Einar Andri: Þvílíkur karakter hjá strákunum Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2017 22:04 Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Afturelding var 18-11 undir í hálfleik en Einar Andri vildi þó meina að sú staða hefði ekki endilega gefið rétta mynd af leiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu FH í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var mjög ánægður með sigurinn á Haukum í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handknattleik í kvöld en Afturelding átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Afturelding var 18-11 undir í hálfleik en Einar Andri vildi þó meina að sú staða hefði ekki endilega gefið rétta mynd af leiknum. „Við vorum undirspenntir í upphafi og þeir nýttu sér það. Við nýttum ekki færin okkar, fórum með þrjú vítaskot á meðan þeir voru að setja boltann í skeytin. Þeir voru helvíti heitir í byrjun og við töluðum um það í hálfleik að ef við myndum byrja seinni hálfleikinn vel þá gæti pressan færst yfir á þá og sú varð raunin,“ sagði Einar Andri þegar Vísir ræddi við hann að leik loknum í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta var þvílíkur karakter hjá strákunum og stuðningur áhorfenda var geggjaður. Við mættum ekki alveg klárir og uppleggið varnarlega var ekki nógu gott. Sem betur fer voru strákarnir klárir í að breyta vörninni þó að við værum ekki búnir að æfa það neitt. En við þekkjum það vel þannig að það gekk sem betur fer upp.“ Valsmenn verða andstæðingar Aftureldingar á morgun en þeir lögðu FH í spennuleik fyrr í dag. „Ég ætla ekkert að fara ítarlega í það hvernig við munum leggja þann leik upp. Við erum búnir að spila við þá tvisvar eftir áramót og gert jafntefli og tapa einu seinni þannig að við þurfum að skoða okkar vel leik,“ sagði Einar Andri og bætti við að þeir væru að fara að mæta allt öðruvísi liði á morgun. „Þeir eru mjög ólíkir Haukunum þannig að við þurfum að aðlaga okkur að þeirra leik og spila betur en við gerðum í þessum tveimur leikjum og í fyrri hálfleik í dag. Við þurfum að byggja á seinni hálfleiknum frá því í dag,“ bætti Einar Andri við. Hann vildi ekki meina að það myndi skipta máli að þeir fengju minni hvíld en Valsmenn og hefðu þar að auki spilað framlengingu. „Við ætlum að sjá til þess að það hafi engin áhrif,“ sagði Einar Andri en hans menn voru þá strax farnir að hlaupa sig niður eftir átökin gegn Haukum. „Ég hef ekki einu sinni áhyggjur af stuðningnum á morgun. Stúkan verður troðfull og stemmningin verður flott,“ sagði Einar Andri að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Afturelding 28-29 | Ótrúleg endurkoma Aftureldingar Afturelding er komin í úrslit Coca-Cola bikarkeppninnar í handknattleik eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Laugardalshöllinni í kvöld. 24. febrúar 2017 22:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita