„Vonandi kom þetta spark í afturendann á réttum tíma“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. febrúar 2017 14:30 María Karlsdóttir, fyrirliði Hauka, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, með bikarinn sem liðin berjast um þessa helgina. vísir/anton brink Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Seinni leikurinn hefst klukkan 19.30 en þar eigast við Haukar og Fram. Fram er í heildina búið að vera besta liðið í vetur en það trónir á toppnum í Olís-deildinni með 27 stig og tapaði ekki leik fyrr en í byrjun febrúar. Þá tapaði liðið tveimur í röð en seinni tapleikurinn var einmitt á móti Haukum sem eru í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig. „Við vissum að það yrði erfitt að fara í gegnum deildina taplausar. Við vorum ekki að spila nógu vel og vorum ólíkar sjálfum okkur. Vonandi kom þetta spark í afturendann á réttum tíma þannig við getum nýtt okkur þetta inn í bikarhelgina,“ segir Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram sem sýndi styrk sinn í síðustu umferð þegar liðið rústaði Gróttu. „Við vorum staðráðnar í að fá sjálfstraustið aftur upp fyrir bikarhelgina og við náðum því þokkalega. Þetta snerist fyrst og fremst um okkur. Við vorum bara lélegar og ólíkar sjálfum okkur. Við þurfum svolítið að einblína á okkur og fara yfir okkar leik og hvað við getum gert betur í staðinn fyrir að hugsa um hvað Haukarnir gera,“ segir Steinunn.Haukarnir ætluðu sér að vinna deildarleikinn gegn Fram til að sýna sjálfum sér að það er hægt. María Karlsdóttir, fyrirlið Hauka, gerir ekki lítið úr mikilvægi sigursins. „Þetta var mjög mikilvægt. Við töluðum um fyrir þann leik að við vildum sýna að það er hægt að vinna og fram og að við getum unnið þær,“ segir María. „Við mættum í þann leik alveg brjálaðar og með það hugarfar að spila góðan leik og þar af leiðandi vinna Fram. Við einbeitum okkur að okkur og að spila okkar leik. Við viljum mæta með stemninguna í lagi.“ Haukarnir eru búnir að mæta í Höllina öll fjögur árin sem spilar hefur verið með „Final Four“-fyrirkomulaginu en aldrei hefur liðinu tekist að komast í úrslitaleikinn sjálfan. „Við erum ekkert búnar að greina þetta þannig lagað en það er rétt að undanfarin fjögur ár höfum við stoppað í undanúrslitunum. Liðið hefur svo sem breyst á milli ára en það er klárlega þröskuldur sem við þurfum að komast yfir,“ segir María Karlsdóttir. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir "Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Selfossi í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 23. febrúar 2017 13:45 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Undanúrslitin í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í Laugardalshöll í dag. Seinni leikurinn hefst klukkan 19.30 en þar eigast við Haukar og Fram. Fram er í heildina búið að vera besta liðið í vetur en það trónir á toppnum í Olís-deildinni með 27 stig og tapaði ekki leik fyrr en í byrjun febrúar. Þá tapaði liðið tveimur í röð en seinni tapleikurinn var einmitt á móti Haukum sem eru í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig. „Við vissum að það yrði erfitt að fara í gegnum deildina taplausar. Við vorum ekki að spila nógu vel og vorum ólíkar sjálfum okkur. Vonandi kom þetta spark í afturendann á réttum tíma þannig við getum nýtt okkur þetta inn í bikarhelgina,“ segir Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram sem sýndi styrk sinn í síðustu umferð þegar liðið rústaði Gróttu. „Við vorum staðráðnar í að fá sjálfstraustið aftur upp fyrir bikarhelgina og við náðum því þokkalega. Þetta snerist fyrst og fremst um okkur. Við vorum bara lélegar og ólíkar sjálfum okkur. Við þurfum svolítið að einblína á okkur og fara yfir okkar leik og hvað við getum gert betur í staðinn fyrir að hugsa um hvað Haukarnir gera,“ segir Steinunn.Haukarnir ætluðu sér að vinna deildarleikinn gegn Fram til að sýna sjálfum sér að það er hægt. María Karlsdóttir, fyrirlið Hauka, gerir ekki lítið úr mikilvægi sigursins. „Þetta var mjög mikilvægt. Við töluðum um fyrir þann leik að við vildum sýna að það er hægt að vinna og fram og að við getum unnið þær,“ segir María. „Við mættum í þann leik alveg brjálaðar og með það hugarfar að spila góðan leik og þar af leiðandi vinna Fram. Við einbeitum okkur að okkur og að spila okkar leik. Við viljum mæta með stemninguna í lagi.“ Haukarnir eru búnir að mæta í Höllina öll fjögur árin sem spilar hefur verið með „Final Four“-fyrirkomulaginu en aldrei hefur liðinu tekist að komast í úrslitaleikinn sjálfan. „Við erum ekkert búnar að greina þetta þannig lagað en það er rétt að undanfarin fjögur ár höfum við stoppað í undanúrslitunum. Liðið hefur svo sem breyst á milli ára en það er klárlega þröskuldur sem við þurfum að komast yfir,“ segir María Karlsdóttir.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir "Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Selfossi í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 23. febrúar 2017 13:45 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
"Einstök stund að lyfta bikar í höllinni“ Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta Selfossi í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 23. febrúar 2017 13:45