Byggðastofnun synjaði en bankinn sá ljós í nýsköpun Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2017 21:45 Hjón sem gerðust bændur á Austfjörðum til nýsköpunar í matvælaframleiðslu segjast hafa rekist á veggi hjá Byggðastofnun og segja stuðningskerfi landbúnaðarins algerlega sniðið að hefðbundnum búskap. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við þau Berglindi Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, sem fyrir þremur árum fluttu úr Reykjavík og keyptu jörðina Karlsstaði á Berufjarðarströnd. Berglind er þekkt sem útvarpsmaður og Svavar Pétur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Á Karlsstöðum breyttu þau gamla fjósinu í matvælaiðju. Þau framleiða bæði gulrófnaflögur og grænmetispylsur, kallaðar Bulsur, og hráefnið kemur af þeirra eigin akri. Þau höfðu séð auglýsingu frá Byggðastofnun um lán til jarðakaupa, sóttu um en var synjað. Þau segjast þá hafa leitað til Íslandsbanka og þar hafi þau notið velvildar. „En finnst dálítið skrýtið á sama tíma og við vorum þarna með viðskiptahugmynd og plan um að byggja upp rekstur á svolítið nýjum grunni, þá skyldum við fá synjun,” segir Svavar Pétur. „Ráðamenn þreytast ekkert á að skreyta sig í ræðum með nýsköpun og lífrænni ræktun, - og allt þetta sem við erum að gera, - tala um fjölbreytni og fjölbreytta atvinnustarfsemi á landsbyggðinni,” segir Berglind. „Það er alltaf verið að tala um þetta. Svo er bara svo merkilegt að lenda svona á vegg þegar maður er kominn í þetta,” segir Berglind og Svavar Pétur bætur við að þetta sé bara í orði. Það sé ekkert að gerast. Gamla bæinn tóku þau undir gistihús og breyttu hlöðunni í veitingastað og tónleikasal en þau njóta góðs af staðsetningu við hringveginn. „Kerfið er algerlega byggt upp fyrir þennan hefðbundna landbúnað og hann á algerlega rétt á sér. Þetta þarf bara að vinna saman. Sauðfjárbúskapurinn og mjólkurbúskapurinn, grænmetisræktin og nýsköpunin þarf allt að vinna saman og það eiga allir að vera jafnréttháir,” segir Svavar Pétur. Nánar var rætt við þau í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld sem fjallaði um sveitabyggðina við Berufjörð. Djúpivogur Um land allt Tengdar fréttir Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45 Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Hjón sem gerðust bændur á Austfjörðum til nýsköpunar í matvælaframleiðslu segjast hafa rekist á veggi hjá Byggðastofnun og segja stuðningskerfi landbúnaðarins algerlega sniðið að hefðbundnum búskap. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við þau Berglindi Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, sem fyrir þremur árum fluttu úr Reykjavík og keyptu jörðina Karlsstaði á Berufjarðarströnd. Berglind er þekkt sem útvarpsmaður og Svavar Pétur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló. Á Karlsstöðum breyttu þau gamla fjósinu í matvælaiðju. Þau framleiða bæði gulrófnaflögur og grænmetispylsur, kallaðar Bulsur, og hráefnið kemur af þeirra eigin akri. Þau höfðu séð auglýsingu frá Byggðastofnun um lán til jarðakaupa, sóttu um en var synjað. Þau segjast þá hafa leitað til Íslandsbanka og þar hafi þau notið velvildar. „En finnst dálítið skrýtið á sama tíma og við vorum þarna með viðskiptahugmynd og plan um að byggja upp rekstur á svolítið nýjum grunni, þá skyldum við fá synjun,” segir Svavar Pétur. „Ráðamenn þreytast ekkert á að skreyta sig í ræðum með nýsköpun og lífrænni ræktun, - og allt þetta sem við erum að gera, - tala um fjölbreytni og fjölbreytta atvinnustarfsemi á landsbyggðinni,” segir Berglind. „Það er alltaf verið að tala um þetta. Svo er bara svo merkilegt að lenda svona á vegg þegar maður er kominn í þetta,” segir Berglind og Svavar Pétur bætur við að þetta sé bara í orði. Það sé ekkert að gerast. Gamla bæinn tóku þau undir gistihús og breyttu hlöðunni í veitingastað og tónleikasal en þau njóta góðs af staðsetningu við hringveginn. „Kerfið er algerlega byggt upp fyrir þennan hefðbundna landbúnað og hann á algerlega rétt á sér. Þetta þarf bara að vinna saman. Sauðfjárbúskapurinn og mjólkurbúskapurinn, grænmetisræktin og nýsköpunin þarf allt að vinna saman og það eiga allir að vera jafnréttháir,” segir Svavar Pétur. Nánar var rætt við þau í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 í kvöld sem fjallaði um sveitabyggðina við Berufjörð.
Djúpivogur Um land allt Tengdar fréttir Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45 Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45 Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30 Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem býr við hringveginn, getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, 19. september 2016 19:45
Ólystugt að fara í berjamó vegna saurs ferðamanna Bóndi við Berufjörð segir salernisskort ferðamanna svo skelfilegan að ekki sé lengur hægt að fara í berjamó í sumum brekkum. 13. september 2016 19:45
Eignuðust óvænt 60 kindur Tónlistarhjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson eru bændur í Berufirði. 17. maí 2014 09:30
Sérfræðingarnir sem geta talað um allt safnast oft fyrir sunnan Sauðfjárbóndi á Austfjörðum sér fram á verulega tekjulækkun með nýjum búvörusamningi. Kúabóndi segist heldur ekki koma vel út. 14. september 2016 19:15