Kristófer Acox með þúsund stig fyrir skólann sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2017 17:45 Kristófer hefur spilað vel í vetur. vísir/getty Íslenski landsliðsmaðurinn Kristófer Acox setti í gær nýtt persónulegt met í síðasta heimaleik sínum með Furman í bandaríska háskólaboltanum. Kristófer Acox skoraði 25 stig í leiknum og bætti sinn besta árangur í stigaskori um fjögur stig. Gamla persónulega met Kristófers var síðan 31. desember síðastliðnum þegar hann skoraði 21 stig á móti The Citadel. Það sem meira er að þessi 25 stig komu honum upp í þúsund stig fyrir Furman-skólann í bandaríska háskólaboltanum. Furman vann þarna öruggan 78-69 sigur á Wofford skólanum en eins og venjan er á þessum tíma árs þá eiga strákarnir á lokaári í skólanum sviðsljósið í síðasta heimaleik tímabilsins. Fjölskylda Kristófers var því viðstödd leikinn og sá sinn mann fara heldur betur á kostum í leiknum. Kristófer var með frábæra nýtingu í leiknum en hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum auk þess að taka sex fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela einum bolta og verja eitt skot. Kristófer Acox hefur nú skorað nákvæmlega þúsund stig á fjórum árum í skólanum. Hann skoraði 59 stig fyrsta árið, 224 stig annað árið, 313 stig þriðja árið og er síðan kominn með 404 stig í ár. Þetta gera 1000 stig í 114 leikjum eða 8,8 að meðaltali í leik. Það þótti vel við hæfi að Kristófer hafi skorað síðustu körfu sína í leiknum með því að troða boltanum í körfuna. Troðslur hans hafa margoft endað í tilþrifapökkum frá leikjum Furman í vetur. Kristófer Acox er með 13.0 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í 31 leik með Furman-skólanum í vetur en hann hefur byrjað alla leiki og er að spila 28,2 mínútur í leik..@krisacox had a career high 25 points and scored his 1,000 point Saturday on Senior Day! pic.twitter.com/wx3NpdYEUK— Furman Basketball (@FurmanHoops) February 27, 2017 #Furman Outlasts Wofford In Regular Season Finale, 78-69 https://t.co/YdpVFM0gU6 @FurmanHoops pic.twitter.com/fJcW2JcTmB— Furman Paladins (@FurmanPaladins) February 26, 2017 Acox with an emphatic slam to take the lead. pic.twitter.com/xNhaabtnMQ— Furman Basketball (@FurmanHoops) February 25, 2017 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Kristófer Acox setti í gær nýtt persónulegt met í síðasta heimaleik sínum með Furman í bandaríska háskólaboltanum. Kristófer Acox skoraði 25 stig í leiknum og bætti sinn besta árangur í stigaskori um fjögur stig. Gamla persónulega met Kristófers var síðan 31. desember síðastliðnum þegar hann skoraði 21 stig á móti The Citadel. Það sem meira er að þessi 25 stig komu honum upp í þúsund stig fyrir Furman-skólann í bandaríska háskólaboltanum. Furman vann þarna öruggan 78-69 sigur á Wofford skólanum en eins og venjan er á þessum tíma árs þá eiga strákarnir á lokaári í skólanum sviðsljósið í síðasta heimaleik tímabilsins. Fjölskylda Kristófers var því viðstödd leikinn og sá sinn mann fara heldur betur á kostum í leiknum. Kristófer var með frábæra nýtingu í leiknum en hann hitti úr 12 af 14 skotum sínum auk þess að taka sex fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela einum bolta og verja eitt skot. Kristófer Acox hefur nú skorað nákvæmlega þúsund stig á fjórum árum í skólanum. Hann skoraði 59 stig fyrsta árið, 224 stig annað árið, 313 stig þriðja árið og er síðan kominn með 404 stig í ár. Þetta gera 1000 stig í 114 leikjum eða 8,8 að meðaltali í leik. Það þótti vel við hæfi að Kristófer hafi skorað síðustu körfu sína í leiknum með því að troða boltanum í körfuna. Troðslur hans hafa margoft endað í tilþrifapökkum frá leikjum Furman í vetur. Kristófer Acox er með 13.0 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í 31 leik með Furman-skólanum í vetur en hann hefur byrjað alla leiki og er að spila 28,2 mínútur í leik..@krisacox had a career high 25 points and scored his 1,000 point Saturday on Senior Day! pic.twitter.com/wx3NpdYEUK— Furman Basketball (@FurmanHoops) February 27, 2017 #Furman Outlasts Wofford In Regular Season Finale, 78-69 https://t.co/YdpVFM0gU6 @FurmanHoops pic.twitter.com/fJcW2JcTmB— Furman Paladins (@FurmanPaladins) February 26, 2017 Acox with an emphatic slam to take the lead. pic.twitter.com/xNhaabtnMQ— Furman Basketball (@FurmanHoops) February 25, 2017
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira