Svanhildur Nanna ætlar að bjóða sig fram í stjórn VÍS Hörður Ægisson skrifar 22. febrúar 2017 09:00 Svanhildur Nanna og eiginmaður hennar eru fyrrverandi eigendur Skeljungs. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í VÍS, hyggst bjóða sig fram í stjórn tryggingafélagsins á aðalfundi félagsins sem fer fram 15. mars næstkomandi. Svanhildur staðfestir þetta í samtali við Markaðinn en hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, eiga samanlagt um átta prósenta hlut í VÍS. Guðmundur átti sæti í stjórn félagsins um tíma en dró framboð sitt í stjórn félagsins til baka á síðasta aðalfundi í mars í fyrra. Þá segir Svanhildur að ákvörðun hennar um að sækjast eftir stjórnarsæti í VÍS þýði jafnframt að hún muni ekki bjóða sig fram í stjórn Icelandair Group en í samtali við Markaðinn fyrr í þessum mánuði sagðist hún vera að íhuga slíkt stjórnarframboð. Stjórn VÍS er í dag skipuð Herdísi Dröfn Fjeldsted, sem er jafnframt stjórnarformaður, Jostein Sorvoll, Helgu Hlín Hákonardóttur og Reyni Finndal Grétarssyni. Benedikt Gíslason sagði sig úr stjórn félagsins í nóvember 2016 samhliða því að hann fór í stjórn Kaupþings. Hjónin Svanhildur og Guðmundur, sem voru á sínum tíma aðaleigendur Skeljungs, eru á meðal stærstu einkafjárfesta í hluthafahópi VÍS. Þá eiga þau átta prósent hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar en VÍS keypti jafnframt í byrjun þessa árs um 22 prósent í bankanum. Tryggingafélagið skilaði hagnaði upp á 1.469 milljónir króna á árinu 2016 borið saman við 2.076 milljóna hagnað árið áður. Hlutabréfaverð VÍS hefur hækkað um 6,6 prósent það sem af er árinu.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir og hluthafi í VÍS, hyggst bjóða sig fram í stjórn tryggingafélagsins á aðalfundi félagsins sem fer fram 15. mars næstkomandi. Svanhildur staðfestir þetta í samtali við Markaðinn en hún og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, eiga samanlagt um átta prósenta hlut í VÍS. Guðmundur átti sæti í stjórn félagsins um tíma en dró framboð sitt í stjórn félagsins til baka á síðasta aðalfundi í mars í fyrra. Þá segir Svanhildur að ákvörðun hennar um að sækjast eftir stjórnarsæti í VÍS þýði jafnframt að hún muni ekki bjóða sig fram í stjórn Icelandair Group en í samtali við Markaðinn fyrr í þessum mánuði sagðist hún vera að íhuga slíkt stjórnarframboð. Stjórn VÍS er í dag skipuð Herdísi Dröfn Fjeldsted, sem er jafnframt stjórnarformaður, Jostein Sorvoll, Helgu Hlín Hákonardóttur og Reyni Finndal Grétarssyni. Benedikt Gíslason sagði sig úr stjórn félagsins í nóvember 2016 samhliða því að hann fór í stjórn Kaupþings. Hjónin Svanhildur og Guðmundur, sem voru á sínum tíma aðaleigendur Skeljungs, eru á meðal stærstu einkafjárfesta í hluthafahópi VÍS. Þá eiga þau átta prósent hlut í Kviku í gegnum félagið K2B fjárfestingar en VÍS keypti jafnframt í byrjun þessa árs um 22 prósent í bankanum. Tryggingafélagið skilaði hagnaði upp á 1.469 milljónir króna á árinu 2016 borið saman við 2.076 milljóna hagnað árið áður. Hlutabréfaverð VÍS hefur hækkað um 6,6 prósent það sem af er árinu.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira