Selfoss.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði að sér litist illa á þessar hugmyndir. „Mér finnst dálítið áhugavert að okkur tókst að byggja þessa vegi áður án þess að fara út í gjaldtöku, ég skil ekki af hverju það er flókið að bæta við öðrum vegi án þess að fara út í gjaldtöku.“ Þá sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, að mikilvægt sé að kalla til þverpólítísks samráðs um það hvernig fjármögnun vegakerfisins verður í framtíðinni. „Erum við að fara að borga fyrir þessa grunnþjónustu, með því sem við leggjum til samfélagsins í formi skatta, eða ætlum við að taka upp aukna gjaldtöku þarna eins og víða annarsstaðar? Það er náttúrulega grundvallar stefnubreyting.“
Víglínan Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira