Einar Andri: Þvílíkur karakter hjá strákunum Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2017 22:04 Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Afturelding var 18-11 undir í hálfleik en Einar Andri vildi þó meina að sú staða hefði ekki endilega gefið rétta mynd af leiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu FH í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Afturelding var 18-11 undir í hálfleik en Einar Andri vildi þó meina að sú staða hefði ekki endilega gefið rétta mynd af leiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu FH í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30