Forysta KSÍ fær nýtt andlit | Guðni og Björn svara spurningum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2017 06:00 Guðni Bergsson og Björn Einarsson. Vísir/Anton Nýr formaður KSÍ verður kjörinn á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir 25 ár en í framboði eru tvö ólík formannsefni. Í fyrsta sinn í langan tíma ríkir mikil óvissa í aðdraganda ársþings KSÍ um hver verði kjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára. Ljóst er að nýr formaður verður kjörinn í dag en valið stendur á milli Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar. Málflutningur þeirra í aðdraganda kosninganna hefur verið ólíkur en Fréttablaðið bar undir þá þrjár spurningar sem þeir svara hér til hliðar. Formaður KSÍ hefur síðan 1952 komið úr annaðhvort KR eða Val. Guðni er sem kunnugt er uppalinn í Val en Björn er formaður Víkings.Hver mikilvægasta breytingin sem þarf að gera á starfi KSÍ?Björn Einarsson: Styrkja þarf alla stýringu og stjórnarhætti. Stuðla að liðsheild stjórnar, aðildarfélaga og skrifstofu sem byggir á gagnsæi, trausti og trúverðugleika. Efla þarf ímynd KSÍ – snúa vörn í sókn. Efla þarf ímyndina gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum.Guðni Bergsson: Ég held að besta svarið við þessu sé að gera gott starf enn betra. Við megum ekki gleyma því að við erum á frábærum stað með fótboltann í landinu. Grasrótarstarfið er mjög öflugt og við eigum að hlúa vel að því og starfinu í öllum deildum um allt land bæði, karla og kvenna. Sem nýr formaður vil ég hafa gegnsæi , virka stjórn , öfluga skrifstofu og þjóna hagsmunum allra aðildarfélaganna.KSÍ vill gera róttækar breytingar á Laugardalsvelli. Ertu hlynntur þeim hugmyndum?Guðni Bergsson: Það er æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að fá betri keppnisvöll fyrir okkur. Þetta er til skoðunar hjá Borgarbrag í samstarfi við erlent ráðgjafarfyrirtæki. Fyrir liggur að við erum að fara að spila mótsleiki í framtíðinni í mars og nóvember sem verður vandamál á núverandi keppnisvelli. Eitt er ljóst að fjárhag KSÍ má ekki setja í neina hættu vegna þessa og það verður haft að leiðarljósi.Björn Einarsson: Ég mun fara ýtarlega yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi Laugardalsvöllinn. Ljóst er að styrkja þarf núverandi umgjörð er snýr að vellinum – til að gera hann betur í stakk búinn fyrir aukin verkefni og þær kröfur sem gerðar eru til þjóðarleikvanga. Að sama skapi verður að stíga varlega til jarðar. Þetta verkefni tengt Laugardalsvellinum má ekki með neinu móti hafa áhrif á afkomu KSÍ.Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ?Björn Einarsson: Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ? Mitt mat er að formaður KSÍ verði að þekkja hinn krefjandi heim aðildarfélaga sambandsins. Ég hef mikla reynslu úr grasrótinni þar sem ég hef verið samfellt við stýringu á mínu félagi í yfir 10 ár. Þá hef ég mikla stjórnenda og rekstrarreynslu við stýra fyrirtækjum bæði á Íslandi og erlendis. Grasrótarreynsla og rekstrarreynsla mín eru að mínu mati frábært veganesti í að leiða KSÍ.Guðni Bergsson: Ég hef góða og víðtæka reynslu fyrir þetta hlutverk sem er að leiða KSÍ. Að vera fyrrum knattspyrnumaður og lögmaður gefur mér þann styrk og tengsl til að gæta hagsmuna íslenskrar knattspyrnu og þann bakgrunn til þess að taka farsælar ákvaðanir fyrir fótboltann í landinu. Ég er fullur áhuga og ætla að sinna þessu óskiptur. Fótboltinn þarf formann sem hefur innsýn og tíma til þess að halda áfram af fagmennsku í uppbyggingu fótboltans. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Nýr formaður KSÍ verður kjörinn á ársþingi sambandsins í dag. Geir Þorsteinsson lætur af störfum eftir 25 ár en í framboði eru tvö ólík formannsefni. Í fyrsta sinn í langan tíma ríkir mikil óvissa í aðdraganda ársþings KSÍ um hver verði kjörinn formaður sambandsins til næstu tveggja ára. Ljóst er að nýr formaður verður kjörinn í dag en valið stendur á milli Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar. Málflutningur þeirra í aðdraganda kosninganna hefur verið ólíkur en Fréttablaðið bar undir þá þrjár spurningar sem þeir svara hér til hliðar. Formaður KSÍ hefur síðan 1952 komið úr annaðhvort KR eða Val. Guðni er sem kunnugt er uppalinn í Val en Björn er formaður Víkings.Hver mikilvægasta breytingin sem þarf að gera á starfi KSÍ?Björn Einarsson: Styrkja þarf alla stýringu og stjórnarhætti. Stuðla að liðsheild stjórnar, aðildarfélaga og skrifstofu sem byggir á gagnsæi, trausti og trúverðugleika. Efla þarf ímynd KSÍ – snúa vörn í sókn. Efla þarf ímyndina gagnvart samfélaginu, aðildarfélögunum og samstarfsaðilum.Guðni Bergsson: Ég held að besta svarið við þessu sé að gera gott starf enn betra. Við megum ekki gleyma því að við erum á frábærum stað með fótboltann í landinu. Grasrótarstarfið er mjög öflugt og við eigum að hlúa vel að því og starfinu í öllum deildum um allt land bæði, karla og kvenna. Sem nýr formaður vil ég hafa gegnsæi , virka stjórn , öfluga skrifstofu og þjóna hagsmunum allra aðildarfélaganna.KSÍ vill gera róttækar breytingar á Laugardalsvelli. Ertu hlynntur þeim hugmyndum?Guðni Bergsson: Það er æskilegt og jafnvel nauðsynlegt að fá betri keppnisvöll fyrir okkur. Þetta er til skoðunar hjá Borgarbrag í samstarfi við erlent ráðgjafarfyrirtæki. Fyrir liggur að við erum að fara að spila mótsleiki í framtíðinni í mars og nóvember sem verður vandamál á núverandi keppnisvelli. Eitt er ljóst að fjárhag KSÍ má ekki setja í neina hættu vegna þessa og það verður haft að leiðarljósi.Björn Einarsson: Ég mun fara ýtarlega yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir varðandi Laugardalsvöllinn. Ljóst er að styrkja þarf núverandi umgjörð er snýr að vellinum – til að gera hann betur í stakk búinn fyrir aukin verkefni og þær kröfur sem gerðar eru til þjóðarleikvanga. Að sama skapi verður að stíga varlega til jarðar. Þetta verkefni tengt Laugardalsvellinum má ekki með neinu móti hafa áhrif á afkomu KSÍ.Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ?Björn Einarsson: Af hverju ættu þingfulltrúar að kjósa þig sem formann KSÍ? Mitt mat er að formaður KSÍ verði að þekkja hinn krefjandi heim aðildarfélaga sambandsins. Ég hef mikla reynslu úr grasrótinni þar sem ég hef verið samfellt við stýringu á mínu félagi í yfir 10 ár. Þá hef ég mikla stjórnenda og rekstrarreynslu við stýra fyrirtækjum bæði á Íslandi og erlendis. Grasrótarreynsla og rekstrarreynsla mín eru að mínu mati frábært veganesti í að leiða KSÍ.Guðni Bergsson: Ég hef góða og víðtæka reynslu fyrir þetta hlutverk sem er að leiða KSÍ. Að vera fyrrum knattspyrnumaður og lögmaður gefur mér þann styrk og tengsl til að gæta hagsmuna íslenskrar knattspyrnu og þann bakgrunn til þess að taka farsælar ákvaðanir fyrir fótboltann í landinu. Ég er fullur áhuga og ætla að sinna þessu óskiptur. Fótboltinn þarf formann sem hefur innsýn og tíma til þess að halda áfram af fagmennsku í uppbyggingu fótboltans.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00 Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00 Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Fimm prósent skráðra fulltrúa á ársþing KSÍ eru konur 83 þingfulltrúar knattspyrnufélaga á Íslandi eru skráðir á þingið. Skráning gengur vel að sögn framkvæmdastjóra. 8. febrúar 2017 08:00
Guðni við BBC: Neville og Lampard henta vel til stjórnunarstarfa Guðni Bergsson er í viðtali við BBC í tilefni af tilvonandi formannskjöri KSÍ. 9. febrúar 2017 08:00
Sjáðu kappræður Björns og Guðna Hörður Magnússon fékk formannsefni KSÍ í myndver kvöldfrétta Stöðvar 2. 7. febrúar 2017 10:00