McLaren liðið er nýbúið að fara í gegnum stjórnarskipti. Ron Dennis, herra McLaren var kosinn út og Zak Brown settur í hans stað. Hann hefur greinilega lagt áherslu á að nú sé nýtt tímabil í sögu McLaren. Liturinn og nafnið á bílnum vísar til fortíðar McLaren, tímans áður en Ron Dennis kom til liðsins.
Með Ron Dennis kom svartur og grár inn sem aðallitur liðsins og áherslan lögð á að allt væri stílhreint. Eins báru bílarnir nöfn sem innihéldu skammstöfunina MP. Það er horfið með brotthvarfi hans.

„Útlit bílsins er þannig að mig langar að fara að keyra hann. Ég er ekki búinn að tapa hungrinu sem allir Formúlu 1 ökumenn verða að hafa,“ sagði Alonso við kynningu bílsins.
„Markmiðið er að vera samkeppnishæf í ár - og ég vil trúa að við getum það,“ bætti Alonso við.