Glamour

Ný uppfærsla Instagram leyfir margar myndir í einu

Ritstjórn skrifar
Nýja uppfærslan breytir leiknum eins og hann leggur sig.
Nýja uppfærslan breytir leiknum eins og hann leggur sig. Mynd/Getty
Í nýjustu uppfærslu Instagram en komin nýjung sem er ábyggilega stærsta breyting á samfélagsmiðlinum seinustu ár. Nú geta notendur sett inn upp í tíu myndir saman í einni færslu. 

Þessi breyting virkar einfaldlega þannig að í staðin fyrir að velja eina mynd til þess að deila með fylgjendum er hægt að velja nokkrar. Svo fletta notendur í albúminu. Allar myndirnar verða að vera ferhyrntar ef að þessi nýi eiginleiki á að vera nýttur. 

Samkvæmt Instagram er einungis hægt að setja einn texta við myndirnar en hægt er að búast við að það muni breytast í framtíðinni. 

Við tökum þessari breytingu fagnandi. Það er ekki lengur pressa á að velja eina mynd til þess að deila. Aftur á móti eykst tíminn sem eytt er á Instagram til muna. 






×