Jón Arnór: Ég hef misst svefn síðan ég tapaði síðast í úrslitum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. febrúar 2017 19:13 Jón Arnór Stefánsson skoraði 19 stig í dag. vísir/andri marino "Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
"Þetta skiptir mig rosalega miklu máli," sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir að hann vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil á Íslandi í dag. KR vann Þór Þorlákshöfn í úrslitum í Laugardalshöll en Jón skoraði 19 stig í leiknum. Jón hefur tvisvar sinnum spilað til úrslita. Hann tapaði með KR fyrir Njarðvík árið 2002 og svo fyrir Stjörnunni árið 2009 sem eru ein óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppninnar enda KR með svakalegt lið það tímabilið. "Ég er búinn að missa mikinn svefn síðustu ár út af bikarúrslitaleiknum 2009 sem við töpuðum á móti Stjörnunni. Án gríns! Mig langaði rosalega mikið að vinna þetta. Mig vantaði eitthvað í safnið og nú er þetta komið. Það hefði verið gaman að spila á móti Stjörnunni en Þór er líka með frábært lið," sagði Jón Arnór en mikil stemning var í KR-liðinu í seinni hálfleik í dag. "Það var svo góður andi í liðinu fyrir leikinn. Við erum allir að reyna að læra inn á hvern annan. Leikurinn okkar hefur oft riðlast í vetur og sjálfur er ég ekkert í einhverju geggjuðu standi. Það var frábært að vinna þetta og við ætlum að njóta þess að fagna þessum titli." Jón var ekki bara að skora og gefa stoðsendingar heldur sýndi hann mikla leiðtogahæfileika og var að fá menn með sér. Hann kveikti nokkrum sinnum í stúkunni og samherjum sínum með látum og köllum. "Það hefur vantað hjá okkur að vera upp í stúku og fá áhorfendur með okkur. Það var ekkert planið í dag en innan liðsins eigum við að gleðajst og sýna það út á við. Við fundum frábæra orku frá stúkunni og það var bara gaman að sjá strákana spila svona vel í dag og hvað þeir voru vel einbeittir," sagði Jón Arnór. "Ég naut þess rosalega mikið að spila í dag, miklu meira en í öllum leikjunum hingað til." KR-liðið hefur ekki verið að spila neitt rosalega vel í vetur en er samt á toppnum í deildinni og orðið bikarmeistari. Nú er stefnan sett á að gjörsigra alla þá sem verða á vegi KR-inga. "Þetta er ákveðinn léttir. Bikarinn er kominn í hús. Sálfræðilega er þetta gott. Þetta er góður titill til að byggja ofan á. Við vitum að við eigum rosalega mikið inni og ég er að komast í betra stand," segir Jón Arnór. "Ég kvíði engu. Við ætlum að valta yfir alla andstæðinga sem við spilum við í framhaldinu. Það er enginn að fara að stöðva okkur. Við ætlum á fulla ferð áfram og við kíkjum ekki einu sinni í baksýnisspegilinn. Það er enginn efi hjá okkur. Við skildum það allt eftir í klefanum eftir leikinn á móti Val," sagði Jón Arnór Stefánsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira